Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 10
Ari Matthíasson leikari sagðist fyr- ir stuttu í Silfri Egils hafa verið við- staddur kynningu Kaupþings á vog- unarsjóðnum GIR Capital Investment fyrir tíu árum. Sjóðurinn var skráður á Caymaneyjum í mars árið 2000. Á fundinum var viðstöddum tjáð að þeir myndu fá arðgreiðslur tvisvar á ári og þær væri hægt að fá greiddar inn á reikninga hvar sem er í heiminum. Lífeyrissjóðir tóku þátt Samkvæmt heimildum DV var nokk- ur fjöldi fulltrúa frá íslenskum lífeyr- issjóðum viðstaddur fundinn. Sam- kvæmt ársreikningum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyris- sjóðs Vestmannaeyja, Lífeyrissjóðs bænda og Lífeyrissjóðs Norðurlands (nú Stapi) fjárfestu þeir í vogunar- sjóðnum sem skráður er á Cayman- eyjum. „Þeir eiga að fjárfesta í áhættulaus- um fjárfestingum. Þeirra eina hlut- verk er að hugsa til lengri tíma og að geta staðið undir lífeyrisskuldbinding- um sínum,“ segir Ari Matthíasson að- spurður hvað honum finnist um allan þann fjölda íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfesti í vogunarsjóðnum. „Það stingur dálítið í augu að líf- eyrissjóðir séu að skipta við svona sjóð sem skráður er á skattaparadísareyj- um eins og Caymaneyjum. Mér fyndist þess vegna eðlilegt að skoða það hvort slíkar fjárfestingar séu eðlilegar,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Sjóðurinn í rannsókn Vogunarsjóðurinn var nokkuð í frétt- um fyrir stuttu eftir að Ari sagði frá honum í Silfri Egils. Eftir yfirlýsingar Ara í þættinum ákvað embætti skatt- rannsóknarstjóra að rannsaka kynn- ingu Kaupþings. Ari tjáði DV að hann hefði verið kallaður í yfirheyrslu. Í samtali við DV segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að í framhaldi af yfirlýsingum Ara hafi embættið tekið skýrslur af nokkrum einstaklingum. „Það hefur samt eng- inn fengið réttarstöðu grunaðs manns vegna þessarar kynningar,“ segir hún. Í framhaldi af því var skoðað hvort þeir sem fjárfestu í GIR-sjóðnum hefðu greitt skatta af fjárfestingum sínum. „Það er verið að vinna í því,“ segir Bryndís. Kynntu skattsvikasérfræðing Í Silfri Egils sagði Ari frá því að á fund- inum hefðu þeir Sigurður Einars- son og Hreiðar Már Sigurðsson kynnt GIR-sjóðinn. Þar upplýstu þeir fundargesti um að sjóður- inn myndi greiða út arðgreiðslur tvisv- ar á ári. Þær væri hægt að fá borg- aðar inn á reikn- inga hvar sem er í heiminum. Nefndu þeir ýmis lönd þar sem gilti banka- leynd. Fljótlega kæmi til lands- ins sérfræðing- ur Kaupþings frá Lúxem- borg sem gæti aðstoðað við að stofna hlutafélög er- lendis. Við borð Ara sátu þeir Brynjólf- ur Bjarnason, þáverandi forstjóri Granda, Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Kaupþings, Þorsteinn Vilhelmsson, þáverandi eigandi Samherja, Einar Sveinsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sjóvár, auk eins fulltrúa lífeyrissjóðs sem Ari kannaðist ekki við. Í samtali við DV segist Ari Matthías- son ekki geta fullyrt um hversu margir fulltrúar frá lífeyrissjóðum landsins hafi verið á fundinum. Fundinn sátu um 30 manns. „Mér fannst það hins vegar mjög skrýtið að við borðið hjá mér væri fulltrúi frá lífeyrissjóði,“ segir hann. Hvorki náðist í Sigurð Einarsson né Hreiðar Má Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar. Sjóðurinn ennþá starfræktur „Sjóðurinn er ennþá starfandi en hefur ekki verið opinn fjárfestum í þó nokk- urn tíma. Hann var lokaður fyrir fjár- festa löngu fyrir bankahrunið,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Kaupþings. Árið 2000 yfirtók GIR-sjóðurinn Fóðurblönduna ásamt Eignarhaldsfélaginu GB. Árið 2002 keypti sjóðurinn 15 prósenta hlut í Frjálsa fjárfestingabankanum. Minnist ekki sjóðsins „Ég minnist þess ekki,“ segir Ögmundur Jón- asson heilbrigðisráð- herra aðspurður hvort hann muni eftir því að Líf- eyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hafi fjárfest í vogunar- sjóðnum GIR Capital Invest- ment árið 2000. Þar að auki minnist hann ekki að hafa vitað af tilvist vogunar- sjóðsins á þessum tíma. Á þeim tíma var Ögmund- ur stjórnar- formaður LSR. „Mér finnst það af og frá,“ sagði Ög- mundur þegar honum var tjáð að GIR- sjóðurinn væri ennþá starfræktur hjá Kaupþingi. Segist hann alltaf hafa haft miklar efasemdir um fjárfestingar líf- eyrissjóða í vogunarsjóðum og hafa gagnrýnt það. LSR fjárfesti í sjóðnum „Nei, ég var ekki á honum og það var enginn frá okkur á honum,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins (LSR), aðspurður hvort hann eða einhver frá LSR hafi verið staddur á fundinum sem Ari segist hafa sótt fyr- ir tíu árum. Eftir viðtal Egils Helgason- ar við Ara Matthíasson hafði Haukur samband við starfsmenn sem unnu í eignastýringu á þeim tíma sem Ari sótti fundinn og könnuðust þeir ekki við að hafa verið viðstaddir fundinn. Hann segir að þegar þeir byrjuðu með séreignaleiðina hafi hún ver- ið boðin út og hafi Kaupþing séð um ávöxtun hennar á árunum 1999 til 2002. Kaupþing hafi því fjárfest í GIR- sjóðnum fyrir hönd LSR. Árið 2000 átti LSR 36 milljónir í GIR-sjóðnum og var sú upphæð komin í 54 milljónir árið 2002. LSR tók síðan yfir séreigna- leiðina árið 2003. