Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 68
föstudagur 22. maí 200968 Lífsstíll Þessi holli og góði réttur er úr grillblaði Gestgjafans: Grillað tofu með snöGGsteiktu Grænmeti umsjón: kolbrún pálína helgadóttir, kolbrun@dv.is sumarið er komið og sömuleiðis heill hafsjór af nýjum og girnilegum snyrtivörum. dV tók saman nokkrar einstak- lega spennandi vörur sem gaman væri að hafa í snytibuddunni í sumar. Byrjaðu daGinn vel morgunverður er mikilvægasta mál- tíð dagsins. sú vísa verður víst aldrei of oft kveðin. nú þegar úrval ávaxta fer vaxandi í verslunum er tilvalið að útbúa sér góðan safa eða orkumikinn hristing í byrjun dags. notaðu hugmyndaflugið og prófaðu þig áfram, það er nánast allt leyfilegt. einnig má nálg- ast mikið úrval uppskrifta á netinu. tvær appelsínur, tvær stórar gulrætur, sítróna og engiferbiti er til dæmis góð blanda í safavélina snemma dags. njótið vel! Body.is er vefsíða sem einkaþjálfararnir Björn Þór Sigurbjörnsson og Kristján Samúelsson reka. Mark- mið vefsíðunnar er að vera afþreyingar- og fræðslu- vefur fyrir almenning sem hugsar um bætta heilsu og vill fræðast. Body.is er eina vefsíða landsins sem inniheldur hjálpartæki eins og reiknivélar sem svara helstu spurningum um almennt líkamsástand og næringu. Björn og Kristján deila hér með okkur SMART-markmiðasetningunni sem þeir gera góð skil á vef sínum. Markmiðasetningin er eitthvað sem allir ættu að geta tileinkað sér. Vertu SMArt S. stendur fyrir skýr markmið. Það að vilja minni rass, stærri upphandleggi og minni maga eru ekki markmið, það eru óskir. gott er að notast við blað og penna og skrifa markmiðin skýrt niður, þegar talað er um skýr markmið er átt við að þú setjir niður dagsetningu sem þú ætlar að vera búin að ná markmiðunum fyrir. til dæmis, þann 1. ágúst ætla ég að vera búin að missa fjögur kíló og svo framvegis. Það er hægt að líkja þessu við bílferð. Þú sest ekki bara upp í bíl og keyrir eitthvert, þú stefnir alltaf á ákveðinn áfangastað. M. stendur fyrir mælanleg markmið. hér ættir þú að byrja á byrjuninni og mæla ummál á helstu líkamshlutum og ef til vill fitumæla þig. fram að 1. ágúst ættu að vera tvær til þrjá mælingar sem geta verið „skammtíma“ markmið þín til þess að þú sért meðvituð um að allt stefni í rétta átt. fram að settu tímamarki þínu skaltu halda dagbók yfir mælingarnar og hvenær þú ætlar að gera þær svo að þú lendir ekki í óvæntu kapphlaupi við tímann. A. stendur fyrir alvöru markmið. markmið þín þurfa að vera byggð á þekkingu, hæfileikum og aðgangi að tækjum til þess að geta náð settu markmiði. Það getur falið í sér að þú verðir að lesa þér vel til, til dæmis á netinu og í góðum bókum um árangur, hvatningu, mataræði og æfingar eða fengið þér aðstoð fagfólks. Það að ná markmiðum sínum kostar aga og vinnu, þú þarft að skapa með þér þinn eigin persónulega stíl til þess að ná því fram sem þú leitast eftir. R. stendur fyrir raunhæf markmið. hér er um að ræða það atriði sem flestir hafa flaskað á í gegnum tíðina. ekki byggja upp skýjaborgir, því þær eru því miður oft ávísun á gremju og svekkelsi yfir því að ná ekki settu marki. Þegar talað er um óraunhæf markmið er átt við að þú munt ekki ná af þér fjórum kílóum á viku og svo framvegis, við viljum