Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 4
Föstudagur 22. maí 20094 Fréttir Sandkorn n Þorsteinn Gunnarsson, fyrr- verandi íþróttafréttamaður og núverandi formaður knatt- spyrnudeildar Grindavíkur, virð- ist vera afskaplega illa upplýstur um hvað er að gerast hjá Grinda- víkurliðinu. Þegar DV fékk veður af því snemma á miðviku- dag að Milan Stefán Jank- ovic væri að víkja til hlið- ar sem þjálf- ari hafði DV samband við Þor- stein sem sagði ekkert slíkt vera að gerast. Nokkrum klukkutím- um síðar var Lúkas Kostic kynnt- ur til sögunnar sem nýr þjálfari Grindavíkurliðsins og sagði í við- tali við Fótbolti.net að fyrst hefði verið rætt við hann kvöldið áður. Því hlýtur að vakna sú spurning hvort stjórnin sé klofin og aðrir stjórnarmenn hafi leynt Þorstein hvað væri að gerast eða þá að... n Rekstur Lýðvarpsins virðist ekki hafa gengið alveg sem skyldi. Allavega eru nokkrir fyrrverandi starfsmenn ósáttir við að hafa ekki fengið greidd laun og gekk meðal annarra framkvæmda- stjóri stöðvarinnar út af þeim sökum. Sumir þeirra sem telja sig svikna voru bæði í aug- lýsingasölu og söfnun meðmæla fyrir Lýð- ræðishreyf- inguna. Aðalhvatamaðurinn að stofnun stöðvarinnar kannast þó ekkert við neina óánægju og segist ekkert koma að rekstrinum núna. Sá er Ástþór Magnússon sem fór í sólina á Spáni og hefur verið í símasambandi við stöðina í þættinum frettavakt.is í hádeg- inu á virkum dögum. n Fjárlaganefnd Alþingis auglýsir núna eftir erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum sem ætla að sækja um styrk til nefnd- arinnar fyrir næsta ár. Áhugasam- ir geta sent inn erindi til 15. júní. Þó er hætt við því að heldur færri fái nú en áður vegna yfirvofandi niðurskurðar. Það má því búast við að Guðbjartur Hannesson, formaður nefndar- innar, og aðrir nefndarmenn eigi eftir að sitja sveittir yfir því ekki aðeins að fara yfir niðurskurð- artillögur ráðuneyta heldur líka við að neita styrkbeiðnum sem aldrei fyrr. Stjórnendur Skipta hf., þeirra á meðal Brynjólfur Bjarnason forstjóri félagsins, hafa tapað nær öllum eignum sínum í Exista hf. Brynjólfur á sjálfur Lamba ehf. Skuldir einkahlutafélagsins gætu hæglega verið ná- lægt einum milljarði króna eftir bankahrunið á sama tíma og eignir þess eru að engu orðnar. Meginhlutverk Lamba ehf. er sauðfjár- og geitarækt og kaup og sala á fasteignum og verðbréfum. „Lítill tími gefist í búskap,“ segir Brynjólfur. Skuldug geitarækt forStjóranS á arnarneSi Lambi, einkahlutafélag í eigu Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Skipta, skuldaði 700 milljón- ir króna í árslok 2007. Skuldirnar gætu hæglega verið um eða yfir milljarður króna hafi þær verið í erlendum gjaldmiðlum. Á sama tíma eru eignir félagsins í Exista hf. orðnar nánast verðlausar. Lambi ehf. er skráð á heimili Brynjólfs og eiginkonu hans Þor- bjargar K. Jónsdóttur í Mávanesi í Garðabæ. Yfirlýstur tilgangur Lamba er sauðfjár- og geitarækt og kaup og sala fasteigna og verð- bréfa. „Því miður hefur lítill tími gefist í búskap en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ seg- ir Brynjólfur í svörum sínum við spurningum DV. Brynjólfur segir að Lambi ehf. hafi átt 1,6 prósenta hlut í Skiptum. „Samkvæmt tilkynningu til Kaup- hallarinnar 31. mars 2008 gekk fé- lagið að yfirtökutilboði Exista og fékk fyrir hlutabréf í Exista.“ Hrun eignanna Samkvæmt ársreikningi félagsins skuldaði það rétt um 700 milljón- ir eins og áður segir. Á sama tíma voru eignir þess um 561 milljón króna. Hafi skuldirnar verið í er- lendri mynt að hluta eða öllu leyti má ætla að þær nemi að minnsta kosti einum milljarði króna nú. Félagið tapaði árið 2007 tæp- um 87 milljónum króna og voru skuldir umfram eignir þá um 132 milljónir króna. Í skýrslu með ársreikningi Lamba ehf. fyrir þetta sama ár kemur fram að félagið hafði átt hluti í Símanum hf. Þeim var skipt út fyrir hlutabréf í Skiptum hf., móðurfélagi Símans. Nafnverð þeirra þá var um 120 milljónir króna. Skömmu eftir að Skipti hf. voru sett á markað í mars í fyrra gerði Exista yfirtökutilboð í allt hluta- fé Skipta á genginu 6,64. Gengið í Exista var þá skráð 10,1. Flest- ir hluthafar í Skiptum gengu að tilboðinu og eignuðust þannig hluti í Exista. Samkvæmt skýrslu Brynjólfs sjálfs voru öll hlutabréf Lamba í Skiptum hf. notuð til þess að kaupa hluti í Exista hf. á þess- um tíma. Nafnverð hlutanna