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn ekki átt í GIR-sjóðnum. Launalækkun til skoðunar Laun hjá yfirmönnum lífeyrissjóða hafa verið nokkuð í umræðunni und- anfarið. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, til- kynnti í síðustu viku að hann hefði ákveðið að láta af störfum. Til stóð að lækka laun Þorgeirs úr 30 milljónum á ári í 12 milljónir. Í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar er sú stefna mörk- uð að engin ríkis- laun verði hærri en laun forsæt- isráðherra. Laun Hauks voru 19,8 milljónir í fyrra, eða 1.650 þús- und á mánuði. Haukur segist ekki hafa fengið nein fyrirmæli um að lækka laun sín en mál- ið sé hins vegar til skoðunar hjá stjórn sjóðsins. 34 milljarða eignarýrnun Eignir LSR og Lífeyris- sjóðs hjúkrunar- fræðinga rýrnuðu um 34 milljarða króna í fyrra. Fóru úr 340 milljörðum í upphafi árs 2008 niður í 306 milljarða í lok árs. Í upphafi árs 2008 var eign- arhlutur sjóðanna í Kaupþingi tæpir tuttugu milljarðar króna. Nam hlutur- inn nálægt sex prósentum af heildar- eignum sjóðanna. „Þetta var innan fjárfestinga- heimilda sjóðsins. Mat okkar á þess- um tíma var að eignarhlutur- inn væri eðli- legur. Í kjölfar bankahruns- ins er eðlilegt að menn taki fjárfestinga- stefnuna til endurskoð- unar. Einn þáttur í því verður örugg- lega að athuga hvort endur- skoða eigi hvað sjóðurinn megi eiga mikið í ein- staka fyr- irtæki,“ segir Haukur. Hins vegar verði að skoða þetta í samhengi. Miklar hækkanir hafi orðið á hlutabréfum undanfarin ár. Sjóður- inn átti bréf í bæði Búnaðarbankanum og Kaupþingi áður en fyrirtækin sam- einuðust. „Í árslok 2001 námu eignir í hlutabréfum um átta milljörð- um króna. Í árslok 2007 nam verðmæti hluta- bréfasafnsins um 52 milljörðum króna þrátt fyrir að við hefðum einungis notað þrjá millj- arða króna til hlutabréfakaupa á þessu tímabili,“ segir hann. Föstudagur 22. maí 200910 Fréttir Lífeyrissjóðir fjárfestu í sjóði á Caymaneyjum Margir íslenskir lífeyrissjóðir fjárfestu í vogunarsjóðnum GIR Capital Investment sem skráður er á Cayman- eyjum. Sjóðurinn er ennþá starfandi hjá Kaupþingi. „Það stingur dálítið í augu að lífeyrissjóðir séu að skipta við svona sjóð,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Sjóðurinn var kynntur á Hótel Holti fyrir tíu árum. Sjóðurinn er í rannsókn hjá embætti skattrannsóknarstjóra. annaS SiGMundSSon blaðamaður skrifar: as@dv.is „Það stingur dálítið í augu að lífeyrissjóðir séu að skipta við svona sjóð sem skráður er á skattaparadísareyjum.“ Minnist ekki sjóðsins ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir að sér hafi ekki verið kunnugt um fjárfestingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í vogunarsjóði Kaupþings. Hvað eR voGunaRSjóðuR? Svar Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra á Vísindavefnum: með hugtakinu vogunarsjóður (e. hedge fund) er yfirleitt átt við sjóð sem notar lántöku eða svokallaða skortstöðu í tilteknum eignum til að afla fjár til kaupa á öðrum eignum. með skortstöðu er átt við að sjóðurinn fær verðbréf að láni frá öðrum og selur þau til að afla fjár. íslenska heitið vísar til þess að slíkir sjóðir taka alla jafna vogaða (e. leveraged) stöðu í tilteknum eignum, það er fjármagna kaup á þeim að minnsta kosti að hluta með öðru en eigin fé. Yfirleitt eru vogunarsjóðir lokaðir almenningi. Ein skýring á því er að nokkuð ríkar kröfur eru gerðar um upplýsingagjöf til sjóða sem seldir eru almenningi og það hentar vogunarsjóðum illa, enda vilja þeir halda spilunum þétt að sér. önnur skýring er að þessir sjóðir taka oft mikla áhættu og það hentar helst fjársterkum aðilum sem geta staðið af sér talsvert tap. Sat ekki fundinn Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segist ekki hafa verið á kynningu Kaupþings á vogunarsjóðnum á Hótel Holti. MYnd SiGtRYGGuR aRi jóHannSSon umdeilt „Það stingur dálítið í augu að lífeyris- sjóðir séu að skipta við svona sjóð,“ segir gylfi magnússon viðskiptaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.