Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 14
Föstudagur 22. maí 200914 Fréttir að mannlegur og getur verið ósköp ljúfur og lagt lykkju á leið sína til að aðstoða fólk,“ segir heimildarmað- urinn og bætir því við að bæjarstjór- inn sé „álíka góður við vini sína og hann getur verið vondur við óvini sína“. Annar heimildarmaður DV tekur undir þetta og segir að undir hrjúfu yfirborði Gunnars leynist viðkvæm sál. „Gunnar Birgisson er ekki vond manneskja en hann getur ver- ið ósanngjarn gagnvart þeim sem gagnrýna hann. Við sjáum þetta í umræðunni um Frjálsa miðlun að hann er fljótur að ráðast á andstæð- inga sína og væna þá um skítapól- itík á sama tíma og hann fagnar því að verið sé að skoða viðskipti bæj- arins við félagið. Þetta er ansi mót- sagnakennt en Gunnar er afar hvat- vís maður,“ segir viðmælandinn og bætir því við að Gunnar hafi til dæmis farið algerlega fram úr sér í viðskiptum bæjarsins við Frjálsa miðlun. Flosi segir að helsti kostur Gunn- ars sé að það sé alltaf hægt að treysta því sem hann lofar; að allir samn- ingar sem hann hafi gert við hann í gegnum tíðina hafi staðið. Samkvæmt heimildarmönnum DV mun eiginkona Gunnars, Vigdís Karlsdóttir, einnig vera mikil önd- vegiskona og segir einn þeirra að manni sem eigi svo góða konu sé ekki alls varnað en þau hjónin eiga saman tvær dætur, þær Auðbjörgu Agnesi og áðurnefnda Brynhildi. Ryðst og treðst Einn heimildarmaður DV segir að Gunnar ryðjist og troðist til að ná markmiðum sínum. „Hann er dríf- andi keppnismaður sem vill klára hlutina mjög fljótt. Mér finnst hann stundum fara fram úr sér. Sum- ir stjórnmálamenn hugsa bara og pæla og gera ekki neitt en Gunnar er alls ekki þannig því hann lætur verkin tala. Þess vegna er eftirspurn eftir mönnum eins og Gunnari því hann er svo duglegur en sennilega er best að það fari meira saman að menn hugsi um hlutina og hrindi þeim í framkvæmd.“ Flosi segir að Gunnar sé mikill dugnaðarmaður sem komi miklu í verk, sem sést meðal annars á hinni miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Kópavogi á síðustu árum, en að hann sé jafnframt ótrúlega óvæginn og ósvífinn í málflutningi. „Miðað við hvað hann er ósvífinn oft á tíðum er einkennilegt hvað hann er viðkvæmur fyrir gagnrýn- um umræðum um sjálfan sig. Hann er ekki eins og margir stjórnmála- menn sem eru stóryrtir sem taka vel við því á móti. Hann myndi aldrei sitja undir því sem hann segir um aðra,“ segir Flosi. Biðlað til auðmanna Dugnaður og vilji Gunnars til fram- kvæmda sést meðal annars á því að í miðju íslenska góðærinu ákvað Kópavogsbær að reisa óperuhús í bænum með peningum frá fjár- sterkum einkaaðilum og var það Gunnari mikið keppikefli að húsið yrði reist. Jón Helgi Guðmundsson í BYKO mun hafa verið sá auðmaður sem ætlaði að veita hæsta styrkinn í byggingu hússins og sat hann einnig í nefnd sem sett var á laggirnar um bygginguna. Eftir að bygging hússins komst á dagskrá mun Gunnar Birgisson hafa leitað til margra einstaklinga og beðið þá um að leggja verkefn- inu lið. Í einhverjum tilfellum hafði hann þann háttinn á, samkvæmt traustum heimildum DV, að funda með auðugu fólki sem vildi flytja í Kópavoginn þar sem ýjað var að því að það gæti orðið því til góða að styrkja byggingu óperuhússins; meðal annars að það gæti hjálp- að því að fá betri lóð undir íbúðar- hús sitt í bænum fyrir vikið. Þessi beiðni bæjarstjórans var ekki lögð fram berum orðum heldur var lát- ið í þetta skína óbeint. Öllum sem sátu þessa fundi með bæjarstjóran- um mun hins vegar hafa