Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 60
föstudagur 22. maí 200960 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Guðríður Guðbrandsdóttir húsmóðir í reykjavík Guðríður fæddist að Spágilsstöðum í Laxár- dal í Dölum og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún var húsfreyja í Búðardal 1933-53 en eft- ir það í Reykjavík. Á sínum yngri árum í Dölum tók Guðríður mikinn þátt í starfi Ung- mennafélagsins Ólafs pá, einkum leiklistar- starfi á vegum félagsins. Eftir að Guðríður fluttist til Reykjavíkur tók hún virkan þátt í starfsemi Breiðfirðingafélagsins. Hún er mikil hannyrðakona. Fjölskylda Guðríður giftist 4.9. 1932 Þorsteini Jóhannssyni, f. 19.5. 1907, d. 23.7. 1985, verslunarmanni. Foreldr- ar hans voru Jóhann B. Jensson, hreppstjóri í Haukadalshreppi í Dölum, og Halldóra Ólafsdóttir en þau voru búsett að Hlíðarenda. Dóttir Guðríðar og Þorsteins: Gyða Þorsteinsdóttir, f. 2.4. 1942, d. 28.7. 2000, húsfreyja í Kópavogi, var gift Guðmundi Á. Bjarnasyni. Fósturbörn Guðríðar og Þor- steins: Sigurður Markússon, f. 16.9. 1929, fyrrv. framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Ingu Árnadótt- ur; Halldóra Kristjánsdóttir, f. 26.5. 1931, húsfreyja í Kópavogi, ekkja eftir Hannes Alfonsson. Systkini Guðríðar: Sigrún Guð- brandsdóttir, f. 1900, d. 1968, hús- freyja að Neðri-Hundadal í Miðdöl- um; Guðmundur Guðbrandsson, f. 1901, d. 1932, til heimilis að Spá- gilsstöðum; Mark- ús Guðbrandsson, f. 1902, d. 1966, bóndi að Spágils- stöðum; Ása Guð- brandsdóttir, f. 1903, d. 1972, hús- freyja í Reykjavík; Hinrik Guðbrands- son, f. 1905, d. 1940, bóndi að Spágils- stöðum; Jón Guð- brandsson, f. 1907, d. 1931, til heim- ilis að Spágilsstöðum; Kristmundur Guðbrandsson, f. 1909, d. 1999, bóndi að Skógskoti í Miðdölum; Guðrún Guðbrandsdóttir, f. 1912, d. 2003, ljósmóðir í Dölum, var búsett að Spágilsstöðum en síðar í Búðar- dal og loks í Reykjavík; Sigurbjörn Guðbrandsson, f. 1913, d. 2000, vann lengi að búi foreldra sinna á Spágilsstöðum, síðar húsvörður í Reykjavík; Sigurður Guðbrandsson, f. 1915, d. 1932, búsettur á Spágils- stöðum. Uppeldissystur Guðríðar: Lára Marteinsdóttir, f. um 1918, hús- freyja í Noregi; Bára Þórðardóttir, f. 23.2. 1924, d. 12.1. 2001, húsfreyja í Reykjavík og á Suðurnesjum. Foreldrar Guðríðar: Guðbrand- ur Jónsson, f. 30.8. 1873, d. 9.9. 1944, bóndi að Spágilsstöðum, og k.h., Sigríður Margrét Sigurbjörnsdóttir, f. 7.2. 1876, d. 14.3. 1946, húsfreyja þar. Guðríður verður að heiman á af- mælisdaginn. 