Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 21
Föstudagur 22. maí 2009 21Umræða Hver er maðurinn? „Hann er Felix Bergsson. rúmlega fertugur fjölskyldufaðir í Vesturbænum. Og Kr- ingur.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er uppalinn fyrstu ár ævinnar á Blönduósi eða til átta ára aldurs. síðan þá hef ég búið í Vesturbænum.“ Hvað drífur þig áfram? „Leitin að hamingjunni og viljinn til að hafa lífið skemmtilegra.“ Uppáhaldsmaturinn þinn? „sushi. Þegar maður er í skapinu fyrir sushi er það það besta sem ég fæ.“ Uppáhaldshúsverkið þitt? „Elda fyrir fjölskylduna.“ Hvað gerir Felix Bergsson á heitum sumardegi? „reynir að njóta þess að vera heima með fjölskyldunni og aðeins að sinna garðverkum og öðru slíku. Við erum svo heppin að eiga fallegan garð þannig að við höfum það mjög gott bara heima við.“ Hvernig kom sú hugmynd upp að halda tónleika heima hjá þér? „Listahátíð auglýsti eftir listamönnum sem vildu halda stofutónleika og ég bauð mig fram.“ Verður ekkert óþægilegt að vera með ókunnugt fólk á vappinu í stofunni? „Nei, ég held ekki. Þetta er mjög skemmtileg hugmynd og ég hlakka bara til. mér finnst mjög gaman að taka á móti gestum og eins hef ég mjög gaman af fólki. Þetta er bara spennandi.“ Við hverju má fólk búast í nýja Popppunkti? „skemmtilegheitum par excellance. Við erum að taka upp þættina núna og það er alveg rosalega gaman. Það má búast við skemmtileg- um spurningum úr smiðju doktorsins og glæsilegri umgjörð af hálfu sjónvarpsins. svo skemmtilegasta fókinu sem eru rokkstjörnur því þær taka sig svo passlega alvarlega.“ Verður bryddað upp á einhverjum nýjungum? „Nei, við erum ekkert mikið fyrir nýjungar. Þó dr. gunni sé pönkari er hann smá bankamaður í sér þannig að hann er lítið í því að breyta hlutunum og ég er algjörlega með honum í því. Við erum mjög sáttir við þetta eins og það er. Við komumst reyndar aðeins í feitt í myndasafni sjónvarpsins og fólk mun strax taka eftir því.“ Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? „Ég er að fara að flytja til Noregs.“ ReBekka JóHannesdóttiR 15 ára NEmi „Ég ætla að leita mér að vinnu, reyna að græða smá pening og svo bara skemmta mér.“ OddUR JónssOn 16 ára atViNNuLaus „Ég ætla til útlanda. danmerkur og kannski ástralíu.“ andRea Rán JónsdóttiR 15 ára NEmi „Við erum nú ekki búin að finna neinn tíma fyrir sumarfrí. En það stendur til að fara allavega upp í sumarbústað í viku.“ GUðlaUGUR ÞóR ÞóRðaRsOn 41 árs aLÞiNgismaður Dómstóll götunnar Felix BeRGssOn heldur á sunnudaginn stofutónleika heima hjá sér fyrir gesti og gangandi og hlakkar mikið til. Hann stendur í upptökum á Popppunkti með rokkstjörnum sem taka sig passlega alvarlega. SuShi beSt þegar Skapið er rétt „Ég er í barneignarleyfi og ætla að klára það. Einbeita mér að uppeldinu.“ linda VilHJálmsdóttiR 37 ára OFurmamma maður Dagsins Á meðan allir tala um Draumalandið gleymist Draumaborgin. Íslendingar eru næstbesta þjóð í heimi. Við erum næstbest í hand- bolta, á eftir Frökkum. Við erum næstbest í Eurovision, á eftir Norð- mönnum. Kaupthing var næst- stærsta fyrirtækjahrun sögunnar, á eftir Enron. Á meðan héldu Norð- menn tvöfalda þjóðhátíð 17. maí, þar sem Fairytale var sungið oftar en þjóðsöngurinn „Ja, vi elsker“. Það er gott að geta glaðst yfir ein- hverju. Mikið hefur breyst varðandi hugarfar fólks eftir hrun, og mað- ur verður þess víða var. Gott ef af- greiðslufólk ber ekki höfuðið aðeins hærra en áður. Að vera í vinnu yfir- höfuð er nokkuð til