Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 27
Föstudagur 22. maí 2009 27Helgarblað „Ég ætla að verða leik- og söngkona þegar ég er orðin stór,“ tilkynnti Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona foreldr- um sínum aðeins þriggja ára gömul og síðan þá hefur hún unnið hörðum höndum að því að láta drauminn ræt- ast. Erna steig stórt skref í átt að þess- um draumi á dögunum er hún hélt til Moskvu og söng sem bakrödd við framlag Íslendinga í Eurovision í ár. Ferðin var að hennar sögn ævintýri líkust. Níu ára í klassískt söngnám Erna byrjaði að spila á blokkflautu og síðan hljómborð, en á endanum var það söngurinn sem kallaði á hana. Hún hóf söngnám í klassískum söng aðeins níu ára gömul í Tónlistarskóla Eyjafjarðar þar sem hún ólst upp. Hún er dóttir læknaritara og rafvirkja og segir hún söngáhugann eflaust koma frá ömmum sínum og öfum sem öll sungu í kór, ekki frá foreldrum sínum. Bæði Erna og bræður hennar tveir fóru snemma að hafa áhuga á mús- ík, en einn bræðra hennar er Jenni, söngvari Brain Police. Hún var yngsti nemandinn til að sækja söngskólann í Eyjafjarðarsveit en gaf þó eldri nemendum ekkert eft- ir. „Ég söng ættjarðarlög og óperur eins og ekkert væri. Ég hafði þó enga sérstaka löngun til að vera klassískt menntuð. Það var bara ekkert annað í boði þarna en ég lærði margt á þess- um árum sem nýtist mér enn þann dag í dag,“ segir Erna sem er með sjötta stigs próf í klassísku námi. Sextán ára flutti hún til Akureyrar, heila 10 kílómetra eins og hún orð- ar það sjálf, og hóf nám við Mennta- skólann á Akureyri. Hún bjó á heima- vist og var virk í skólalífinu eins og hún hafði alltaf verið. Erna hreppti aðalhlutverkið í uppsetningu skól- ans á Cabaret og fékk þá þann gamla draum uppfylltan að syngja og dansa á sviði. Að duga eða drepast Eftir stúdentspróf tók Erna þá ákvörð- un að hætta í klassíkinni og einbeita sér að poppinu. Klassíska tónlistin var heftandi og hún þráði frelsið sem fylgdi popptónlistinni. Á sama tíma breyttist líf hennar til frambúðar. Hún varð ólétt og draumur hennar um að verða söngkona var settur á hilluna. „Ég gerði mér engar vonir um framtíð í söng. Ég eignaðist fyrsta barnið mitt tvítug og tæplega tveim- ur árum seinna kom seinna barn- ið mitt í heiminn,“ segir Erna sem er í dag einstæð móðir. Hún átti í stuttu sambandi við barnsföður sinn en þau slitu samvistum er Erna gekk með sitt annað barn. Aðspurð viðurkennir Erna vissu- lega að það að verða móðir svona ung hafi verið dálítið sjokk. „Mér fannst yndislegt að verða móðir en ég glímdi við þunglyndi þegar á leið,“ segir hún hreinskilnislega. „Minnstu hlutir fóru að verða yfirþyrmandi og ég gat varla pantað pitsu án þess að fara að gráta. Ég bjó í kjallaraíbúð, borðaði til að vera glöð og þyngdist þar af leið- andi mjög mikið. Í kjölfarið minnkaði sjálfstraustið gríðarlega og mér fannst ég vera að trufla alla í kringum mig með því að vera til. Óhamingjusem- in var yfirþyrmandi og ég fjarlægðist fjölskylduna mína og vinina ofsalega mikið.“ Á sama tíma og Erna glímdi við veikindi sín varð hún aftur ófrísk en að þessu sinni öðlaðist hún innri styrk og hún tók þá stóru ákvörðun að umturna lífi sínu. „Ég vissi að nú var annaðhvort að duga eða drepast og ég ákvað að gera allt sem ég gæti til að búa börnunum mínum gott líf. Til þess þurfti ég að standa með sjálfri mér og rífa mig upp. Ég sleit sambandinu við barnsföður minn og flutti heim til mömmu og pabba sem voru mín stoð og stytta.“ Hún steypti sér í mikla sjálfsvinnu og með hjálp félagsráðgjafa byrjaði að birta til í lífi hennar. „Ég losaði mig við þunglyndislyfin og það lá allt upp á við eftir það,“ segir hún skælbrosandi og það er erfitt að ímynda sér hana óhamingjusama. Fékk tækifærið Þrátt fyrir að vera einstæð móðir var Erna aldrei ein. Hún segir stuðning foreldra sinna í gegnum árin hafa verið ómetanlegan. „Það hefur aldrei verið baggi að vera einstæð móðir,“ segir hún brött. Þegar dóttir hennar, Silja Sól, varð eins árs tók líf Ernu öðrum stakka- skiptum. Hún ákvað að flytja að norð- an þar sem hún hafði búið allt sitt líf og setjast að í Reykjavík. „Ég þráði breytingu og að geta staðið á eigin fót- um.“ Hún skráði sig í Háskólann þar sem hún lagði stund á táknmálsfræði og seinna uppeldisfræði. Ákvörðun Ernu reyndist afdrifa- rík því loksins fékk hún tækifæri að spreyta sig sem poppsöngkona. Hún var varla flutt í bæinn þegar hún var fengin til að fylla í skarð vinkonu sinnar á tónleikum með Love Guru á Menningarnótt. Erna þáði boðið með glöðu geði og eftir tónleikana kom upp að henni maður sem vildi ólmur stofna með henni hljómsveit. „Og þannig varð Bermúda til. Við byrjuðum að spila saman í ágúst 2004 og fengum okk- ar fyrsta gigg nokkrum mánuðum seinna. Þetta var nokkurs konar kov- erhljómsveit en við skárum okkur úr með því að taka öðruvísi lög eins og með Beyoncé og Justin Timberlake.