Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 2
Föstudagur 22. maí 20092 Fréttir Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni nýja vistarbandið Um 90 þúsund Íslendingar verða bundnir átthagafjötr- um ef spár Seðlabanka Ís- lands rætast. Um 40 prósent húsnæðiseigenda munu að tveimur árum liðnum skulda meira en þeir geta fengið fyrir húsin sín. Þessir Íslendingar munu eiga mjög erfitt með að flytjast búferlum, nema sitja uppi húsnæðislausir með milljóna króna skuldabagga. Þórodd- ur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, segir neikvæða eiginfjárstöðu geta aukið upplausn í samfélaginu og gert það að verkum að ungt fólk flytji úr landi. „Fólk hefur undanfarin ár lagt í óskaplega miklar fjárfestingar. Það keypti íbúðir á háu verði og stóð í þeirri trú að þetta væri örugg fjár- festing. Fólk tók ákvarðanir sem eftir á að hyggja voru mjög vafasam- ar, en enginn sá afleiðingarnar fyrir.“ ríkið í flugrekstur Íslandsbanki hefur leyst til sín hluta- bréf 20 hluthafa í Icelandair með veðköllum. Veð- köllin hafa ekki áhrif á starfsemi Icelandair. Þar af eru hlutabréf sem voru í eigu eignarhaldsfélaga Karls Wernerssonar og Einars Sveinssonar sem lánuðu eigin félögum milljarða til að kaupa hlutina þegar þeir áttu Íslandsbanka. Finn- ur Ingólfsson segir Lang- flug standa illa en að óvíst sé hvort eða hvenær Landsbankinn muni leysa til sín hlut félagsins í Icelandair. Ríkið gæti orðið um 80 prósent eigandi í Icelandair. Lánin fyrir hlutum Máttar og Nausts í Icelandair voru veitt árið 2006 og 2007 þegar Einar Sveinsson var stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Glitnis, nú Íslandsbanka. 2 1 „Fólk ætlaði að éta okkur“dv.isF r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ðþriðjudagur 19. maí 2009 dagblaðið vísir 76. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 Fékk Ekki SlÖkkVitæki mEðaN BílliNN BraNN Fékk BEtri klEFa Bílakirkju- garður krEPPuNNar íguFuNESi Fréttir BraSilíuFaNgiNN: Fréttir þEir lÁNuðu SjÁlFum Sér til að kauPa iCElaNdair karl WErNErSSoN og EiNar SVEiNSSoN miSStu FlugFélagið í gær jóhaNNa Forðaði Sér í moSkVu Fólk Fréttir ÍSLAND 2011: EFtirtVÖ Ár muNu 40% íSlENdiNga Ekki gEta SElt hÚSNæði Sitt krEFjaSt réttlætiS FYrir hraFNhildi Þeir sem eiga meira en þeir skulda í heimilinu Þeir sem skulda meira en þeir eiga í heimilinu 90 ÞÚSUND FANGAR Á EIGIN HEIMILI Fréttir Fréttir miSSkilNiNgur í hÚSaSmiðjuNNi Varð til þESS að rEYNt Var að kæFa EldiNN mEð PEYSum 60% Heimili í plús 40% Heimili í mínus Þriðjudagur 19. maí 20092 Fréttir Íslandsbanki hefur leyst til sín 42 pró- sent hlutafjár 20 hluthafa Icelandair með veðköllum. Stærstu hluthafarn- ir sem um ræðir eru Fjárfestingafé- lagið Máttur og eignarhaldsfélagið Naust ehf. Máttur átti rúm 23 prósent í Icelandair en Naust átti tæp 15 pró- sent. Eftir yfirtöku bréfanna er Íslands- banki, og þar með íslenska ríkið, orð- inn langstærsti einstaki hluthafi Ice- landair með 47 prósenta eignarhluta, en fyrir átti bankinn fimm prósenta hlut í félaginu. Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að veðköllin muni ekki hafa nein áhrif á starfsemi Icelandair en líklegt þykir að bankinn muni selja hlutinn við fyrsta tækifæri. Lánveitingar veittar þegar Karl og Einar voru ráðandi í Glitni Lánveitingarnar fyrir hlutum Mátt- ar og Nausts í Icelandair áttu sér stað árið 2006 og 2007 þegar Einar Sveinsson var stjórnarformaður og einn stærsti hlut- hafi Glitnis, nú Íslands- banka. Einar var þá aðaleigandi í eignar- haldsfélaginu Nausti, en bróðir hans Benedikt var þar einnig hluthafi, og stærsti einstaki hluthaf- inn í eignarhaldsfélag- inu Hrómundi sem var skráður eigandi tæplega 32 prósenta hlutar í Ice- landair. Einar var jafnframt stjórnarformaður Icelandair þar til í byrjun mars á þessu ári. Stærsti eigandi Icelandair, með 50 prósenta eignarhlut, var hins vegar félagið SJ2 sem er í eigu Mil- estone, félags Karls Wernerssonar, sem var stór hluthafi og varaformað- ur stjórnar Glitnis á þeim tíma þeg- ar lánveitingarnar vegna kaupanna í Icelandair áttu sér stað. Lánuðu sjálfum sér Veðköllin sem Íslandsbanki gerði í hlutabréf Icelandair í gær eru því tilkomin vegna lána sem forsvars- menn félaganna sem áttu bréfin veittu sínum eigin félögum og fé- lögum tengdum sér þegar þeir voru stórir hluthafar í Glitni. Lánveiting- arnar til félaganna tveggja munu hlaupa á tugum milljarða króna samkvæmt heimildum DV en ná- kvæm lánsupphæð fæst ekki upp- gefin hjá Glitni. Veðin fyrir lánun- um sem notuð voru til að kaupa hlutina í Icelandair voru í hluta- bréfunum sjálfum. Ástæðan fyrir því að Íslands- banki leysir bréfin til sín nú er að ónógar tryggingar voru fyrir lán- unum vegna hlutafjárkaupanna og forsvarsmenn félaganna höfðu ekki getað lagt fram frekari tryggingar fyrir þeim. Eins og í svo mörgum öðrum tilfellum úr íslensku viðskiptalífi á síðustu árum voru forsvarsmenn og eigendur þeirra félaga sem tóku lán- in til að fjármagna hlutabréfakaup- in ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir þeim og ganga því skuldlausir út úr hlutahafahópi Icelandair. Landsbankinn mun líklega leysa til sín bréf Langflugs Með veðköllunum er íslenska ríkið orðið ráðandi í félaginu, eins og áður segir, en næststærsti hluthafinn í Ice- landair er Langflug, fjárfestingafé- lag sem er að tveimur þriðju hlutum í eigu Finns Ingólfssonar. En félag- ið stendur illa um þessar mundir og nema skuldir þess umfram eignir um 30 milljörðum króna. Aðspurður hvort Landsbankinn, stærsti lánveitandi Langflugs, muni leysa til sín hlut félagsins á næstunni segir Finnur að Langflug eigi í erfið- leikum eins og svo mörg önnur fjár- festingafélög. Hann segist ekki vita hvenær það komi í ljós hvort bank- inn muni leysa hlut félagsins til sín. „Ég get ekkert sagt til um það á þess- ari stundu,“ segir Finnur en heimild- ir DV herma að Landsbankinn muni leysa bréf Langflugs til sín á næst- unni. Ástæðan er sú að félagið hef- ur ekki orðið við kalli bankans um að leggja fram frekari frekari trygg- ingar fyrir útistandandi láni félagsins sem notað var til að fjármagna kaup- in í Icelandair en veðin fyrir kaupum Langflugs á bréfunum í Icelandair voru í bréfunum sjálfum. Áhrif veðkallanna Áhrifin sem innkall bréfanna í Ice- landair munu hafa eru að nær öruggt þykir að Gunnlaugur Sigmundsson muni láta af stjórnarformennsku í fé- laginu, en hann átti tveggja prósenta hlut í því auk þess sem Einar Sveins- son mun ekki sitja áfram í stjórn þess sem varaformaður. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hjördísi Vilhjálmsdótt- ur, ráðgjafa Steingríms J. Sigfússon- ar fjármálaráðherra, mun bankinn, en ekki hið opinbera, alfarið ákveða hvernig brugðist verður við veðköll- unum, meðal annars hvaða áhrif þau munu hafa á starfsemi Icelandair. Það verður því í höndum bankans að finna nýja stjórnarmenn. Einnig er spurning hvaða áhrif veðköllin munu hafa fyrir rekst- ur olíufélagsins N1 en það er í eigu eignarhaldsfélagsins BNT en stærsti hluthafi þess er Máttur, með 29 pró- senta eignarhluta. BNT átti