Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 18
Föstudagur 22. maí 200918 Fréttir Samkvæmt nýrri skýrslu voru nauð- ganir og annað kynferðislegt ofbeldi landlæg á stofnunum sem reknar voru undir verndarvæng kaþólsku kirkjunnar á Írlandi, hvort sem um var að ræða svonefnda vinnuskóla eða stofnanir fyrir munaðarleysingja. Skýrslan er afrakstur níu ára rann- sókna og í henni kemur fram að þús- undir drengja og stúlkna upplifðu hrylling undir ægihrammi kaþólskra presta og nunna á Írlandi. Skýrslan byggist á framburði þús- unda fyrrverandi vistmanna og starfs- manna á yfir tvö hundruð og fimmtíu stofnunum sem starfræktar voru af kirkjunni. Yfir 30.000 börn sem höfðu verið brennimerkt smáþjófar, höfðu gerst sek um að skrópa í skóla eða komu frá vandræðaheimilum – en sá flokk- ur náði gjarna til einstæðra mæðra – enduðu innan vébanda stofnana á borð við vinnuskóla, endurhæfingar- heimili og munaðarleysingjahæli, þar sem strangur agi tíðkaðist. Þetta við- gekkst frá 1930 fram undir lok síðustu aldar, þegar síðustu stofnununum var lokað. Sólarhrings aðgengi Thomas Wall, munaðarleysingi frá Limerick, reifaði dvöl sína í endur- hæfingarskóla í Glin í Limerick-sýslu, sem rekinn var af Christian Brothers- reglunni, í viðtali við Shane Harrison, fréttaritara BBC á Írlandi. Þriggja ára að aldri var Wall sendur á stofnunina af glæpadómstóli. „Frá átta ára aldri sætti ég kyn- ferðislegu ofbeldi af hálfu reglubróð- ur í Glin... Ef þeim líkaði við einhvern var sá kominn í hættu, þú varðst skot- mark. Og það var ekki nokkur leið að forðast það... ég meina, þeir höfðu aðgang að þér tuttugu og fjóra tíma á sólarhring,“ sagði Thomas Wall. Tom Hayes lenti, tveggja ára að aldri, í sama skóla og Thomas Wall og hafði svipaða sögu að segja, en í hans tilfelli varð hann fórnarlamb eldri drengja í skólanum: „Það var algengt að vakna á næturnar við að einhver var að eiga við þig kynferðislega.“ Hayes sagði að hann hefði glatað öllu trausti til kaþólsku kirkjunnar, að hann væri kristinn en ekki kaþólskur. „Ég sagði skilið við mína kaþólsku trú við skólahliðið,“ sagði Hayes. Andrúmsloft ofbeldis Patrick Walsh var tveggja ára þegar bernsku hans lauk. Walsh var færður fyrir dómstól ásamt tveimur bræðr- um hans, þriggja og fjögurra ára, og sex ára systur. Glæpurinn var sá að móðir þeirra var í hamingjulausu hjónabandi og hafði yfirgefið eigi- mann sinn. „Hún var metin seki aðilinn af ríki og kirkju,“ sagði Walsh í viðtali við Times. „Pabbi minn afneitaði henni því hún vildi skilnað, sem var ólögleg- ur. Við vorum sett á sakamannabekk, ákærð og dæmd fyrir að „eiga foreldri sem sýndi af sér vanrækslu“,“ sagði Walsh. Minningar næstu fjórtán ára eru litaðar af líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, hungri, ótta og bjargarleysi í Artane-vinnuskólanum skammt frá Dyflinni, sem rekinn var af Christian Brothers-reglunni. „Þegar ég kom til Artane 1953 voru þar 450 drengir og þar var andrúms- loft ofbeldis. Heimilið var einnig not- að fyrir unga afbrotamenn, þannig að við urðum ekki aðeins bráð reglu- bræðranna heldur einnig dýrslegra gengja,“ sagði Patrick Walsh um dvöl sína. Hentugleikasamband kirkju og ríkis Patrick Walsh lýsti kerfinu sem hann lenti í klónum á sem hentugleika- sambandi kirkju og ríkis: „Írland var klerkaveldi. Kirkjan fékk fjármagn sem var lífæð trúarreglna og börnin voru nýtt til að fylla vasa þeirra [trúar- reglnanna] með peningum. Ég komst að því síðar að Artane fékk ávísun upp á, við skulum segja, 10.000 pund, mánaðarlega frá ríkisstjórninni. Art- ane sendi 8.000 pund til Rómar. Af því leiddi að við vorum vannærð og við unnum tólf klukkustundir á dag á ökrunum eða verkstæðunum... Við vorum barnaþrælar.