í Exista nam liðlega 78 milljónum króna. Á þeim tíma var markaðs- verð um tífalt meira, eða 780 millj- ónir króna. DV hefur ekki upplýs- ingar um á hvaða gengi Brynjólfur keypti bréfin í Exista. Ljóst má vera að eign Brynjólfs Bjarnasonar og annarra sem að tilboðinu gengu er því sem næst að engu orðin. Eins og fram hef- ur komið stendur Exista mjög illa. Fyrir skemmstu gerðu Bakkavar- arbræður; Lýður og Ágúst Guð- mundssynir, yfirtökutilboð í Exista og buðust til að greiða hluthöfum tvo aura á hlut. Samkvæmt því er eign Brynjólfs og Þorbjargar í Ex- ista nánast að engu orðin. Þræðir ehf. Þræðir ehf. er félag í 47 prósenta eigu Skipta og lykilstjórnenda fé- lagsins; Kristínar Guðmunds- dóttur fjármálastjóra (10), Páls Ásgrímssonar lögfræðings og framkvæmdastjóra hjá Skiptum (7) og Sævars Freys Þráinsson- ar, forstjóra Símans hf. (7). Stjórn Þráða skipa Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri félagsins, og bræðurnir Lýður og Ágúst Guð- mundssynir, aðaleigendur Exista. Samkvæmt ársreikningi Þráða námu skuldir félagsins í árslok 2007 um 128 milljónum króna og félagið tapaði um 15 milljónum króna það ár. Heildareignir þess voru metnar á 337 milljónir króna og eignir umfram skuldir liðlega 200 milljónir. Þræðir eignuð- ust hlut í Símanum hf. árið 2006. Skipti lánaði Þráðum 150 milljónir króna til kaupa á hlutum í félaginu sjálfu árið 2007. Jafnframt eignað- ist Skipti hluti í Þráðum. Brynjólfur segir að eignarhald á Lamba ehf. og Þráðum ehf. sé í stórum dráttum eins og það var. „Fjárhagsleg staða þessara félaga er augljóslega erfið en engar kröf- ur hafa verið afskrifaðar vegna þeirra,“ segir Brynjólfur í svari við spurningum DV. Hann kveðst ekki ræða persónuleg fjármál sín í fjölmiðlum þegar hann er spurð- ur um persónulegar ábyrgðir á skuldum Lamba ehf. Rífleg mánaðarlaun Athygli vekur að í svokallaðri starfskjaranefnd Skipta hf. áttu sæti Lýður Guðmundsson, Rann- veig Rist og Panikos Katsouris á þessum tíma. Samvæmt leiðbein- andi reglum Kauphallarinnar er ráð fyrir því gert að nefndin sé að meirihluta skipuð óháðum aðil- um. Á meðfylgjandi töflu má sjá greiðslur til stjórnenda í samræmi við ákvarðanir starfskjaranefnd- ar Skipta hf. Samkvæmt þeim má ætla að tekjur Brynjólfs hjá fé- laginu hafi verið 4,5 til 5 milljón- ir króna á mánuði árið 2007 og hugsanlega lengi eftir það. Lífeyr- isgreiðslur eru þar meðtaldar. Brynjólfur Bjarnason var ráð- inn forstjóri Landssíma Íslands 2002 þegar fyrirtækið var einka- vætt. Hann hafði þá verið for- stjóri útgerðarfélagsins Granda hf. Brynjólfur var forstjóri hjá Al- menna bókafélaginu 1976-1983. Hann tengist svonefndum Eim- reiðarhópi, en flestir meðlima hópsins hafa verið valdamenn innan Sjálfstæðisflokksins síðasta aldarfjórðung. Nefna má Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Friðrik Sophusson, Baldur Guðlaugsson og Hannes Hólmstein Gissurar- son sem allir tilheyrðu umrædd- um valdahópi. Ljóst má vera að eign Brynjólfs Bjarnasonar og annarra sem að tilboðinu gengu er því sem næst að engu orðin. JóHann Hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Laun stjórnar og æðstu stjórnenda starFskjaraneFnd skipta hF. ákvarðar starFskjör æðstu stjórnenda. Framkvæmdastjórn skipta hf Laun milljónir Hlunnindi Bónus Lífeyrir Hlutir í eigin nafni Hlutir í inn- herjafélögum Brynjólfur Bjarnason Frk.stj. 40,8 1,7 5.0 11 47.740 119.115.229 kristín guðmundsdóttir 21,5 1,4 1,5 0,45 4.288.148 sævar Freyr Þráinsson 19,8 1,6 1,6 114.351 2.855.907 páll ásgrímsson 114.351 2.855.907 stjórn skipta hf Lýður guðmundsson 5,6 rannveig rist 2,8 sigurgeir Brynjar kristgeirsson 2,8 panikos katsouris 2,8 erlendur hjaltason 2,8 Athygli vekur að fulltrúar starfskjaranefdnar Skipta hf. eru jafnframt í stjórn félagsins. Forstjórinn hrunið kemur við pyngju Brynjólfs því hann á Lamba ehf. einn og hlut í Þráðum ehf. þar sem hann situr í stjórn ásamt Bakkavararbræðrum. aðsetur Lamba ehf. einkahlutafélag Brynjólfs Bjarnasonar er skráð til heimilis í mávanesi í garðabæ. Yfirlýstur tilgangur félagsins er sauðfjár- og geitarækt og viðskipti með fasteignir og verðbréf. Dagsflutnigar 897 8866 Dagur bílstjóri dagur@dagsflutningar.com www.dagsflutningar.com Þjónusta einstaklinga og fyrirtæki Hvar sem er hvenær sem er 2 tonna lyfta Rafmagnstjakkur Heilopnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.