auk þess tæplega 50 prósenta hlut í BNT. N1 stendur ekki vel um þessar mund- ir og tapaði félagið rúmum millj- arði króna á síðasta ári og námu skuldir þess um 19 milljörð- um samkvæmt ársreikn- ingi þess árið 2008. Hermann Sævar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri BNT og N1, segir að atburð- ir gærdagsins muni ekki hafa áhrif á rekstur N1. Hann segir að N1 hafi lagt fram hluta- fé í Naust á sínum tíma en að InGI F. VILhjÁLmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is LÁNUÐU SJÁLFUM SÉR TIL AÐ KAUPA Í ICELANDAIR Karls Wernerssonar Einars sveinssonar Finnur Ingólfsson FImm stærstu núVErandI hLuthaFar í IcELandaIr: íslandsbanki hf. um 47% Langflug ehf. 23,83% Sparisjóðabanki íslands hf. 9,36% alnus ehf. 3,30% icelandair group hf. 2,55% „Ég get ekkert sagt til um það á þessari stundu.“ hættir nær örugglega í stjórn Einar Sveinsson mun nær örugg- lega hætta í stjórn icelandair eftir atburði gærdagsins en hann var stór hluthafi í félaginu í gegnum eignarhaldsfélögin Naust og mátt. Þriðjudagur 19. maí 2009 3 Fréttir það hlutafé hafi verið afskrifað í bók- um N1 árið 2007. „Þess vegna hittir þetta okkur ekki illa fyrir núna,“ segir Hermann. Hann segist hins vegar reikna með að hlutur Máttar í BNT verði seldur í framtíðinni vegna erfiðrar stöðu fé- lagsins. Hermann segir hins veg- ar að þetta komi ekki niður á rekstri N1. Ríkið gæti orðið allsráðandi Með því að leysa til sín bréfin er staðan sú að ríkið ræður í raun yfir meira en 56 prósenta hlut í Icelandair en segja má á ríkið eigi einnig rúm- lega 9 prósenta hlut Sparisjóða- bankans í Ice- landair vegna úti- standandi skulda bankans við Seðla- banka Íslands sem nema á annað hundrað milljörð- um króna auk þess sem bankinn var tek- inn yfir af Fjármála- eftirlit- inu í mars. Ef Landsbankinn tekur hlut Finns yfir mun Icelandair því verða í ríkiseign að langmestu leyti. Ekki náðist í þá Einar Sveins- son og Gunnlaug Sigmundsson við vinnslu fréttarinnar. Hlutur Langflugs yfirtekinn bráðlega Félag sem er að stórum hluta í eigu Finns ing- ólfssonar, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra, mun nær örugglega missa hlut sinn í icelandair yfir til Landsbankans á næstunni. Ríkið stærsti hluthafinn í Icelandair Eftir atburði gærdagsins er ríkið orðið stærsti hluthafinn í icelandair í gegnum íslandsbanka en þá leysti bankinn til sín hlutabréf 20 hluthafa með veðköllum. Kampavínsklúbbur eiginkvenna nokkurra helstu auðmanna þjóð- arinnar er floginn frá Óman og aft- ur til Bretlands. Konurnar yfirgáfu Chedi-hótelið í borginni Muscat á laugardag og sunnudag, samkvæmt starfsmanni hótelsins. DV greindi frá ferðum klúbbsins í síðustu viku en konurnar dvöldu í vellystingum á hótelinu frá síðasta miðvikudegi. DV greindi frá því á miðvikudag- inn að konurnar ættu pöntuð her- bergi á hótelinu – starfsmaður þess hafði staðfest það í samtali við blað- ið – þar sem þær ætluðu að dvelja fram á sunnudag. Eftir að konurn- ar komu á hótelið fékk DV hins veg- ar ekki að ræða við þær og fékk það ekki staðfest að þær dveldu á hót- elinu. Talið var mögulegt að konurn- ar hefðu afpantað herbergin eftir að umfjöllun um lúxusferð þeirra komst í hámæli, en nóttin á hótel- inu kostar á bilinu 60 til 160 þús- und krónur. Af orðum starfsmanns- ins að dæma er hins vegar ljóst að konurnar dvöldu á hótelinu. Gleðirík dvöl Dvöl kampavínsklúbbsins á hót- elinu átti að einkennast af miklu „gamni, glensi og gleði“ eins og segir í ferðalýsingu sem DV hef- ur undir höndum. Konurnar ellefu