Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 51
Föstudagur 22. maí 2009 51Helgarblað Þ egar maður er orðinn vanur því að hlaupa um víð- an völl er svolítið erfitt að fara inn í einhverja girð- ingu,“ segir Lýður Árnason læknir, kvikmyndagerð- ar- og tónlistarmaður. Lýður hefur undanfarin 10 ár starfað sem lækn- ir á Vestfjörðum. Hann ákvað nýlega að hætta störfum sökum breytinga í heilbrigðiskerfinu en fáheyrt er að læknar hætti í starfi og söðli algjör- lega um. Enda mikil vinna og mennt- un sem liggur að baki starfinu. Lýður, sem hefur gert kvikmyndir eins og Í faðmi hafsins, Jólamessan, Ísmaðurinn og Skuggabörn, er með ýmis verkefni í gangi en að öðru leyti er óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér. Þó að Lýður sé fæddur og upp- alinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hann lengst af starfað úti á landi og lent í ýmsu skrautlegu svo ekki sé meira sagt. Vanur frelsinu Lýður er búsettur í Bolungarvík ásamt fjölskyldu sinni þar sem kona hans, Íris Sveinsdóttir, er starfandi læknir. Lýður hefur starfað sem eins konar flökkulæknir og sinnt Flateyri og Þingeyri ásamt því að starfa á Ísa- firði. „Gömlu landsbyggðarsamning- arnir eru flestir að detta út og svo er ákveðin tiltekt í gangi í heilbrigðis- kerfinu,“ segir Lýður um ástæðu þess að hann hefur ákveðið að hætta sem læknir á Flateyri og Þingeyri. „Mínum samningi var sagt upp og mér boðinn annar með breyttum formerkjum. Ég hafði bara ekki áhuga á honum. Þetta hefur lítið með laun að gera, meira með starfsfyrirkomulag. Þegar mað- ur er vanur að vinna sjálfstætt er erfitt að breyta því. Það er viss hagræðing í gangi í heil- brigðiskerfinu öllu og það sem verið er að gera hérna er að færa allt und- ir einn hatt sem er á Ísafirði. Þetta er skiljanleg þróun enda búið að vinna mikið í samgöngumálum hér á svæð- inu og enn eru menn að. Síðasta víg- ið er Bolungarvík og um ár þangað til að göng þangað verða komin í gagn- ið. Það segir sig sjálft að það er ekki hægt að hafa lækna á öllum þessum stöðum endalaust.“ Niðurskurðurinn rétt að byrja Mikil niðurskurðaráform hafa verið í heilbrigðiskerfinu um allt land og víða verið háværar óánægjuraddir vegna þess. Fólki finnst sparnaður- inn oft bitna á þeim sem þurfa mest á þjónustunni að halda eða minnst mega sín. Lýður segir niðurskurð- inn rétt byrjaðan. „Það verður skorið miklu meira niður, það er óumflýjan- legt. En maður sættir sig illa við nið- urskurð í heilbrigðis- og menntakerfi þegar menn ætla svo að halda áfram með hluti eins og tónlistarhús og há- tæknisjúkrahús sem hvorutveggja er gjörsamlega óþarft að mínu mati. Við erum ekkert að deyja úr músikskorti eða hátæknisjúkdómum. Við erum mestmegnis að glíma við almenn heilbrigðisvandamál. Þetta er grund- vallarspurning um forgangsröðun.“ Hvað önnur niðurskurðaráform varðar segir Lýður: „Opinber stjórnsýsla er orðin alltof þykk. Það þarf að skera hana við trog. Það er alltof mikið af fólki í störfum sem eru óþörf.“ Lýður vill til dæmis sjá niðurskurð í utanríkisþjónust- unni. „Ég myndi líka vilja sjá Varnar- málastofnun aflagða. Það fara fleiri hundruð milljónir á ári í það. Einn stærsti hluti opinberra útgjalda er launakostnaður og þar mætti verða almenn samþjöppun, að harmonikan yrði dregin aðeins saman,“ og bendir Lýður jafnframt á að betra sé að fleiri haldi vinnunni með jafnari laun en að missa fólk út í atvinnuleysi. Engin vélmenni í stað lækna Þó að það verði auðvitað tekjumiss- ir við að hætta sem læknir segist Lýður lítið spá í það. „Konan starfar sem læknir hérna í Bolungarvík og ég hleyp kannski undir bagga með henni,“ en Lýður segist enga end- anlega ákvörðun hafa tekið um það hvort hann muni stunda læknisfræð- ina frekar í framtíðinni. „Ég er nú bú- inn að vinna við þetta í 15 ár og það er allt í lagi að taka sér smá umþótt- unartíma. Sjá hvað er í boði. Einnig er nokkuð um starfstilboð fyrir lækna í útlöndum. Sérstaklega á Norðurlönd- unum og það er aldrei að vita hvort maður skoði það eitthvað.“ Lýður seg- ir læknisstarfið gott að því leyti að eft- irspurnin er næg. „Það koma engin vélmenni í stað lækna, svo mikið er víst.“ Nokkur óvissa ríkir um framtíðar- búsetu fjölskyldunnar. „Við verðum alla vega hérna fyrir vestan komandi vetur en eftir það er allt óráðið, hugs- anlega Hafnarfjörður eða útlönd, kemur í ljós.