Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 8
Föstudagur 22. maí 20098 Fréttir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein kvennanna sem sakaði séra Ólaf Skúlason biskup um kynferðislega áreitni árið 1996, hyggst taka mál sitt gegn kirkjunni upp aftur. Stefanía Þorgrímsdóttir kom fram á sama tíma og Sigrún og sakaði þáverandi biskup um kynferðislega áreitni. Karl Sigurbjörnsson biskup bað fórnarlömb kynbundins ofbeldis fyrirgefningar í opnunarræðu prestastefnu fyrir stuttu. Stefanía segir fyrirgefningu af sinni hálfu ekki í boði þar sem kirkjan hafi svikið hana „hressilega“. KIRKJAN Í SKOTLÍNU „Ég hef ekki ætlað mér að fyrirgefa neitt prívat og persónulega. Það er ekki í boði af minni hálfu,“ segir Stefanía Þorgrímsdóttir, ein kvenn- anna sem sökuðu þáverandi biskup séra Ólaf Skúlason um kynferðislega áreitni árið 1996, um fyrirgefningar- beiðni Karls Sigurbjörnssonar bisk- ups í setningarræðu sinni á presta- stefnu í lok apríl. Í ræðunni bað Karl „þær konur og börn, sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkj- unnar fyrirgefningar á þeirri þján- ingu og sársauka sem þau hafa lið- ið“ og bætti við að Kirkjuþing hefði sett starfsreglur um meðferð kyn- ferðisafbrotamála innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum DV hyggst Sigrún Pálína Ingvarsdóttir taka mál sitt gegn kirkjunni upp aft- ur. Sigrún Pálína var fyrsta konan til að stíga fram og saka séra Ólaf um nauðgunartilraun. DV hafði sam- band við Biskupsstofu sem gat ekki veitt neinar upplýsingar um mál- ið áður en blaðið fór í prentun. DV mun birta svör Biskupsstofu þegar þau berast. Mjög gróf áreitni Stefanía sagði sögu sína nafnlaust í DV í mars árið 1996 ásamt Sigrúnu Pálínu og annarri konu sem einnig sakaði þáverandi biskup um kyn- ferðislega áreitni. Öll málin voru frá þeim tíma þegar séra Ólafur gegndi prestsstörfum. Stefanía sagði í samtali við DV á þessum tíma að hún hefði bara einu sinni hitt séra Ólaf Skúlason. Þá var hún tólf ára gömul. „Það var þegar ég var á barnsaldri á sundnámskeiði og hann stýrði fermingarbarnamóti sem æsku- lýðsfulltrúi kirkjunnar á sama stað. Hann hafði þá mikil og óeðlileg af- skipti af mér og annarri telpu og við- hafði athæfi sem ég get ekki kallað annað en mjög grófa kynferðislega áreitni þó ekki hlytist meira af.“ Þjóðkirkjan brást mér Í dag er Stefanía á sextugsaldri og hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni. Hún segir þessa fyrirgefningu biskups á prestastefnunni ekki koma sér við. „Þjóðkirkjan sveik mig hressi- lega á sínum tíma. Ég ber ekki kala til þjóðkirkjunnar en hennar inn- anhússmál eru mér algjörlega óvið- komandi. Þetta snertir mig hvorki á einn né annan hátt. Þessi stofn- un hefur brugðist mér og ég tilheyri henni ekki lengur.“ DV hefur vitneskju um að ekki var gert persónulegt samkomu- lag við Stefaníu né Sigrúnu Pálínu um þessa fyrirgefningu biskups á prestastefnunni. Í samtali við DV í lok apríl sagði Karl Sigurbjörnsson biskup fyrir- gefninguna vera almenna. Hann útilokaði ekki að einstakir aðilar yrðu beðnir fyrirgefningar persónu- lega af hálfu kirkjunnar. „Þá er það þegar og ef. En ég tek það skýrt fram að þetta er almenn yfirlýsing og þetta snertir ekki ein- staka atvik. Ég er ekki í þeirri stöðu þarna að taka á sérstökum málum sem fyrir liggja [...] Ég er að vísa til þessara sára, þjáningar og sárs- auka sem er þarna úti sem í raun ýf- ist upp og hefur aldrei fengið neina sérstaka úrlausn. Ég er bara að orða það. Ég bið þess og vona að þessi sár muni læknast.