síður en svo draga úr þér kjarkinn en þetta eru hlutir sem gerast ekki á einni nóttu. fáðu aðstoð og kynntu þér hvað virkilega er raunhæft. mikil- vægast er þó að hver og einn persónugeri markmiðin. T. stendur fyrir tímasetningu. Þegar þú hefur sett þér markmið fyrir ákveðinn tíma, ákveðið að vinna markvisst að því og ná því fram með skipulagðri vinnu og þegar þú hefur náð markmiðum þínum og allt gengur eins og það á að ganga er ekkert því til fyrirstöðu að láta kné fylgja kviði og setja sér önnur og jafnvel háleitari markmið í framhaldinu. eftir að þú hefur notað þessar reglur munu þær hjálpa þér við allt sem þú tekur þér fyrir hendur, hvort sem það er að koma þér í betra form, safna fyrir utanlandsreisu eða komast í gegnum nýtt og krefjandi nám. S A M r t GAnGi þér Vel! Áður en tofu er grillað er gott að pressa vökvann úr því jafnvel þótt það sé stífari gerðin (firm). Það gerir það að verkum að áferðin verður stíf- ari og meira í líkingu við ljóst kjöt og auðveldara verður að grilla það. UppSkRifT fyRiR 4 kryddlögur: 1 dl eplasafi 1 msk. edik 2 msk. tamarind- eða soja-sósa 1 msk. sérrí 1 msk. púður- eða hrásykur 1 msk. rifin engiferrót 1 chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað blandið öllu saman, setjið í pott og sjóðið í 3-4 mínútur. 1 pakki tofu (u.þ.b. 500 g) 2-3 msk. olía 1 rauðlaukur, skorinn í báta 1 gul paprika, skorin í strimla 1 rauð paprika, skorin í strimla 100 g sveppir, skornir í sneiðar 50 g baunaspírur salt og pipar handfylli saxaður, ferskur kóríander setjið tofu á djúpan disk, leggið plast yfir og setjið farg, t.d. mjólkurpott, ofan á. geymið í kæli í 1 klst. skerið tofu í sneiðar, leggið á disk og þekið með kryddleginum. látið standa í 15-30 mín. hellið kryddleginum af tofu-inu í skál og geymið. penslið tofu-ið með 2 msk. af olíu og grillið í 2 mín. báðum megin eða steikið á pönnu. Það er upplagt að nota wok-grillpönnu til að steikja grænmetið ef þið eigið hana, að öðrum kosti er wok- panna best. setjið 1 msk. olíu á pönnuna og steikið grænmetið, fyrst lauk og svo í þeirri röð sem upp er talið og grillið þar til það fer að mýkjast. raðið grilluðu tofu-inu ofan á, hellið kryddleginum yfir og bragðbætið með salti og pipar. sáldrið kóríander yfir og berið fram strax. Umsjón og stílisti: sigríður björk bragadóttir Mynd: rakel ósk sigurðardóttir skemmti- leGar nýjunGar Byltingarkenndur maskari með turbolash frá estée lauder á algjör augnhárabylting sér stað. hann er fyrsti titrandi maskarinn í heiminum sem gerir allt sem þú vilt fyrir augnhárin. hámarks þekja, lengd, aðskilnaður, dýpt og sveigja, allt í sama maskaranum. makarinn sér sjálfur um vinnuna. Unaðslegur ilmur Chloé er nýr unaðslegur ilmur í fallegu glasi. ilmurinn er hugsað- ur fyrir sjálfsöruggar og fallegar konur, konur sem þora. hann er ferskur og kvenlegur og hentar konum á öllum aldri. Léttur farði í sumar bobbi brown hefur hannað einstaklega léttan og hentugan farða fyrir sumarið sem ber heitið skin foundation. farðinn er einstaklega náttúrulegur áferðar og inniheldur spf15 sólarvörn sem kemur sér vel í sólinni í sumar. hentar öllum húðtegundum. Björn og kristján einkaþjálfarar og menn- irnir á bak við body.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.