“ Lýður segir frábært að búa á Vest- fjörðum með fjölskyldu og hann gæti varla hugsað sér betri stað. „Það er geggjað að vera hérna bæði með börn og hunda,“ en Lýður á fjögur börn, þar af þrjú með Írisi, og að auki hundinn Mola. „Börnin eru frá 1 árs og upp í 15 ára.“ Myndbandsmeðferðin Á 15 ára ferli sínum sem læknir hefur Lýður lent í ýmsu undarlegu og öðru jafnvel ævintýralegu. Hann hefur mestan part starfstímans starfað úti á landi og segir sér líka það betur en að starfa í borginni. Hann segir það líka part af sjarmanum að starfa á stað eins og Vestfjörðum, þar fyrirfinn- ist enn kynlegir kvistir. Enda neyðist hann líka stundum til þess að beita óhefðbundnum en skilvirkum lækn- ingaraðferðum. Lýður gengst til dæmis við því að hafa læknað mann af áfengissýki með myndbandsupptöku. „Fólk sem títt er drukkið lendir oft í algleymi. Drekkur svo mikið að það gleymir stað og stund. Heldur að auki að það sé bráðskemmtilegt.“ Til þess að fyr- irbyggja þann misskilning tók Lýður einu sinni upp myndband af skjól- stæðingi þar sem hann hafði fengið sér of mikið neðan í því. „Viðkomandi sá þá svart á hvítu hvernig ástandið var í raun og veru.“ Þessi skjólstæð- ingur Lýðs stakk tappanum umsvifa- laust í flöskuna og hefur ekki drukk- ið áfengan dropa síðan. „Þetta er ódýr en skjótvirk aðferð.“ Tungulausi bóndinn Önnur ótrúleg uppákoma sem Lýður minnist var þegar afdælingur leitaði til hans með heldur óvanalegt vanda- mál. „Til mín kom skjólstæðingur og bað mig um að lappa upp á sig.“ Af- dælingurinn hafði keyrt langa leið til þess að leita læknishjálpar og var illskiljanlegur þegar á heilsugæsluna var komið. Það kom hins vegar í ljós hvað amaði að þegar hann dró tung- una upp úr buxnavasanum. „Skondn- ast við þetta tilvik var að þegar ég tjáði honum að of seint væri í rassinn grip- ið tók hann því með mikilli rósemd, stakk tungunni aftur í vasann og ók til síns heima. Ég komst því aldrei svo langt að greina vandann.“ Risapungur í heitum bala Lýður segir að fólk úti á landi og í dreifbýlinu sé oft harðgerðara og tregara til að leita sér hjálpar bjáti eitthvað á. „Eins og hér fyrir vestan, fólk metur lífið meira af gæðum en magni. Sem dæmi, einu sinni fékk ég til mín Einseyring sem átti í vand- ræðum með að míga og dvaldi lang- dvölum í heitum bala til þess að geta losað um. Orsök teppunnar var firna- stór pungur.“ Lýður útskýrði fyrir manninum að hægt væri að lækna þetta vandamál með einfaldri aðgerð á sjúkrahúsi. Einseyringurinn var tregur til þess að fara en lét eftir miklar fortölur til leiðast. „Mér urðu hins vegar á þau grundvallarmistök að kveða upp úr með að hafa aldrei nokkurn tíma séð svo risavaxinn pung, líkast til þann stærsta á Íslandi. Karlinn var fljótur að notfæra sér þetta og sagði að fyrst svo væri vildi hann halda gripnum og það varð úr. Það er oft mjög erfitt að flytja þessi gömlu björg úr stað. Það er þessi gamli hugsunarháttur sem er nú óðum að hverfa þó enn eimi eftir af honum hérna fyrir vestan. En þetta kryddar mjög upp á starfið og í sam- antektinni finnst mér persónulega mest gaman að eiga við varginn.“ Eddan hvarf Eins og áður kom fram hefur Lýður lagt þó nokkra stund á kvikmynda- gerð meðfram læknisstarfinu. „Ég og Jóakim Reynisson höfum verið í þessu í gegnum tíðina,“ en þeir eiga saman kvikmyndafélagið Í einni sæng. Þeir félagar gerðu meðal ann- ars myndina Í faðmi hafsins árið 2001 en hún skartaði Hinriki Ólafssyni og Margréti Vilhjálmsdóttur í aðalhlut- verkum. Lýður Árnason hefur ákveðið að hætta sem læknir á Flateyri og Þingeyri í kjölfar skipulagsbreytinga í heilbrigðiskerfinu. Hann segist of vanur að starfa sjálf- stætt til að taka þátt í miðstýringunni. Það er fáheyrt að læknar hætti í starfi á besta aldri og söðli algjörlega um en Lýður er einnig kvikmyndagerðar- og tónlist- armaður. Hann hefur í ýmsu lent á ferli sínum sem læknir og segir alltaf erfiðast þegar börn verða veik. Undarlegustu atvikin voru þó þegar hann sá stærsta pung landsins, læknaði áfengissýki með myndbandsupptöku og fékk til sín tungulausan bónda. „Meira fjör að eiga við varginn“ „Maður er svo vanur að vinna sjálf- stætt að það er erfitt að breyta því.“ LýðuR ÁRNasoN Er hálfgerður kraftaverkalæknir en hann læknaði mann af alkóhólisma með mynd- bandsupptöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.