verið ljóst hvert Gunnar var að fara. Engar heimildir eru hins vegar um hversu margir þessir fundir voru né hverj- ar undirtektirnar voru en einhverj- um mun þó hafa blöskrað framferði bæjarstjórans kappsama. Samkvæmt heimildum DV er einnig talið að rannsaka þurfi greiðslur frá einkafyrirtækjum til stjórnmálaflokka í Kópavogi, með- al annars frá verktakafyrirtækjun- um BYGG, Ris og JB. verktökum. Talið er að þessi fyrirtæki hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn um mjög háar fjárhæðir á liðnum árum en á sama tíma hafa þau verið mjög umsvifa- mikil í verktakaframkvæmdum í bænum og fengið mikið af góðum lóðum úthlutað. Pólitísk risaeðla Einn heimildarmaður DV segir að stjórnunarhættir eins og Gunnars eigi ekki upp á pallborðið á Nýja Íslandi og því sé þjóðin miklu við- kvæmari nú fyrir slíkum málum sem lykta af spillingu en fyrir nokkr- um árum. Þó segir hann að hann sé ekki viss um að Gunnar eigi á hættu að þurfa að hætta sem bæjarstjóri vegna viðskipta bæjarins við Frjálsa miðlun. „Ef þetta væri stjórnmála- maður í ríki á meginlandi Evrópu væri hann í mikilli hættu á að þurfa að yfirgefa stólinn. En miðað við ís- lenskar hefðir er hann ekki í neinni hættu því það er afar sjaldgæft að menn segi af sér hér á landi,“ seg- ir heimildarmaðurinn. Hann bætir því við að Gunnar sé grófur „karl- apólitíkus“ sem vaði áfram og að hann passi illa inn í þá umræðu um lýðræði, gegnsæi og samræður í stjórnmálum sem nú ríði röftum í samfélaginu. „Hann er dálítið eins og risaeðla í pólitíkinni í dag. Bara eins og hann er á velli.“ Flosi tekur undir þetta sjónarmið að hluta þegar hann segir að Gunn- ar sé fulltrúi gamalla gilda í stjórn- sýslu. „Hann er ekkert ofboðslega mikið gefinn fyrir reglu og formfestu í rekstri. Hann stjórnar ofboðslega miðlægt: allt fer í gegnum hann,“ segir Flosi. Hann segir að þetta hafi bæði sína kosti og galla því með þessu móti hafi hann góða yfirsýn og veiti fjármálum og starfsmönn- um bæjarins mikið aðhald með því að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. „Honum finnst að hann einn eigi að ráða öllu og hann ber litla virð- ingu fyrir skoðunum annarra. Hann beitir meirihlutaræðinu mjög stíft. Það er mjög merkilegt að heyra bæj- arstjóra allra Kópavogsbúa segja það oftsinnis á bæjarstjórnarfundum að honum sé alveg sama hvað minni- hlutinn segir. Hann segir: „Mér er alveg sama hvað þau segja; þetta eru bara kommúnistar.“ Hann hefur oft kallað mig kommúnista í gegn- um tíðina,“ segir Flosi sem setið hef- ur í bæjarstjórninni síðan 1998. Talið að umfjöllunin leiði ekki til stjórnarslita Heimildarmönnum DV ber sam- an um að þrátt fyrir umræðuna um spillinguna í kringum Gunnar Birg- isson sé afar ólíklegt að Framsókn- arflokkurinn slíti samstarfinu í bæj- arstjórn við Sjálfstæðisflokkinn en flokkarnir hafa verið saman í stjórn í bænum síðastliðin nítján ár. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi framsókn- armanna, hefur einnig gefið það út að meirihlutasamstarfið sé ekki ótraust og að meirihlutinn hafi gert góða hluti í bænum. Þó mun flokk- urinn bíða með að taka ákvarðanir um framhaldið þar til niður- staða liggur fyrir úr út- tekt endurskoðend- anna. Í samtali við DV segir Samúel Örn Er- lingsson varabæjar- fulltrúi að flokkurinn gefi ekkert út um málið fyrr en niður- staða úttektarinnar liggur fyrir. Heimilda- menn blaðsins segja að hvað sem komi út úr úttekt- inni sé afar ólíklegt að Ómar verði hvatamaður að því að slíta sam- starfinu. Þar er meðal annars talið að hann