Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Side 60
föstudagur 22. maí 200960 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Guðríður Guðbrandsdóttir húsmóðir í reykjavík Guðríður fæddist að Spágilsstöðum í Laxár- dal í Dölum og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún var húsfreyja í Búðardal 1933-53 en eft- ir það í Reykjavík. Á sínum yngri árum í Dölum tók Guðríður mikinn þátt í starfi Ung- mennafélagsins Ólafs pá, einkum leiklistar- starfi á vegum félagsins. Eftir að Guðríður fluttist til Reykjavíkur tók hún virkan þátt í starfsemi Breiðfirðingafélagsins. Hún er mikil hannyrðakona. Fjölskylda Guðríður giftist 4.9. 1932 Þorsteini Jóhannssyni, f. 19.5. 1907, d. 23.7. 1985, verslunarmanni. Foreldr- ar hans voru Jóhann B. Jensson, hreppstjóri í Haukadalshreppi í Dölum, og Halldóra Ólafsdóttir en þau voru búsett að Hlíðarenda. Dóttir Guðríðar og Þorsteins: Gyða Þorsteinsdóttir, f. 2.4. 1942, d. 28.7. 2000, húsfreyja í Kópavogi, var gift Guðmundi Á. Bjarnasyni. Fósturbörn Guðríðar og Þor- steins: Sigurður Markússon, f. 16.9. 1929, fyrrv. framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Ingu Árnadótt- ur; Halldóra Kristjánsdóttir, f. 26.5. 1931, húsfreyja í Kópavogi, ekkja eftir Hannes Alfonsson. Systkini Guðríðar: Sigrún Guð- brandsdóttir, f. 1900, d. 1968, hús- freyja að Neðri-Hundadal í Miðdöl- um; Guðmundur Guðbrandsson, f. 1901, d. 1932, til heimilis að Spá- gilsstöðum; Mark- ús Guðbrandsson, f. 1902, d. 1966, bóndi að Spágils- stöðum; Ása Guð- brandsdóttir, f. 1903, d. 1972, hús- freyja í Reykjavík; Hinrik Guðbrands- son, f. 1905, d. 1940, bóndi að Spágils- stöðum; Jón Guð- brandsson, f. 1907, d. 1931, til heim- ilis að Spágilsstöðum; Kristmundur Guðbrandsson, f. 1909, d. 1999, bóndi að Skógskoti í Miðdölum; Guðrún Guðbrandsdóttir, f. 1912, d. 2003, ljósmóðir í Dölum, var búsett að Spágilsstöðum en síðar í Búðar- dal og loks í Reykjavík; Sigurbjörn Guðbrandsson, f. 1913, d. 2000, vann lengi að búi foreldra sinna á Spágilsstöðum, síðar húsvörður í Reykjavík; Sigurður Guðbrandsson, f. 1915, d. 1932, búsettur á Spágils- stöðum. Uppeldissystur Guðríðar: Lára Marteinsdóttir, f. um 1918, hús- freyja í Noregi; Bára Þórðardóttir, f. 23.2. 1924, d. 12.1. 2001, húsfreyja í Reykjavík og á Suðurnesjum. Foreldrar Guðríðar: Guðbrand- ur Jónsson, f. 30.8. 1873, d. 9.9. 1944, bóndi að Spágilsstöðum, og k.h., Sigríður Margrét Sigurbjörnsdóttir, f. 7.2. 1876, d. 14.3. 1946, húsfreyja þar. Guðríður verður að heiman á af- mælisdaginn. 