Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 40
Leiðsögumennirnir, Páll Ás-geir Ágeirsson og eiginkona hans, Rósa Sigrún Jónsdóttir, eru um þessar mundir í sex daga ferð um Ísland með 20 háskóla- stúdenta frá Alabama í Bandaríkjun- um sem dvalið hafa hér á landi frá því í síðustu viku. Markmið ferðar- innar með útlendingana er að kynna þá fyrir íslenskri náttúru og ýmsum þjóðlegustu siðum Íslendinga. Páll Ásgeir og föruneyti héldu af stað í gærmorgun frá Sólheimum í Grímsnesi en háskólastúdentarnir hafa dvalið þar frá því í síðustu viku en þar að finna eitt elsta sjálfbæra þorp í heimi. Bandaríkjamennirnir eru staddir hér á landi á vegum alþjóðlegra sam- taka sem heita Center for Ecological Living and Learning, eða miðstöð fyrir vistvæna lifnaðarhætti og lær- dóm. Páll Ásgeir segir að Bandaríkja- mennirnir hafi mikinn áhuga á öllu því sem er vistænt og að þess vegna dvelji þeir á Sólheimum. Hann segir að hópurinn sé sá þriðji frá Cell-sam- tökunum sem kemur hingað til lands á liðnum árum og markmiðið með veru hans hér sé bæði nám og vinna. Jarðfræði og torfhleðsla Fyrsti áningarstaður hópsins er Þórs- mörk og Fimmvörðuháls þar sem hóp- urinn mun dvelja í þrjá daga og kynna sér íslenska jarðfræði, sérstakalega hvernig jöklar hafa mótað landslag Ís- lands, að sögn Páls Ásgeirs. En menn hafa verið að berjast við landeyðingu á svæðinu með skóggræðslu frá því svæðið var friðað 1927. „Þarna eru menn markvisst að berjast við land- eyðinguna með skógrækt,“ segir Páll. Í kjölfarið mun hópurinn halda að bænum Austari-Meðalholtum í Flóa, rétt fyrir utan Selfoss, þar sem Hannes Lárusson myndlistarmaður býður upp á námskeið í torfhleðslu en þar er að finna torfbæ sem Hannes hefur end- urreist að hluta og gert upp. Hannes vinnur nú að því að setja á laggirnar miðstöð á bænum sem á að varðveita íslenska torfbæjararfinn í máli og myndum með sýningum og með því að kenna fólki þá verktækni sem notuð var til að reisa íslenska torf- bæinn frá því land byggðist og fram á tuttugustu öld. Hætt er við því að þessi þekking glatist með því fólki sem lærði hana á sínum yngri árum. „Hannes er að varðveita íslenska torfbæjararfinn og það er helvíti merkilegt starf. Ef Jó- hanna Guðrún á skilið að fá eina fálka- orðu á Hannes skilið að fá að minnsta kosti tvær fyrir það björgunarstarf sem hann er að vinna,“ segir Páll Ásgeir. Páll Ásgeir segir að á námskeiðinu muni háskólanemarnir kynnast því af eigin raun hversu mikið puð það sé að hlaða torfveggi. „Þetta er ekkert „fun and games“, maður minn. Við erum að tala um að stinga hnausa upp úr mýrinni og rogast með þá heim að bæ. Þetta er ekki þrifalegt starf,“ segir Páll Ásgeir en boðið hef- ur verið upp á torfhleðslunámskeið- ið á bænum síðastliðin ár. Stefnt er að því að torfbæjarmiðstöðin verði svo opnuð fullkláruð fyrir almenn- ingi næsta sumar. Vakað yfir sauðburðinum Hópurinn mun einnig fara austur í Egilsstaðakot, sem er sauðfjárbú á bökkum Þjórsár. Þar munu Banda- Miðvikudagur 22. maí 200940 ferðir innanlands VIKINGAHEIMAR REYKJANESBÆ SÖGULEG SKEMMTUN! VÍKINGASKIPIÐ ÍSLENDINGUR OG SMITHSONIAN SÝNINGIN VIKINGS Í VÍKINGAHEIMUM Í REYKJANESBÆ - OPIÐ ALLA DAGA MILLI 11:00 & 18:00 - SÍMI 422 2000 - WWW.VIKINGAHEIMAR.COM Leiðsögumennirn- ir Páll Ásgeir Ás- geirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir eru á ferð um land- ið með 20 manna hóp af bandarísk- um háskólastúd- entum. Markmið ferðarinnar er að kynna stúdentana fyrir íslenskri náttúru og ýmsum þjóðlegustu siðum Íslendinga, meðal annars torfhleðslu í Flóanum og sauðburði. Páll Ásgeir segir að Íslendingar ættu að gera meira af því að stíla inn á slíka ferðamennsku ferðamÖnnum sýnt inn í þjóðarkvikuna Leiðsögumennirnir Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir eru á ferð og flugi um landið þessa dagana með 20 bandaríska háskólastúdenta frá Alabama sem áhuga hafa á vistvænum lifnaðarháttum og íslenskri náttúru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.