hafi ekki nægilegt pólitískt þor né dug til að fara gegn Gunnari á slíkan hátt. Allt brjálað í Sjálfstæðisflokknum Af samtölum DV við frammámenn í Sjálfstæðisflokknum í Kópa- vogi er mikil undrun og óánægja með málið inn- an flokksins því þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun hefðu verið svona mikil á síðustu árum. Sjálfstæð- ismenn virðast vera hneykslaðir á framferði Gunn- ars og taka marg- ir flokksmenn djúpt í árinni þegar þeir ræða um málið, án þess að þeir vilji láta hafa það eftir sér undir nafni opinberlega. Heimildarmönnum DV ber flest- um saman um að miklu líklegra sé að pólitískur þrýstingur á Gunnar innan úr Sjálfstæðisflokknum muni leiða til stjórnarslita eða að Gunn- ari verði hreinlega ýtt út úr flokkn- um vegna hneykslisins í kringum Frjálsa miðlun og myndi það þá byggjast á ótta við að vera Gunn- ars í honum sverti flokkinn og gæti komið sér illa í kom- andi bæjarstjórnar- kosningum á næsta ári. En fyrir síð- ustu bæjarstjórn- arkosningarnar þurfti flokkurinn að glíma við um- deilda fylgju Gunnars og varð það flokknum ekki til framdráttar. Einn sjálfstæðismaður- inn orðar það sem svo að „róðurinn sé heldur að þyngjast“ og á hann þar við að staða Gunnars versni nú á milli daga. Heimildarmönnum DV ber því saman um að Gunnar ætti að hafa miklu meiri áhyggjur af sínum eigin flokki á næstunni en af samstarfsflokknum í stjórninni auk þess sem Gunnar hefur alltaf ver- ið umdeildur í flokknum og hefur meðal annars aldrei hlotið meira en 50 prósent atkvæða í prófkjöri. Sjálfstæðismenn segja að inn í viðhorf flokksmanna spili að fólk líti allt öðruvísi á slík spillingarmál í íslenskum stjórnmálum en gert var fyrir efnahagshrunið í haust; það sem menn hefðu kannski komist upp með fyrir tveimur árum komast þeir ekki upp með í dag; fólk sé orð- ið þreytt á vafasömum stjórnunar- háttum og spillingu og vilji að byrj- að verði með hreint borð. Þrátt fyrir kurrinn munu sjálf- stæðismenn í Kópavogi, líkt og framsóknarmennirnir, hins veg- ar ætla að bíða eftir niðurstöðunni úr úttekt endurskoðenda bæjarins á viðskiptunum við Frjálsa miðlun áður en ákvarðanir verða teknar um framhaldið og er málið sagt vera í biðstöðu. Samflokksmenn Gunn- ars leggja hins vegar mikla áherslu á að rannsókn málsins verði hraðað. Hins vegar er það að verða ljóst að Gunnari Birgissyni er vart sætt sem bæjarstjóri í Kópavogi eftir að þetta hneykslismál kom upp, hvern- ig svo sem fráhvarf hans verður útfært. Kóngurinn í Kópavogi riðar nú til falls þrátt fyrir að opinberar yfirlýsingar sjálf- stæðismanna í Kópavogi segi annað um þessar mundir. Greiðslur til Frjálsrar miðlunar ÁR UPPhæð 2003 6.636.422 2004 4.979.510 2005 8.094.225 2006 6.668.755 2007 6.044.625 2008 6.990.725 AllS 39.414.262 lætur rannsaka viðskipti lÍN við félagið Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra greindi frá því í vikunni að hún hefði beðið stjórnarformann LíN að láta gera úttekt á viðskiptum sjóðsins við Frjálsa miðlun. menn hafa velt því fyrir af hverju gunnar, sem er með doktorspróf í jarðvegsverkfræði og kallar sjálfan sig „doktor í drullu“ í gríni, hafi verið formaður lánasjóðsins í næstum 20 ár. Biðlað til auðmanna tengsl gunnars við fjársterka aðila eins og Jón Helga guðmundsson, aðaleiganda BYKO, og burðug verktakafyrirtæki eins og BYgg og ris hafa löngum verið í umræðunni. Jón Helgi mun meðal annars hafa lofað hæsta fjárstyrknum vegna byggingar óperuhúss í bænum sem nú er dottin upp fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.