“ Lagðar í einelti Stefanía vill ekki tjá sig persónulega um þennan tíma þegar málið gegn séra Ólafi stóð sem hæst né vill hún heldur tjá sig um líðan sína síðan þá. Í Alþýðublaðinu í mars árið 1996 kom Stefanía fyrst fram undir nafni og sagði presta hafa lagt sig, og hinar konurnar sem áttu hlutdeild að mál- inu, í einelti. „Ég tel að ýmsir prestar innan þjóðkirkjunnar hafi, ekki síður en lög- fræðingar, lagt okkur, þessar konur, í einelti. Það hafa þeir gert undir yfir- skini trúar og tryggðar við þjóðkirkj- una og skyldu okkar við annað trú- rækið fólk í þessu landi, á þann hátt að hrella og brjóta okkur niður, þessar konur. Eg þekki ekki siðareglur kirkj- unnar, en mitt persónulega álit er að þessir ágætu menn, sem ég gæti nafn- greint, hafi far- ið langt út fyrir sitt verksvið og út fyrir al- mennt siðgæði.“ Forðaðist Ólaf Stefanía segir í sama viðtali að ástæða þess að hún hafi áður komið fram nafnlaust hafi helgast af því að hún vildi hlífa fjölskyldu sinni þar sem erf- ið og sár átök hafi verið í gangi. Bróð- ir og systir Stefaníu drógu frásögn hennar mjög í efa á þessum tíma og taldi hún að þar hafi blandast fjöl- skylduerjur inn í málið og það hafi engu breytt um afstöðu hennar. Í viðtalinu við DV árið 1996 var hún á fimmtugsaldri en hafði aldrei getað gleymt þessum kynnum sín- um af séra Ólafi þegar hún var tólf ára. „Ég forðaðist Ólaf. Þetta fór ekki fram hjá vinkonum mínum og mér fannst þetta vandræðalegt. Þeg- ar ég kom heim af sumarnám- skeiðinu sagði ég móður minni frá þessu og hún brást við með því að afla sér upplýsinga um hver hann væri, þessi æskulýðsprestur, sem ég kallaði svo [...] ég hafði beyg af og skömm á þessum manni. Þegar ég fermdist ákvað ég síðan að fara ekki á fermingarbarnamót þó mig lang- aði til þess af ótta við að hann yrði þar. Þetta hefur hins vegar ekki haft alvarleg áhrif á líf mitt en að sjálf- sögðu hef ég aldrei getað gleymt þessu né getað lítið þennan mann þeim augum sem ég vil líta prest, hvað þá biskup.“ Tekur málið upp aftur Stefanía gaf sig fram í kjölfar þess að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sakaði séra Ólaf um nauðgunartilraun. Mál Sigrúnar Pálínu vakti mikla athygli á Íslandi. Í viðtali við DV á þessum tíma lýsti Sigrún Pálína fundi sín- um við séra Ólaf í Bústaðakirkju að kvöldi vegna þess að séra Ólafur sagðist ekki geta hitt hana á öðrum tíma, að sögn Sigrúnar. „Ég kalla þetta tilraun til nauðg- unar. Þegar viðkomandi neytir afls- munar til að koma fram vilja sínum og fórnarlambið þarf að beita afli til að komast undan er farið yfir mörk- in á milli kynferðislegrar áreitni og nauðgunartilraunar,“ sagði Sigrún í viðtalinu. „Ég komst út úr kirkjunni, fór heim og brotnaði alveg niður. Ég skalf og grét alla nóttina.“ Biskup kærði málið til sak- sóknara og sagði sakaráburð nafn- greindra og ónafngreindra aðila vega að friðhelgi einkalífs hans og æru með ólögmætum hætti. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá þar sem hann taldi ekki efni fyr- ir hendi til að ákæruvaldið aðhefðist neitt í máli kvennanna sem biskup kærði. Skömmu áður en saksókn- ari tilkynnti þessa niðurstöðu ákvað biskup að afturkalla kröfu sína. „Þessi stofnun hefur brugðist mér og ég til- heyri henni ekki leng- ur.“ AFLeIðIngAr kynFerðISoFbeLdIS: n Þolandi finnur fyrir skömm, sektarkennd og depurð. n Léleg sjálfsmynd. n Nokkur hluti fórnarlamba íhugar og/eða reynir sjálfsvíg. n Erfiðleikar í kynlífi. skyndimyndir og óljósar minningar um kynferðisofbeldið verða til þess að kynmök verða þolendum erfið og oft nánast óbærileg. n Niðurlæging, einmanaleiki og algert valda- og varnarleysi. n Þolandi verður oft reiður sjálfum sér og finnst hann ekki eiga neitt gott skilið. n sjálfsfyrirlitning, þunglyndi, vonleysi, tilfinningalegur doði og ótti við að missa vitið. OfbeLdI Og vALdNÍðSLA Brot úr pistli Jórunnar Frímannsdóttur hjúkrunarfræðings á doktor.is: „Kynferðisofbeldi er alls staðar í kringum okkur. Hafðu í huga að það er aðeins ofbeldi og valdníðsla. Ofbeldið birtist á margvíslegan hátt t.d. í kynferðislegri misnotkun á börnum/unglingum, nauðgun, klámi, vændi, kynferðislegri áreitni í skóla, á vinnustöðum eða annars staðar. Oftast verða konur og börn fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldismennirnir eru oftast karlmenn. [...] Kynferðisleg áreitni getur verið allt frá óvelkomnum athugasemdum til snertingar sem viðkomandi kærir sig ekki um. Einnig er talað um kynferðislega áreitni þegar kynlífi er skipt út eða það notað sem gjaldmiðill, til dæmis fyrir hærri eink- unnir, til að halda vinnu eða komast hjá falli í skóla.“ gleymdi þessu aldrei stefanía kom fram nafnlaust í dV 2. mars árið 1996 ásamt tveimur öðrum konum sem sökuðu séra Ólaf skúlason um kynferðislega áreitni. Fyrirgefning skiptir engu stefanía ber ekki kala til þjóðkirkjunnar en segir fyrirgefningu biskups ekki koma sér við. Fyrsta sinn undir nafni stefanía tjáði sig í fyrsta sinn undir nafni í alþýðublaðinu 8. mars árið 1996 og sagði presta hafa lagt sig og aðrar konur í einelti. HverT geT ég LeITAð? mikilvægt er að þolendur kynferðisofbeldis leiti aðstoðar sem fyrst. Þolandi getur leitað til sinna nánustu og rætt um reynslu sína. Ef þolandi treystir sér ekki til að tala við einhvern nákominn er hægt að leita til margra fagaðila. Hér fyrir neðan er listi yfir nokkra slíka: n Barnaverndarnefndir n Barnahús – barnahus.is / s. 530 2500 n Blátt áfram – blattafram.is n Fjölskylduráðgjöf sveitarfélaga. mörg sveitarfélög bjóða íbúum sínum upp á félagslega ráðgjöf. Á samband.is er hægt að nálgast upplýsingar um sveitarfélög- in á landinu. n Heilsugæslustöðvar. Á www.heilbrigdisraduneyti.is er hægt að sjá lista yfir allar heilsugæslustöðvar á landinu. n Hjálparsími rauða krossins 1717 – www.redcross.is n Löreglan – logregla.is n Neyðarmóttaka vegna nauðgana. s. 543 2019 í reykjavík og 463 0800 á akureyri. n Kvennaathvarfið – kvennaathvarf.is n stígamót – stigamot.is / s. 562 6868 og 800 6868. n tótalráðgjöfin – totalradgjof.is / s. 520 4600. LILjA kATrín gunnArSdÓTTIr blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.