Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 59
föstudagur 22. maí 2009 59Sport umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is Það verður seint sagt að stórkostlegt sé að fylgjast með Formúlukeppn- um á Mónakóbrautinni í Mónakó. Þó hún sé afar flott og liggi í gegnum götur bæjarins umhverfis hið stór- brotna umhverfi sem franska Rivíer- an býður upp er hún skelfilega leið- inleg áhorfs. Engin keppni er hægari á árinu en þó í kringum leiðinlegar U-beygjur eru kaflar þar sem keyrt er á gífurlegum hraða. Keppnin er í raun margfræg- ari fyrir allar þær stórstjörnur kvik- myndanna sem láta sjá sig á svæð- inu en kvikmyndahátíðin í Cannes er haldin á sama tíma. Stjörnunum leiðist ekkert að láta mynda sig með frægustu Formúluökuþórunum sem sjálfir búa margir í Mónakó og þekkja því ágætlega til brautarinnar enda keppnin á götum bæjarins. Ferrari og þrjú önnur lið hafa hót- að því að mæta ekki til leiks á næsta ári verði ekki hætt við útgjaldabreyt- ingar fyrir næsta tímabil. Ferrari- menn hafa kært Alþjóða aksturs- íþróttasambandið til dómstóls í París og segjast ákveðnir í að standa við sitt. „Ferrari má ekki hætta,“ seg- ir framkvæmdastjóri Formúlunnar, Bernie Ecclestone. Frægir flykkjast að Það er sannkölluð paradís fyrir ljós- myndara og sjónvarpsstöðvar um þetta leyti á frönsku Rivíerunni um þetta leyti á hverju ári. Ekki nóg með að kvikmyndastjörnurnar skemmti sér alla vikuna á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þá rúlla þær margar yfir til Mónakó til að láta mynda sig með helstu stjörnum Formúlunnar. Og það er eitt sem papparössum líkar vel, stjörnur að hitta stjörnur. Dýrðin í kringum keppnina er mikil og ríkidæmið endurspeglar þennan dvalarstað auðmanna. Fólk lætur sig fátt vanta þegar það dvel- ur í Mónakó yfir Formúluna, snæðir kvöldverði á snekkjum, gistir á fimm stjörnu hótelum og leikur sér með peningana sína í spilavítum borgar- innar. Ef aðeins væri jafnskemmti- legt að horfa á sjálfa keppnina. Món- akó-brautin er ekki allra. Það er mjög skemmtilegt að fylgjast með keppn- inni sjálfri og öllu í kringum hana en þegar að því kemur að brenna gúmmíi getur hægfara brautin farið í taugarnar á Formúluáhangendum. Þá er afar erfitt að taka fram úr, en þó ekki útilokað. Hótanir Ferrari Á milli keppna er allt í uppþoti í Formúlunni og standa liðin, þá sérstak- lega Ferrari, í stöðugu stríði við Alþjóðaakst- ursíþróttsambandið, FIA. Fyrst leyfði það nýj- an loftdreifara aftan á bíl- um fjögurra liða, einmitt þeirra liða sem standa hvað best að vígi. Nú þurfa hin liðin að fara að hanna sína eigin loftdreifara til að eiga möguleika í Ross Brawn og fé- laga hjá Brawn GP, en hans maður, Jenson Button, hefur afgerandi forystu í keppni öku- þóra. Ferrari er aftur búið að kæra en nú FIA sjálft. FIA vill höft á út- gjöld liða á næsta ári, útgjalda- þak. FIA vill að liðin fái ekki að eyða meiru en fjörutíu milljón- um dollara á hverju tímabili, að frátöldum kostnaði vegna vélakaupa, markaðsmála og launa ökumanna. Þrjú lið af sjö eru sátt við þessa hug- mynd en hún felur í sér mun minni rekstrarkostnað. Þá skapar þetta nýjum aðil- um tækifæri til þátttöku. Efnameiri liðin telja að út- gjaldaþakið muni hefta framför og framþróun í Formúlu 1 og hafa hótað að keppa ekki á næsta ári ef reglurnar gangi eftir. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Hægasta en frægasta brautin Allt er í upplausn í heimi Form- úlunnar vegna reglubreytinga fyrir næsta ár. Alþjóðaaksturs- íþróttasambandið vill setja útgjaldaþak á öll liðin, nokkuð sem efnameiri liðin sætta sig ekki við. Gera þarf þó hlé á öllum deilum um helgina og útkljá málin á brautinni þegar Mónakókappaksturinn rúllar af stað. Hægasta keppni ársins en sú langmest umtalaða vegna stjarnanna sem láta sjá sig. Sigur í fyrra Lewis Hamilton varð heims- meistari í fyrra, sigraði í mónakó en hefur aðeins níu stig eftir sex keppnir það sem af er í ár. Jenson Button Er kóngurinn í formúlunni hingað til. Langefstur í keppninni um heims- meistaratitilinn. Stjörnufans það mætir alltaf urmull kvikmynda- stjarna til að heilsa upp á ökumennina. jude Law heilsar hér upp á Lewis Hamilton. Næstu leikir föstudagur Pepsi-deild kvenna 19:15 Stjarnan - ÍR, Stjörnuvöllur. 19:15 Keflavík - Breiðab., Sparisjóðv 19:15 Valur - GRV, Vodafone-völlur. Laugardagur Pepsi-deild kvenna 15:00 Fylkir - Þór/KA, Fylkisvöllur. 16:00 UMFA/Fjö - KR, Varmárvöllur. Pepsi-deild karla 14:00 ÍBV - KR, Hásteinsvöllur. 14:00 FH - Stjarnan, Kaplakriki. Pepsi-deild karla 15:00 Keflavík - Fram, Sparisjóðsvöllur. 16:00 Þróttur - Fjölnir, Valbjarnarvöllur. sunnudagur Pepsi-deild karla 19:15 Fylkir - Breiðab., Fylkisvöllur. föstudagur 1. deild karla 19:15 Fjarðab. - ÍA, Eskifjarðarv. 20:00 Selfoss - Vík R., Selfossv. 20:00 UMFA - Haukar, Varmá. 20:00 HK - Vík Ó., Kópavogsv. © GRAPHIC NEWS Keppni 6: 24. maí 1H:3.340km Mónakó-brautin í Monte Carlo Heildarlengd: 78 hringir = 260.520km Gír Heimild: FIA, Allianz Mynd: Google TímatökusvæðiBeygja Mikilvæg sv.1 km/h MÓNAKÓ St. DevoteAnthony Noghes La Rascasse Spilavítið MirabeauBeau-Rivage PortierGönginTabac Nouvelle Chicane 1353951 631 1904 1614 2897 8122646 952 2026 2076 1584 1263 711 471 2537 2 1 3 1 2 3 4 5 7 8 9 10 11 12 14 13 1516 18 17 6 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.