að vera stoltur af, og engin skömm að því að vera blankur eða að vinna hjá ríkinu. Í góðærinu rak maður sig á að fólk sem var í „venjulegum vinnum“ skamm- aðist sín fyrir að vera ekki komið með eigin einkaþotu. Það er almennt eins og virðing fólks fyrir hvert öðru hafi aukist. Maður tekur eftir því að bílar stoppa jafnvel fyrir manni ef maður gengur yfir götu. Jeppi í stæði ætlað fötluðum er ekki lengur jafnalgeng sjón. engin skömm að missa vinnu Sumir fyllast skömm yfir því að hafa misst vinnuna, þótt það sé út af að- stæðum sem það fékk engu ráðið um. Það er sterkt í okkur að líta í eig- in barm og reyna að telja okkur trú um að við sjálf hljótum að hafa gert eitthvað af okkur þegar illa fer. En að mörgu leyti erum við þó alltaf á valdi afla sem í raun ráða miklu meira um líf okkar heldur en við sjálf. Í góðærinu var það al- mennt viðtekin skoðun að stjórnmál skiptu litlu máli, að þau kæmu okkur lítið við. Nú eru þau rædd í heitum pottum og á kaffihúsum um land allt, enda vitum við að það skiptir máli fyrir okkar eigið líf hvernig land- inu er stjórnað. Hugsanlega ber fólk einn- ig meiri virðingu fyrir skoðunum hvert annars. Allt sem okkur var tal- ið trú um að væri satt og rétt reyndist rangt. Engin veit raunverulega neitt fyrir víst, og því er fólk reiðubúnara til þess að hlusta á skoðanir hvert annars. Maður vonar það að minnsta kosti. ekkert virkar lengur... En kreppan er einnig farin að segja til sín að öðru leyti. Ef maður ferðast um Rússland sér maður víða hrörn- andi skemmtigarða og leikvelli sem voru byggðir á 8. áratugnum, áður en efnahagshnignun Sovétríkjanna fór raunverulega að segja til sín. Þó að glæsihallir hafi síðan ris- ið í miðborg Moskvu og Pét- ursborgar er enn langt í land með að eðlileg endurnýjun hafi átt sér stað. Það eru ótal lítil atriði sem virka ekki. Maður verður strax var við slík- ar breytingar hér. Sjálfsalar sem virka ekki, tóm- ir sápuhólkar á klósettum, bíó- myndir skakk- ar á tjöldum. Góðæris-Ís- land var land þar sem allt tók stöðug- um breytingum. Á núverandi gengi er líklegt að endurnýjunin verði hægari. Til að gera illt verra hafa tæki og tól, tölvur og símar undan- farið ekki verið hönnuð með meiri endingartíma en 2-3 ár. Því er hætta á að við munum sjá hlutina úreldast hratt á næstu árum, jafnvel hraðar en í Rússlandi. Hinar nýju nýlenduverslanir Það er fleira sem að getur farið að minna á Rússland. Eitt er það að til verði búðir sem heimamenn eiga lít- ið erindi í. Á þessu gengi er hætta á að margar af þeim búðum sem áður seldu lúxusvörur eða jafnvel raftæki fari að verða nokkurs konar nýlendu- verslanir auðugra ferðamanna. Það eru einnig önnur áhrif sem hugsanlegt er að við förum að finna fyrir. Í Rússlandi eru til skemmtistað- ir þar sem innlendar konur borga sig inn til þess að kynnast erlendum körlum, sem fá frían aðgang. Maður er strax farinn að heyra sögur af kon- um sem fara á fyrrverandi góðæris- staði til þess að „skoða útlendinga“. Einnig hefur það borist mér til eyrna að einstaka erlendir karlmenn kvarti undan því að íslenskar konur nánast ráðist á þá með giftingu í huga. Líklega er hér um alger undan- tekningartilvik að ræða. En það er ljóst að margt mun breytast í gjald- þrota landi. Nokkur undarleg áhrif kreppunnar kjallari ValUR GUnnaRssOn rithöfundur skrifar „Að vera í vinnu yfirhöfuð er nokkuð til að vera stoltur af, og engin skömm að því að vera blankur.“ svona er íslanD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.