103 ára á laugardag 70 ára á föstudag Margrét S. Einarsdóttir fyrrv. forstöðukona Margrét fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk landsprófi 1955, námi frá Húsmæðraskólanum að Laugum í Reykjadal 1956 og lauk sjúkraliðaprófi frá Sjúkraliðaskóla Íslands 1981. Margrét stundaði heimilis- og verslunarstörf, var móttökuritari á læknastofunum að Laugavegi 42 og læknaritari á heilsugæslustöðinni í Árbæ, starfaði síðan á Landskotsspít- ala og var forstöðukona við Þjónustu- íbúðir aldraðra að Dalbraut 27 á ár- unum 1985-2004. Margrét var formaður Kvenfélags Árbæjarsóknar 1968-75, sat í stjórn hverfafélags sjálfstæðísmanna í Ár- bæjarhverfi í níu ár, sat í stjórn Hvatar í tólf ár, í stjórn Landssambands sjálf- stæðiskvenna í tíu ár og var formað- ur þess 1978-82, sat í stjórn Kvenfé- lagasambands Íslands í tíu ár, í stjórn Kvenréttindafélags Íslands í sex ár, í stjórn Húsmæðrafélags Reykjavíkur í átta ár, í stjórn Sjúkraliðafélags Ís- lands í fjögur ár og var formaður þess 1984-86 og var varaformaður í stjórn Samtaka heilbrigðisstétta 1983-85. Margrét var varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1974-86 og átti þá m.a. sæti í heilbrigðisráði, fé- lagsmálaráði, stjórn Borgarspítalans, stjórnarnefnd Vogs, leikvallanefnd og stjórn Dagvista. Hún var fyrst kvenna formaður þjóðhátíðarnefnd- ar Reykjavíkurborgar, átti sæti í sex- mannanefnd búvöruverðs, sat í stjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur í tólf ár og var stjórnarformaður þess 1987- 90, sat í Tryggingaráði, situr í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins og hefur gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir hin ýmsu félög og nefndir. Fjðlskylda Margrét giftist 1957 Atla Pálssyni frá Stóru-Völlum, f. 18.8. 1933. Foreldrar hans voru Páll Jónsson, f. 10.1. 1890, d. 29.10. 1943, bóndi frá Ægissíðu á Rangárvöllum, og k.h., Sigríðar Guð- jónsdóttur frá Stóru-Völlum í Lands- veit, f. 9.8. 1900, d. 26.2. 1988, hús- freyja. Synir Margrétar og Atla eru Einar, f. 5.6. 1958; Hallgrímur, f. 20.8. 1959; Guðjón, f. 1.8. 1964. Foreldrar Margrétar voru Einar Guðmundsson, f. 5.9. 1895, d. 1957, stórkaupmaður í Reykjavík, og k.h., Jóhanna K.S.A. Hallgrímsdóttir, f. 17.7. 1897, d. 1979, húsmóðir. Ætt Einar var sonur Guðmundar, b. á Hreimsstöðum í Hjaltastaðaþinghá Hallasonar, b. í Bessastaðagerði Jóns- sonar. Móðir Halla var Helga Magn- úsdóttir, b. á Arnheiðarstöðum Árna- sonar, ættföður Arnheiðarstaðaættar Þórðarsonar. Móðir Einars var Ragnhildur, amma Baldurs Guðlaugssonar ráðu- neytisstjóra, Guðmundar Karls Ás- björnssonar listmálara, Guðmundar Magnússonar, fyrrv. oddvita á Egils- stöðum, og Heimis Gíslasonar, kenn- ara á Höfn. Ragnhildur var dóttir Ól- afs, b. á Mjóanesi Magnússonar, og Guðbjargar Gunnlaugsdóttur, b. á Ánastöðum í Breiðdal Eiríkssonar. Móðir Gunnlaugs var Guðný Gunn- laugsdóttir, b. á Þorgrímsstöðum í Breiðdal Ögmundssonar, og Oddnýj- ar, systur Guðrúnar, langömmu Bó- elar, langömmu Geirs Hallgrímsson- ar forsætisráðherra. Oddný var dóttir Erlends, ættföður Ásunarstaðaættar Bjarnasonar. Jóhanna var dóttir Hallgríms, organista og