“ Patrick Walsh vonar að skýrslan verði til þess að allur sannleikurinn komi í ljós og sagði að nú væri tæki- færi fyrir kirkjuna að biðjast afsökun- ar. „Biskupar, ríkisstjórnin og kardín- álarnir í Páfagarði hafa á endanum fengið vitneskju um hvað gerðist,“ sagði Walsh. Ummæli erkibiskups fordæmd Sjónarmið Vincents Nichols, nýskip- aðs erkibiskups í Westminster, sem hann viðraði fyrr í vikunni féllu í hrjóstrugan jarðveg hjá Patrick Walsh, sem starfar hjá Isoca, írskum samtök- um sem stofnuð voru til að aðstoða fórnarlömb barnaníðs. Nichols sagði að það krefðist „hug- rekkis“ af hálfu þeirra klerka, sem viðriðnir voru kynferðislega misnotk- un barna, að horfast í augu við gjörð- ir sínar. „Það krefst hugrekkis og við megum ekki gleyma að þessi skýrsla mun einnig skyggja á allt hið góða sem þeir gerðu,“ sagði Nichols. Patrick Walsh sagði að bull væri ekkert nýtt af nálinni og sagði að það sem erkibiskupinn þyrfti að gera væri að „skoða náið skapgerð og eðli þess fólks sem hann væri að tala um og spyrja sig hvort það væri fært um að láta gott af sér leiða“. Nichols reyndi á fimmtudag að mýkja ummæli sín og í viðtali við Guardian sagði talsmaður hans: „Nichols erkibiskum hefur fordæmt af- dráttarlaust alla misnotkun.“ Talsmað- ur Nichols sagði að hjarta erkibiskups væri hjá fórnarlömbum misnotkunar- innar og að draga ætti gerendur til ábyrgðar og, þar sem ástæða væri til, sæta lögreglurannsókn. Kristnir bræður og systur miskunnar Samkvæmt skýrslunni er í flestum tilfellum um að ræða drengjastofnanir á vegum Christian Brothers-reglunnar og stúlknastofnanir á vegum reglu Sisters of Mercy. Til þess er tekið að stúlkur sættu mun minna kynferðislegu ofbeldi, en í stað þess sættu þær annars konar ofbeldi og niðurlægingu sem var beitt til að eyða sjálfsvirðingu þeirra. „Í sumum skólum drógu reglu- legar barsmíðar dám af helgiathöfn... Stúlkur voru barðar með áhöldum sem hönnuð voru til að veita sem mestan sársauka og voru barðar á all- an líkamann,“ segir í skýrslunni. Ennfremur er komist að því að þeg- ar yfirstjórn kirkjunnar stóð frammi fyrir vísbendingum um kynferðis- legt ofbeldi var gripið til þess ráðs að færa gerandann um set, þar sem hon- um var í mörgum tilfellum kleift að halda áfram iðju sinni. „Öryggi barna almennt var ekki umhugsunarefni,“ segir í skýrslunni. Fimm binda opinber skýrsla um ýmiss konar ofbeldi innan veggja stofnana á vegum kaþólsku kirkjunnar á Írlandi er ný- komin út. Óhætt er að segja að niðurstöður níu ára rannsókna eigi lítið skylt við kristilegan kærleik. Fórnarlömb fara ófögrum orðum um kerfið sem rændi þau bernskunni. Ofbeldi Og niðurlæging Patrick Walsh var tveggja ára þegar bernsku hans lauk. Walsh var færður fyrir dómstól ásamt tveimur bræðrum hans, þriggja og fjögurra ára, og sex ára systur. Christian brOthers-reglan Christian Brothers-reglan er stofnun innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar og var stofnuð af Edmund rice. starfsvið reglunnar tengist aðallega boðun fagnaðar- erindisins og menntun æskunnar og gjarna innan samfélags fátækra og var fyrsti skóli reglunnar á írlandi stofnaður 1802. undanfarin ár hefur reglan sætt gagnrýni vegna ítrekaðra uppljóstrana um kynferðislega misnotkun barna á stofnunum hennar í Kanada, Ástralíu, Bretlandi og írlandi. í lok síðustu aldar baðst reglan afsökunar vegna þess á nokkrum stöðum í heiminum. Á seinni hluta síðustu aldar tengdust skólar reglunnar ásökunum um ofbeldi og líkamlegar refsingar. sisters Of MerCy-reglan sisters of mercy-reglan er regla kaþólskra kvenna og var stofnuð af Catherine mcauley í dyflinni á írlandi, árið 1831. Árið 2003 voru meðlimir reglunnar víðs vegar um heiminn um 10.000 að tölu og skiptust niður í sjálfstæðar reglur. upphaf reglunnar má rekja til þess þegar mcauley nýtti fé sem hún erfði til að byggja „Hús miskunnar“ í dyflinni þar sem sjá átti fátækum konum og börnum fyrir menntun og trúar- og félagslegri þjónustu. skuggi hefur fallið á regluna með opinberri skýrslu ríkisstjórnar írlands þar sem reglan er fordæmd fyrir að hafa látið líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi líðast innan veggja stofnunarinnar. Kolbeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Afrakstur níu ára rannsókna Óhætt er að segja að niðurstaðan sé áfellisdómur yfir stofnunum kaþólsku kirkjunnar á írlandi. Vincent nichols, nýskipaður erkibiskup í Westminster ummæli hans um „hugrekki“ gerenda voru fordæmd. Artane-vinnuskólinn á Írlandi Bernsku fjölda drengja lauk við komuna í skólann sem rekinn var í skjóli kaþólsku kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.