“ Boltinn byrjaði að rúlla og Bermúda fékk nóg að gera, en eftir fjögur ár með sveitinni var hugur Ernu farinn að reika. „Mig langaði að einbeita mér að börnunum mínum en við vorum allt- af á ferðinni, helgi eftir helgi. Ég þurfti að taka ákvörðun um hvað skipti mig máli og ég gat ekki sett bandið númer eitt,“ segir Erna. Í kjölfarið á stofnun Bermúda fékk Erna fjöldann allan af verkefn- um. Hún hefur mikið sungið sem bakraddasöngkona og líkar það vel. Aðspurð segir Erna að það fari ekki í taugarnar á henni að vera bakradda- söngkona. „Að sjálfsögðu langar mig að standa sem frontur til dæmis í Eurovsion einn daginn og ég stefni á það. Ég sé mig ekki bara sem bak- rödd, en það angrar mig ekki neitt. Mér finnst ofsalega gaman að taka að mér slík verkefni og á meðan ég get gert hvort tveggja er ég sátt.“ Fékk athygli út á brosið Erna hélt til Moskvu á dögunum ásamt glæsilegum Eurovision-hópi og segir hún þessa upplifun ævin- týri líkasta. „Ég ímyndaði mér að við myndum fara þarna út, fara á æfing- ar og hitta hin löndin í keppninni en svo þegar við vorum komin út var þetta eins og að stíga inn í inn í hálf- gert Eurovision-land. Sviðið var svo gríðarlega stórt og höllin líka að það þyrmdi pínu yfir mig en á jákvæðan hátt,“ útskýrir Erna. „Að standa á svið- inu, og horfa út í salinn og að fá við- brögð áhorfenda er rosalegt. Ég var með gæsahúð allan tímann á meðan við sungum, bæði í forkeppninni og aðalkeppninni.“ Hún segist ekki hafa verið mikill aðdáandi keppninnar áður en hún hélt út en sú skoðun hef- ur breyst töluvert eftir upplifunina í Moskvu. „Þetta var miklu stærri upp- lifun en ég gerði mér grein fyrir.“ Hún segir þessar tvær vikur í Moskvu hafa verið heldur skrautlegar. „Búlgararnir, sem voru á undan okkur í forkeppninni, voru í næsta herbergi við okkur á bak við og eyddu þau endalausum tíma í að syngja lagið sitt aftur og aftur með þvílíkum látum. Á sama tíma sungum við okkar lag einu sinni yfir áður en við fórum á sviðið.“ Erna segir Portúgalana hafa heillað sig mikið baksviðs og að Sakis Rouvas frá Grikklandi hafi verið skondnasti karakterinn á svæðinu. „Sakis var á eftir okkur í aðalkeppninni og á með- an við biðum í röð eftir að komast á svið skokkaði hann á staðnum og lyfti síðan báðum höndum upp til himins og stóð eins og hann væri algjör guð beint til guðs,“ segir hún hlæjandi. Atriði Íslendinga lenti í öðru sæti og Jóhanna Guðrún söngkona fékk heilmikla athygli frá mikilvægum mönnum í tónlistarbransanum. Að- spurð segist Erna ekki hafa fengið slíka athygli en þó nokkur nafnspjöld. „Mitt hlutverk var náttúrlega að vera á bak við en ég held að ég hafi feng- ið mestu athyglina út á brosið mitt. Ég skemmti mér svo vel þarna úti að það fór ekki á milli mála.“ Stefnir hátt Jákvæðnin og gleðin eru henni eðl- islægar. „Ég verð að viðurkenna það að ég er rosalega jákvæð og það hef- ur komið mér á þann stað sem ég er á í dag. Mér líður alveg ótrúlega vel og er ofsalega hamingjusöm með börnin mín og lífið,“ segir hún sátt. Það er þessi jákvæðni sem fleytir henni áfram í tónlistinni og þessa stundina er Erna að vinna í því að láta drauminn sinn, sem hefur fylgt henni öll þessi ár, rætast. „Ég er að vinna sem leiðbeinandi á leikskóla og nám- ið mitt nýtist mér þar. Hins vegar er söngurinn minn aðalfókus og ég ætla að stefna hærra og finna mína eigin leið,“ segir hún dreymin. Hana langar að semja sína eigin tónlist, semja frá hjartanu. Aðspurð hvernig tónlist er Erna fljót að svara: „Soul-tónlist. Þar sem sálin er, þar er Ernan.“ hanna@dv.is Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona var ein af bakröddum Jóhönnu Guðrúnar í Moskvu um síðustu helgi en á sér langan feril í tónlistinni enda byrjaði hún að syngja aðeins þriggja ára gömul. Hún er einstæð, tveggja barna móðir sem á sér stóra drauma í heimi tónlistarinnar. Hún settist niður með blaðamanni DV og opnaði sig um baráttuna við þunglyndið, móðurhlutverkið og ákvarðanirnar sem breyttu lífi hennar. Flott fjölskylda Erna Hrönn er einstæð, tveggja barna móðir sem lætur ekkert stöðva sig. myNd RÓbERt REyNSSSoN Fagnaðarfundir Börn Ernu tóku vel á móti móður sinni á flugvellinum eins og sjá má á þessari mynd. Flottur hópur íslenski Eurovision-hópurinn sló í gegn í moskvu. myNd KARl PEtERSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.