103 ára á laugardag 70 ára á föstudag Margrét S. Einarsdóttir fyrrv. forstöðukona Margrét fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk landsprófi 1955, námi frá Húsmæðraskólanum að Laugum í Reykjadal 1956 og lauk sjúkraliðaprófi frá Sjúkraliðaskóla Íslands 1981. Margrét stundaði heimilis- og verslunarstörf, var móttökuritari á læknastofunum að Laugavegi 42 og læknaritari á heilsugæslustöðinni í Árbæ, starfaði síðan á Landskotsspít- ala og var forstöðukona við Þjónustu- íbúðir aldraðra að Dalbraut 27 á ár- unum 1985-2004. Margrét var formaður Kvenfélags Árbæjarsóknar 1968-75, sat í stjórn hverfafélags sjálfstæðísmanna í Ár- bæjarhverfi í níu ár, sat í stjórn Hvatar í tólf ár, í stjórn Landssambands sjálf- stæðiskvenna í tíu ár og var formað- ur þess 1978-82, sat í stjórn Kvenfé- lagasambands Íslands í tíu ár, í stjórn Kvenréttindafélags Íslands í sex ár, í stjórn Húsmæðrafélags Reykjavíkur í átta ár, í stjórn Sjúkraliðafélags Ís- lands í fjögur ár og var formaður þess 1984-86 og var varaformaður í stjórn Samtaka heilbrigðisstétta 1983-85. Margrét var varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1974-86 og átti þá m.a. sæti í heilbrigðisráði, fé- lagsmálaráði, stjórn Borgarspítalans, stjórnarnefnd Vogs, leikvallanefnd og stjórn Dagvista. Hún var fyrst kvenna formaður þjóðhátíðarnefnd- ar Reykjavíkurborgar, átti sæti í sex- mannanefnd búvöruverðs, sat í stjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur í tólf ár og var stjórnarformaður þess 1987- 90, sat í Tryggingaráði, situr í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins og hefur gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir hin ýmsu félög og nefndir. Fjðlskylda Margrét giftist 1957 Atla Pálssyni frá Stóru-Völlum, f. 18.8. 1933. Foreldrar hans voru Páll Jónsson, f. 10.1. 1890, d. 29.10. 1943, bóndi frá Ægissíðu á Rangárvöllum, og k.h., Sigríðar Guð- jónsdóttur frá Stóru-Völlum í Lands- veit, f. 9.8. 1900, d. 26.2. 1988, hús- freyja. Synir Margrétar og Atla eru Einar, f. 5.6. 1958; Hallgrímur, f. 20.8. 1959; Guðjón, f. 1.8. 1964. Foreldrar Margrétar voru Einar Guðmundsson, f. 5.9. 1895, d. 1957, stórkaupmaður í Reykjavík, og k.h., Jóhanna K.S.A. Hallgrímsdóttir, f. 17.7. 1897, d. 1979, húsmóðir. Ætt Einar var sonur Guðmundar, b. á Hreimsstöðum í Hjaltastaðaþinghá Hallasonar, b. í Bessastaðagerði Jóns- sonar. Móðir Halla var Helga Magn- úsdóttir, b. á Arnheiðarstöðum Árna- sonar, ættföður Arnheiðarstaðaættar Þórðarsonar. Móðir Einars var Ragnhildur, amma Baldurs Guðlaugssonar ráðu- neytisstjóra, Guðmundar Karls Ás- björnssonar listmálara, Guðmundar Magnússonar, fyrrv. oddvita á Egils- stöðum, og Heimis Gíslasonar, kenn- ara á Höfn. Ragnhildur var dóttir Ól- afs, b. á Mjóanesi Magnússonar, og Guðbjargar Gunnlaugsdóttur, b. á Ánastöðum í Breiðdal Eiríkssonar. Móðir Gunnlaugs var Guðný Gunn- laugsdóttir, b. á Þorgrímsstöðum í Breiðdal Ögmundssonar, og Oddnýj- ar, systur Guðrúnar, langömmu Bó- elar, langömmu Geirs Hallgrímsson- ar forsætisráðherra. Oddný var dóttir Erlends, ættföður Ásunarstaðaættar Bjarnasonar. Jóhanna var dóttir Hallgríms, organista og