söngkennara, bróð- ur Markúsar, langafa Markúsar Arn- ar Antonssonar sendiherra og Harðar Ágústssonar, listmálara og húsasér- fræðings. Annar bróðir Hallgríms var Guðlaugur, langafi Ástu B. Þorsteins- dóttur, fyrrv. alþm. og Víglundar Þor- steinssonar forstjóra. Hallgrímur var sonur Þorsteins, b. í Gröf í Hruna- mannahreppi, bróður Þórðar, afa Þor- steins Einarssonar, íþróttafulltrúa rík- isins. Þorsteinn var sonur Jóns, b. á Högnastöðum Jónssonar, og Guðrún- ar Jónsdóttur, b. á Galtafelli Björns- sonar, b. á Galtafelli Björnssonar, b. í Vorsabæ Högnasonar, lrm. á Laug- arvatni Björnssonar, bróður Sigriðar, móður Finns Jónssonar, biskups og ættföður Finsenættar. Móðir Jóns á Galtafelli var Bryngerður Knútsdóttir, systir Sigríðar, ömmu Tómasar Guð- mundssonar skálds, Hannesar þjóð- skjalavarðar og Þorsteins hagstofu- stjóra Þorsteinssona. Móðir Jóhönnu Hallgrímsdóttur var Margrét, systir Kristínar Símonar- son, móðir Haralds Árnasonar kaup- manns, Árna B. Björnssonar gullsmiðs og Björns, ræðismanns í London. Móðir Margrétar var Guðbjörg Sig- urðardóttir, ljósmóðir í Skagafirði. Guðrún fæddist í Reykjavík. Hún lauk handavinnukennaraprófi frá KÍ 1970, almennu kennaraprófi 1973 og stúdentsprófi 1974. Guðrún hefur kennt við Álfta- mýrarskóla, Skóla Ísaks Jónsson- ar, Grundaskóla á Akranesi og Sel- ásskóla. Samhliða kennslustörfum stundaði Guðrún nám í listasögu við Háskóla Íslands 1987-1990. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Jóns Sveinsson, f. 7.7.1950, hrl. og yfir- maður lögfræðimála Landsvirkjun- ar. Hann er sonur Sveins Jónssonar, verslunarmanns í Reykjavík og k.h., Kristínar Ingvarsdóttur, húsmóður. Börn Guðrúnar og Jóns eru Unn- ur Ýr. Jónsdóttir, f.19.2. 1970, MA í al- þjóðasamskiptum, gift Konrad Aðal- mundssyni flugmanni, og eiga þau tvo syni; Ingvar Ýmir Jónsson, f.21.9. 1975, þrívíddarhönnuður, kvæntur Steinunni Gunnarsdóttur fatahönn- uði og eiga þau tvær dætur; Kristín Ösp Jónsdóttir, f. 30.8. 1977, hdl. og lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg, gift Haraldi Hallsteinssyni jarðfræð- ingi og eiga þau tvö börn; Hildur Hlín Jónsdóttir, f. 4.10. 1983, margmiðl- unarhönnuður en maður hennar er Halldór Vilberg Ómarsson, aðstoð- arumsjónarmaður bifreiðaflota ALP- bifreiðaleigu. Systur Guðrúnar eru Erla Magn- úsdóttir, f.11.2. 1947, verslunarmað- ur; Þuríður Magnúsdóttir, f. 23.5. 1949, verslunarstjóri, tvíburasystir Guðrúnar. Foreldrar Guðrúnar eru Magn- ús E. Baldvinsson, úrsmíðameistari í Reykjavík, f. 12.12.1923 og eiginkona hans Unnur Benediktsdótttir, hús- móðir, f. 10.6.1924. Ætt Magnús er sonur Baldvins Sigurðar, stýrimanns Sigurðssonar, formanns í Bolungarvík Árnasonar. Móðir Bald- vins var Ingibjörg Kristín Rósinkars- dóttir. Móðir Magnúsar var Þuríður Magnúsdóttir, b. á Hrófá í Steingríms- firði Guðmundssonar, og Guðrúnar