ætluðu meðal annars að „chilla“ við sundlaugina, stunda „sunset yoga“ og tennis, drekka „diet mohito“ og kampavín, fá sér „shisha“ vatns- pípu og fara í skoðunarferðir. Ellefu konur voru boðaðar í ferðina til Óman. Meðal þeirra voru Guðrún Eyjólfsdóttir, eiginkona Lýðs Guðmundssonar, Þuríður Reynisdóttir, eiginkona Ágústs Guð- mundssonar, Arndís Björnsdótt- ir, eiginkona Sigurðar Einarssonar, Linda Stefánsdóttir, fyrrverandi eig- inkona Jóns Ásgeirs Jóhannesson r, Sigríður Sól Björnsdóttir, eiginkona Heiðars Más Guðjónssonar fyrrver- andi framkvæmdastjóra hjá Novat- or, og Þórdís Edwald, eiginkona Ár- manns Þorvaldssonar fyrrverandi forstjóra hjá Singer og Friedlander í London. Dóttir Einars Sveinssonar í klúbbnum Ekki er vitað hversu margar af kon- unum fóru í ferðina en meðal þeirra sem starfsmaður hótelsins staðfest- ir að hafi gist á hótelinu eru Guðrún Eyjólfsdóttir, Linda Stefánsdóttir og Arndís Björnsdóttir. Nokkrar af konunum fóru af hótelinu á laugar- daginn en hinar á sunnudaginn. Ein af konunum sem boðuð var í ferðina er Ásta Sigríður Einarsdótt- ir, dóttir Einars Sveinssonar fyrrver- andi stjórnarformanns Glitnis. Ásta Sigríður er 15 prósenta hluthafi í eignarhaldsfélaginu Hrómundi sem aftur er rúmlega þrjátíu pró- senta eigandi Fjárfestingafélagsins Máttar. Máttur átti 23 prósenta hlut í Icelandair en Íslandsbanki leysti til sín hlutabréf Máttar í Icelandair í gær vegna ótryggra veða fyrir láni sem Glitnir veitti félaginu á sínum tíma til að fjármagna kaupin í flug- félaginu. Ekki er vitað hvort Ásta fór með kampavínsklúbbnum til Óman því DV hefur ekki náð af henni tali en ljóst er að hlutur hennar í Hró- mundi hefur rýrnað töluvert í verði eftir atburði gærdagsins. HLUTHAFI Í ICE- LANDAIR Í KAMPA- VÍNSKLÚBBNUM Ásta Sigríður er 15 prósenta hluthafi í eignarhaldsfélaginu Hrómundi sem aftur er rúmlega þrjátíu pró- senta eigandi Fjárfest- ingafélagsins Máttar. InGI F. VILHjáLmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Konurnar gistu á hótelinu Samkvæmt starfsmanni Chedi-hótelsins í Óman gistu meðlimir kampavíns- klúbbsins á hótelinu fram á sunnudag. myndin er tekin við sundlaug hótelsins. inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif- stofustjóri Íþrótta- og tómstunda- „Við lítum svo á að börnin séu að taka þátt í formlegu frístunda- starfi á frístundaheimilunum en þar fer fram margs konar starf- semi sem er sniðin að aldri þeirra og þörfum. Þá taka ekki öll börn sem sækja frístundaheimilin þátt í öðru frístundastarfi og þótti ástæða til að gefa foreldrum þeirra möguleika á að nýta kortið til að greiða niður dægradvölina. Það skal þó tekið fram að full vistun á frístundaheimili kostar um 8.000 Sveitarstjórn Rangárþings eystra hef- ur samþykkt að verja 2,6 milljónum króna í malbikun Móðeiðarhvolsveg- ar að leigulóðum undir frístundahús í landi Móeiðarhvols. Er það vegna þess að tölvuvert blæs af malarveginum yfir frístundahúsabyggðina. Einn af þeim sem á hús í landinu er Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, og kona hans Ástríður Thorarensen. Óeðlilegar framkvæmdir Guðlaug Ósk Svansdóttir, sveitar- stjórnarfulltrúi minnihlutans í Rang- árþingi eystra, greiddi atkvæði gegn framkvæmdunum ásamt Sólveigu Ey- steinsdóttur. „Þessum lóðum var úthlutað fyr- ir nokkrum árum og það kemur ekk- ert fram í samningi við kaupendur að vegurinn verði malbikaður. Sveitar- stjórn er búin að samþykkja að mal- bika þennan veg og vill meina að kaupendum hafi verið gefið loforð um það. Þegar svona