söngkennara, bróð- ur Markúsar, langafa Markúsar Arn- ar Antonssonar sendiherra og Harðar Ágústssonar, listmálara og húsasér- fræðings. Annar bróðir Hallgríms var Guðlaugur, langafi Ástu B. Þorsteins- dóttur, fyrrv. alþm. og Víglundar Þor- steinssonar forstjóra. Hallgrímur var sonur Þorsteins, b. í Gröf í Hruna- mannahreppi, bróður Þórðar, afa Þor- steins Einarssonar, íþróttafulltrúa rík- isins. Þorsteinn var sonur Jóns, b. á Högnastöðum Jónssonar, og Guðrún- ar Jónsdóttur, b. á Galtafelli Björns- sonar, b. á Galtafelli Björnssonar, b. í Vorsabæ Högnasonar, lrm. á Laug- arvatni Björnssonar, bróður Sigriðar, móður Finns Jónssonar, biskups og ættföður Finsenættar. Móðir Jóns á Galtafelli var Bryngerður Knútsdóttir, systir Sigríðar, ömmu Tómasar Guð- mundssonar skálds, Hannesar þjóð- skjalavarðar og Þorsteins hagstofu- stjóra Þorsteinssona. Móðir Jóhönnu Hallgrímsdóttur var Margrét, systir Kristínar Símonar- son, móðir Haralds Árnasonar kaup- manns, Árna B. Björnssonar gullsmiðs og Björns, ræðismanns í London. Móðir Margrétar var Guðbjörg Sig- urðardóttir, ljósmóðir í Skagafirði. Guðrún fæddist í Reykjavík. Hún lauk handavinnukennaraprófi frá KÍ 1970, almennu kennaraprófi 1973 og stúdentsprófi 1974. Guðrún hefur kennt við Álfta- mýrarskóla, Skóla Ísaks Jónsson- ar, Grundaskóla á Akranesi og Sel- ásskóla. Samhliða kennslustörfum stundaði Guðrún nám í listasögu við Háskóla Íslands 1987-1990. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Jóns Sveinsson, f. 7.7.1950, hrl. og yfir- maður lögfræðimála Landsvirkjun- ar. Hann er sonur Sveins Jónssonar, verslunarmanns í Reykjavík og k.h., Kristínar Ingvarsdóttur, húsmóður. Börn Guðrúnar og Jóns eru Unn- ur Ýr. Jónsdóttir, f.19.2. 1970, MA í al- þjóðasamskiptum, gift Konrad Aðal- mundssyni flugmanni, og eiga þau tvo syni; Ingvar Ýmir Jónsson, f.21.9. 1975, þrívíddarhönnuður, kvæntur Steinunni Gunnarsdóttur fatahönn- uði og eiga þau tvær dætur; Kristín Ösp Jónsdóttir, f. 30.8. 1977, hdl. og lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg, gift Haraldi Hallsteinssyni jarðfræð- ingi og eiga þau tvö börn; Hildur Hlín Jónsdóttir, f. 4.10. 1983, margmiðl- unarhönnuður en maður hennar er Halldór Vilberg Ómarsson, aðstoð- arumsjónarmaður bifreiðaflota ALP- bifreiðaleigu. Systur Guðrúnar eru Erla Magn- úsdóttir, f.11.2. 1947, verslunarmað- ur; Þuríður Magnúsdóttir, f. 23.5. 1949, verslunarstjóri, tvíburasystir Guðrúnar. Foreldrar Guðrúnar eru Magn- ús E. Baldvinsson, úrsmíðameistari í Reykjavík, f. 12.12.1923 og eiginkona hans Unnur Benediktsdótttir, hús- móðir, f. 10.6.1924. Ætt Magnús er sonur Baldvins Sigurðar, stýrimanns Sigurðssonar, formanns í Bolungarvík Árnasonar. Móðir Bald- vins var Ingibjörg Kristín Rósinkars- dóttir. Móðir Magnúsar var Þuríður Magnúsdóttir, b. á Hrófá í Steingríms- firði Guðmundssonar, og Guðrúnar