Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 44
Föstudagur 22. maí 200944 Ferðir innanlands EkkErt sElst af nýjum hjólhýsum VELKOMIN Á BREIÐDALSVÍK -Gisting og veitingar í fallegu umhverfi -Íslensk sveitasæla eins og hún gerist best Hlökkum til að sjá ykkur Sólvellir 14 - www.hotelblafell.is info@hotelblafell.is - S. 475-6770 ©Mats Wibe Lund - mats.is Hátíð um allt land 21. maí – 4. júní aIm alþjóðleg tónlistarhátíð á akureyri. 29. maí – 1. júní skjaldborg Kvikmyndahátíð íslenskra heimildar- mynda á Patreksfirði. 12. – 14. júní Isnord tónlistarhátíð í Borgarfirði. 26. – 28. júní bíldudals grænar árleg stærðarinnar fjölskylduhátíð. 1. – 5. júlí Þjóðlagahátíð Haldin á Siglufirði í níunda sinn. 3. – 5. júlí hátíð í ólafsvík Fjölskylduvæn hátíð í Ólafsvík. 13. – 19. júlí lunga Fjölbreytt listahátíð á Seyðisfirði. 20. – 26. júlí sænskIr dagar Haldnir á Húsavík, einnig kallaðir mærudagar. 22. – 27. júlí rEykholtshátíð Sígild tónlistarhátíð sem Samhljómur stendur fyrir. 24. – 26. júlí bræðslan tónlistarhátíð á Borgarfirði eystri. 14. – 18. ágúst svEItasæla landbúnaðarsýning á Sauðárkróki. 14. – 23. ágúst ormstEItI 10 daga veisla á Fljótsdalshéraði. 21. – 23. ágúst danskIr dagar Fjölskylduhátíð í Stykkishólmi, haldin í 16. sinn. Það er nóg um að vera hérlendis í sumar og er fjöldann allan af uppákomum og bæjarhátíðum að finna víðs vegar um landið. allt frá dýrafjarðardögum til Bræðslunnar á Borgarfirði eystra. Það er ekki bara verslunarmannahelgin sem býður upp á líf og fjör. dV tók saman dagskrá yfir nokkra skemmtilega viðburði í sumar. Á meðan góðærið varði var enginn maður með mönnum nema hann fjárfesti í einhvers konar híbýli á hjólum sem hægt væri að draga á eftir sér út í ómótstæðilega náttúru landsins. Sala á hjólhýsum var lygileg, jafnvel gripum sem kostuðu vel á tíundu milljón króna. En nú er Snorrabúð stekkur og einungis hreyfing í „notuðu deildinni“ á mörgum hjólhýsasölunum. Kreppan hefur þau áhrif að það selst ekkert af nýjum vögnum. Miðað við geng-ið í dag hefur verðið á þeim hækkað um helming og því er þetta orðið alltof dýrt og enginn kaupir þá. Það sem er að bjarga okkur og öðrum umboðum er að við eigum vagna frá því í vetur sem eru þá á gamla geng- inu,“ segir Björgvin Barðdal, fram- kvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis, um áhrif efnahagsástandsins á sölu hjólhýsa, fellihýsa og tjaldvagna hér á landi. Á meðan góðærið varði var eng- inn maður með mönnum nema hann fjárfesti í einhvers konar híbýli á hjól- um sem hægt var að draga á eftir sér út í ómótstæðilega náttúru landsins. Björgvin spáir því að salan í ár verði svona 35 til 40 prósent af því sem hún var í fyrra. „En það er samt mik- ið að gera í notuðum „húsum“, hvort sem við lítum til tjaldvagna, fellihýsa eða hjólhýsa. Þau stoppa mjög stutt hjá okkur,“ segir hann en það var ekki nærri því jafn mikið að gera í notuðu deildinni fyrir hrun fjármálakerfisins síðastliðið haust. „Fólk er meira farið að kaupa vagna á verðbilinu fimm hundruð þúsund upp í tvær milljónir á meðan það fór mun hærra áður. Og ég held að fólk sé svolítið að hætta við að fara til útlanda og eyða frekar þeirri millj- ón sem hefði farið í það í vagn,“ segir Björgvin. Um helmings samdráttur er í sölu dýrari vagnanna, sem eru flest- ir á verðbilinu þrjár til sex milljónir, giskar Björgvin á. „En þetta er náttúr- lega að byrja þannig að maður er ekki alveg kominn með púlsinn á þetta.“ fólk mInnkar EkkI vIð sIg Hjólhýsi eru veglegasta útgáfan í „hjóla-aftaníossadeildinni“. Salan á tjaldvögnum og fellihýsum hefur verið sú sama síðustu tíu til fimmtán ár að sögn Björgvins en nánast eng- in sala var á hjólhýsunum þar til fyrir um fimm árum. Þá breyttist það jafn snarlega og veðrið á Íslandi á klass- ískum veðrasýnishornadegi. „Þá varð áberandi innspýting í hjólhýsunum,“ segir Björgvin. „Fyr- ir fimm árum seldust kannski 2 til 10 stykki á ári. Síðustu ár hefur sal- an hins vegar verið allt upp í fimm hundruð stykki ári. Þetta var bara ekkert inn hér áður fyrr en jókst svo svona gríðarlega. Núna eru hjólhýsin aftur á móti alltof dýr.“ Eru einhver dæmi um að fólk sé að minnka við sig í hjólhýsadeild- inni; reyni að selja stórt ferlíki sem það var búið að kaupa til að fá sér eitthvað minna og ódýrara? „Nei, ekki svo ég viti til. Fólk sem á annað borð er byrjað að ferðast í hjólhýsum bætir frekar við sig. Þetta er orðinn lífsstíll hjá því fólki. Það er kannski að ferðast 30 til 60 daga á sumri,“ segir Björgvin. Og eins og kunnugt er búa sumir alfarið í hjól- hýsum, til að mynda í Bláskógabyggð við Laugarvatn. sElur frEkar bíl númEr tvö Björgvin kannast heldur ekki við að fólk komi á hjólhýsasölur og segist hreinlega verða að selja hjólhýsið sitt til að eiga í sig og á. „Ekkert þannig. Það er náttúrlega fólk sem hefur lent illa í því með erlent lán á vagninum, og eitthvað um það að bankarnir hafi tekið þá yfir, en samt ótrúlega lít- ið. Fólk virðist miklu fremur hanga í þessu en bílnum sínum og losa sig til dæmis frekar við bíl númer tvö.“ Björgvin kveðst aðspurður ekki eiga von á að kreppan hafi þau áhrif að einhverjir landsmenn ákveði að selja fasteignina sína og taka alfarið upp búsetu í hjólhýsum eða annars konar vögnum, einfaldlega til þess að hafa meira fjármagn á milli hand- anna. Í fyrrasumar voru spildur fyrir hundrað og sextíu hjólhýsi í notkun í Bláskógabyggð. Ekki náðist í for- svarsmenn íbúanna þar til að fá upp- lýsingar um hvort fjöldinn hefði auk- ist síðan þá. kristjanh@dv.is Björgvin Barðdal „Fólk er meira farið að kaupa vagna á verðbilinu fimm hundruð þúsund upp í tvær milljónir á meðan það fór mun hærra áður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.