illa árar finnst mér óeðlilegt að sveitarfélagið ráðist í svona framkvæmd,“ segir Guðlaug. Eigendur malbiki sjálfir Guðlaug segir sveitarfélagið standa ágætlega miðað við önnur sveitarfélög í landinu en þó séu mörg mál brýnni en malbikun vegar við frístundahús. „Okkur bráðvantar meðal annars nýjan leikskóla, dagvistunarúrræði og félagsþjónustu fyrir aldraða. Það eru ýmis mál sem þurfa meiri þunga en að malbika veg fyrir frístundahúsa- eigendur. Það er verið að hækka ýms- ar álögur á íbúana í sveitarfélaginu, til dæmis er búið að hækka leikskóla- og fæðisgjöld í leikskólunum, þannig að það er mjög óeðlilegt að það sé farið í að malbika veg. Ég skil það að fólk sem fær mik- ið ryk af vegi yfir sig vilji láta malbika. Ég tel að þessir eigendur ættu klárlega að malbika sjálfir. Þeir eiga að stofna félag um þessa byggð og fara í þessa framkvæmd sjálfir á sínum eigin for- sendum. Það eru margir sem sitja við sama borð og vegir almennt í sveitar- félaginu eru margir mjög slæmir.“ Að sögn Guðlaugar eru um tut- tugu frístundahús í frístundabyggð- inni á bökkum Eystri Rangár. Einn af eigendum sumarhúss í landinu er Davíð Oddsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri, og kona hans Ástríður Thorarensen. Guðlaug telur það ekki hafa skipt neinu máli um samþykkt- ina að Davíð eigi hús í landinu. Ekki eingöngu fyrir Davíð Ólafur Eggertsson, oddviti í Rangár- þingi eystra, segir veru Davíðs Odds- sonar í landi Móeiðarhvols ekki koma þessu máli við. „Þessi vegur er ekki eingöngu fyrir Davíð Oddsson. Davíð Odds- son býr langt frá þessu hverfi og notar Suðurlandsveg frá Reykja- vík austur í sveit. Hann notar þennan veg þegar hann fer að veiða í Rangá. Hann hafði eng- in áhrif og það getur öll sveitar- stjórnin vottað fyrir.“ Ólafur segir kostnað við malbikun vegarins nema broti af þeim tekjum sem sveitarfé- lagið hefur haft af þessu svæði. „Þeir sem hafa byggt í land- inu hafa skilað verulegum gjöld- um til sveitarfélagsins, um tut- tugu til þrjátíu milljónum. Við setjum 2,6 milljón- ir í malbikunina, eða í kringum tíu til fimmt- án prósent af þeim tekjum sem við erum búin að hafa af þessu svæði. Það var talað um það þegar fyrstu sumarbústaðaeigendur hófu bygging- ar að þessi vegur yrði malbikaður og við teljum að við séum ekki búin að fullselja þessa vöru fyrr en það gerist.“ Bara smotterí Ólafur segir önnur stefnumál sveit- arstjórnar ekki frestast vegna þessara framkvæmda. „Þetta er bara smotterí. Að sjálf- sögðu bætum við alla þjónustu hér og erum stöðugt að gera það. Við vitum að við þurfum að byggja upp leikskóla og það er næsta verkefni. Þetta trufl- ar ekki aðrar framkvæmdir. Íbúarnir verða bara ánægðari og vilja búa hjá okkur þegar við bætum umhverfið.“ VeiðiVegur DaVíðs malbikaður lilja Katrín gunnarsDÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Þessi vegur er ekki eingöngu fyrir Davíð Oddsson.“ Ekki í samningum guðlaug segir það ekki koma fram í samningi við kaupendur lóða í landinu að vegurinn verði malbikaður. Fer í veiði davíð Oddsson notar móeiðarhvolsveg til að fara í veiði í rangá. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að verja 2,6 milljónum króna í malbikun vegar að sumarhúsum í landi Móeiðarhvols. guðlaug Ósk svansdóttir sveitarstjórnarfulltrúi tel- ur þessar framkvæmdir óeðlilegar og brýnna að byggja upp leikskóla og félagsþjónustu fyrir aldraða. Davíð Oddsson á hús í landinu og notar hann veginn þegar hann fer til veiða í Rangá. hitt málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.