Ormsdóttur, b. í Miðdalsgröf Odds- sonar, b. í Sælingsdalstungu Guð- brandssonar, b. í Elliðaey Oddssonar. Móðir Odds var Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir. Móðir Orms í Miðdalsgröf var Þuríður Ormsdóttir, ættföður Orms- ættar Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar var Elín Jónsdóttir, pr. í Tröllatungu Björnssonar, pr. í Tröllatungu Hjálm- arssonar, ættföður Tröllatunguættar Þorsteinssonar. Unnur er dóttir Benedikts, hús- gagnasmiðameistara frá Litlu-Þverá í Fremri-Torfustaðahreppi Guð- mundssonar, og Guðrúnar Sigríð- ar Jónsdóttur, b. á Mið-Hvoli, bróður Kristínar, langömmu Braga bóksala og Jóhönnu rithöfundar Kristjóns- barna. Jón var sonur Þorsteins, b. á Norður-Hvoli Magnússonar. Móðir Þorsteins var Sigríður Þorsteinsdóttir, systir Bjarna amtmanns, föður Stein- gríms Thorsteinssonar skálds. Móðir Guðrúnar Sigríðar var Steinunn Guð- mundsdóttir. Í tilefni afmælisins tekur Guðrún á móti vinum sínum og vandamönn- um í Safnaðarheimili Neskirkju í dag, föstudaginn 22. maí, frá kl. 17.30. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 60 ára á laugardag Guðrún S. Magnúsdóttir kennari Torfhildur Torfadóttir húsmóðir á ísafirði Torfhildur fæddist í Asparvík á Ströndum en missti föður sinn kornung og ólst upp á Bólstað í Steingríms- firði. Hún var í vist og vinnumennsku víða á Vestfjörðum sem ung kona en flutti til Ísa- fjarðar á þriðja ára- tugnum þar sem hún giftist og var síðan húsmóðir þar. Torfhildur var saumadama á Klæðskeraverkstæði Einars og Kristjáns á Ísafirði um skeið. Hún var síðan í fiskvinnslu og vann við rækjuvinnslu í mörg ár. Fjölskylda Torfhildur giftist 1.10. 1930 Einari Jóni Jóelssyni, f. 4.7. 1902, d. 13.5. 1981, sjómanni og verkamanni á Ísafirði. Hann var sonur Jóns Jóels Einarssonar og Kristínar Jónu Ara- dóttur. Börn Torfhildar og Einars: Krist- ín Einarsdóttir, f. 26.1. 1933, hús- móðir í Njarðvíkum, gift Eiði Reyni Vilhelmssyni; Jónína Guðrún Einarsdóttir, f. 10.10. 1938, d. 21.12. 1939; Jónatan Björn Einarsson, f. 30.7. 1940, d. 18.11. 1991, vinnu- vélstjóri í Keflavík, var kvæntur Sólveigu Sig- urbjörgu Jónu Þórðar- dóttur; Sigurbjörn Sæv- ar Einarsson, f. 13.1. 1942, verkamaður á Ísafirði, var kvæntur Bjarneyju Grétu Sigurðardóttur en þau skildu; Torfi Einarsson, f. 7.12. 1949, útibússtjóri Sjóvá-Almennra á Vestfjörðum, var kvæntur Elísa- betu Jóhannsdóttur sem er látin en seinni kona hans er Guðrún Jóns- dóttir. Systkini Torfhildar urðu tíu tals- ins en þau eru öll látin. Foreldrar Torfhildar voru Torfi Björnsson, f. 5.7. 1854, d. 18.2. 1905, bóndi í Asparvík á Ströndum, og k.h., Anna Bjarnveig Bjarnadóttir, f. 19.6. 1863, d. 13.11. 1949, húsfreyja. Torfhildur er við góða heilsu en hún dvelur nú á Hlíf á Ísafirði. 105 ára á sunnudag Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.