Ormsdóttur, b. í Miðdalsgröf Odds- sonar, b. í Sælingsdalstungu Guð- brandssonar, b. í Elliðaey Oddssonar. Móðir Odds var Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir. Móðir Orms í Miðdalsgröf var Þuríður Ormsdóttir, ættföður Orms- ættar Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar var Elín Jónsdóttir, pr. í Tröllatungu Björnssonar, pr. í Tröllatungu Hjálm- arssonar, ættföður Tröllatunguættar Þorsteinssonar. Unnur er dóttir Benedikts, hús- gagnasmiðameistara frá Litlu-Þverá í Fremri-Torfustaðahreppi Guð- mundssonar, og Guðrúnar Sigríð- ar Jónsdóttur, b. á Mið-Hvoli, bróður Kristínar, langömmu Braga bóksala og Jóhönnu rithöfundar Kristjóns- barna. Jón var sonur Þorsteins, b. á Norður-Hvoli Magnússonar. Móðir Þorsteins var Sigríður Þorsteinsdóttir, systir Bjarna amtmanns, föður Stein- gríms Thorsteinssonar skálds. Móðir Guðrúnar Sigríðar var Steinunn Guð- mundsdóttir. Í tilefni afmælisins tekur Guðrún á móti vinum sínum og vandamönn- um í Safnaðarheimili Neskirkju í dag, föstudaginn 22. maí, frá kl. 17.30. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 60 ára á laugardag Guðrún S. Magnúsdóttir kennari Torfhildur Torfadóttir húsmóðir á ísafirði Torfhildur fæddist í Asparvík á Ströndum en missti föður sinn kornung og ólst upp á Bólstað í Steingríms- firði. Hún var í vist og vinnumennsku víða á Vestfjörðum sem ung kona en flutti til Ísa- fjarðar á þriðja ára- tugnum þar sem hún giftist og var síðan húsmóðir þar. Torfhildur var saumadama á Klæðskeraverkstæði Einars og Kristjáns á Ísafirði um skeið. Hún var síðan í fiskvinnslu og vann við rækjuvinnslu í mörg ár. Fjölskylda Torfhildur giftist 1.10. 1930 Einari Jóni Jóelssyni, f. 4.7. 1902, d. 13.5. 1981, sjómanni og verkamanni á Ísafirði. Hann var sonur Jóns Jóels Einarssonar og Kristínar Jónu Ara- dóttur. Börn Torfhildar og Einars: Krist- ín Einarsdóttir, f. 26.1. 1933, hús- móðir í Njarðvíkum, gift Eiði Reyni Vilhelmssyni; Jónína Guðrún Einarsdóttir, f. 10.10. 1938, d. 21.12. 1939; Jónatan Björn Einarsson, f. 30.7. 1940, d. 18.11. 1991, vinnu- vélstjóri í Keflavík, var kvæntur Sólveigu Sig- urbjörgu Jónu Þórðar- dóttur; Sigurbjörn Sæv- ar Einarsson, f. 13.1. 1942, verkamaður á Ísafirði, var kvæntur Bjarneyju Grétu Sigurðardóttur en þau skildu; Torfi Einarsson, f. 7.12. 1949, útibússtjóri Sjóvá-Almennra á Vestfjörðum, var kvæntur Elísa- betu Jóhannsdóttur sem er látin en seinni kona hans er Guðrún Jóns- dóttir. Systkini Torfhildar urðu tíu tals- ins en þau eru öll látin. Foreldrar Torfhildar voru Torfi Björnsson, f. 5.7. 1854, d. 18.2. 1905, bóndi í Asparvík á Ströndum, og k.h., Anna Bjarnveig Bjarnadóttir, f. 19.6. 1863, d. 13.11. 1949, húsfreyja. Torfhildur er við góða heilsu en hún dvelur nú á Hlíf á Ísafirði. 105 ára á sunnudag Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.