Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Side 59

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Side 59
föstudagur 22. maí 2009 59Sport umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is Það verður seint sagt að stórkostlegt sé að fylgjast með Formúlukeppn- um á Mónakóbrautinni í Mónakó. Þó hún sé afar flott og liggi í gegnum götur bæjarins umhverfis hið stór- brotna umhverfi sem franska Rivíer- an býður upp er hún skelfilega leið- inleg áhorfs. Engin keppni er hægari á árinu en þó í kringum leiðinlegar U-beygjur eru kaflar þar sem keyrt er á gífurlegum hraða. Keppnin er í raun margfræg- ari fyrir allar þær stórstjörnur kvik- myndanna sem láta sjá sig á svæð- inu en kvikmyndahátíðin í Cannes er haldin á sama tíma. Stjörnunum leiðist ekkert að láta mynda sig með frægustu Formúluökuþórunum sem sjálfir búa margir í Mónakó og þekkja því ágætlega til brautarinnar enda keppnin á götum bæjarins. Ferrari og þrjú önnur lið hafa hót- að því að mæta ekki til leiks á næsta ári verði ekki hætt við útgjaldabreyt- ingar fyrir næsta tímabil. Ferrari- menn hafa kært Alþjóða aksturs- íþróttasambandið til dómstóls í París og segjast ákveðnir í að standa við sitt. „Ferrari má ekki hætta,“ seg- ir framkvæmdastjóri Formúlunnar, Bernie Ecclestone. Frægir flykkjast að Það er sannkölluð paradís fyrir ljós- myndara og sjónvarpsstöðvar um þetta leyti á frönsku Rivíerunni um þetta leyti á hverju ári. Ekki nóg með að kvikmyndastjörnurnar skemmti sér alla vikuna á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þá rúlla þær margar yfir til Mónakó til að láta mynda sig með helstu stjörnum Formúlunnar. Og það er eitt sem papparössum líkar vel, stjörnur að hitta stjörnur. Dýrðin í kringum keppnina er mikil og ríkidæmið endurspeglar þennan dvalarstað auðmanna. Fólk lætur sig fátt vanta þegar það dvel- ur í Mónakó yfir Formúluna, snæðir kvöldverði á snekkjum, gistir á fimm stjörnu hótelum og leikur sér með peningana sína í spilavítum borgar- innar. Ef aðeins væri jafnskemmti- legt að horfa á sjálfa keppnina. Món- akó-brautin er ekki allra. Það er mjög skemmtilegt að fylgjast með keppn- inni sjálfri og öllu í kringum hana en þegar að því kemur að brenna gúmmíi getur hægfara brautin farið í taugarnar á Formúluáhangendum. Þá er afar erfitt að taka fram úr, en þó ekki útilokað. Hótanir Ferrari Á milli keppna er allt í uppþoti í Formúlunni og standa liðin, þá sérstak- lega Ferrari, í stöðugu stríði við Alþjóðaakst- ursíþróttsambandið, FIA. Fyrst leyfði það nýj- an loftdreifara aftan á bíl- um fjögurra liða, einmitt þeirra liða sem standa hvað best að vígi. Nú þurfa hin liðin að fara að hanna sína eigin loftdreifara til að eiga möguleika í Ross Brawn og fé- laga hjá Brawn GP, en hans maður, Jenson Button, hefur afgerandi forystu í keppni öku- þóra. Ferrari er aftur búið að kæra en nú FIA sjálft. FIA vill höft á út- gjöld liða á næsta ári, útgjalda- þak. FIA vill að liðin fái ekki að eyða meiru en fjörutíu milljón- um dollara á hverju tímabili, að frátöldum kostnaði vegna vélakaupa, markaðsmála og launa ökumanna. Þrjú lið af sjö eru sátt við þessa hug- mynd en hún felur í sér mun minni rekstrarkostnað. Þá skapar þetta nýjum aðil- um tækifæri til þátttöku. Efnameiri liðin telja að út- gjaldaþakið muni hefta framför og framþróun í Formúlu 1 og hafa hótað að keppa ekki á næsta ári ef reglurnar gangi eftir. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Hægasta en frægasta brautin Allt er í upplausn í heimi Form- úlunnar vegna reglubreytinga fyrir næsta ár. Alþjóðaaksturs- íþróttasambandið vill setja útgjaldaþak á öll liðin, nokkuð sem efnameiri liðin sætta sig ekki við. Gera þarf þó hlé á öllum deilum um helgina og útkljá málin á brautinni þegar Mónakókappaksturinn rúllar af stað. Hægasta keppni ársins en sú langmest umtalaða vegna stjarnanna sem láta sjá sig. Sigur í fyrra Lewis Hamilton varð heims- meistari í fyrra, sigraði í mónakó en hefur aðeins níu stig eftir sex keppnir það sem af er í ár. Jenson Button Er kóngurinn í formúlunni hingað til. Langefstur í keppninni um heims- meistaratitilinn. Stjörnufans það mætir alltaf urmull kvikmynda- stjarna til að heilsa upp á ökumennina. jude Law heilsar hér upp á Lewis Hamilton. Næstu leikir föstudagur Pepsi-deild kvenna 19:15 Stjarnan - ÍR, Stjörnuvöllur. 19:15 Keflavík - Breiðab., Sparisjóðv 19:15 Valur - GRV, Vodafone-völlur. Laugardagur Pepsi-deild kvenna 15:00 Fylkir - Þór/KA, Fylkisvöllur. 16:00 UMFA/Fjö - KR, Varmárvöllur. Pepsi-deild karla 14:00 ÍBV - KR, Hásteinsvöllur. 14:00 FH - Stjarnan, Kaplakriki. Pepsi-deild karla 15:00 Keflavík - Fram, Sparisjóðsvöllur. 16:00 Þróttur - Fjölnir, Valbjarnarvöllur. sunnudagur Pepsi-deild karla 19:15 Fylkir - Breiðab., Fylkisvöllur. föstudagur 1. deild karla 19:15 Fjarðab. - ÍA, Eskifjarðarv. 20:00 Selfoss - Vík R., Selfossv. 20:00 UMFA - Haukar, Varmá. 20:00 HK - Vík Ó., Kópavogsv. © GRAPHIC NEWS Keppni 6: 24. maí 1H:3.340km Mónakó-brautin í Monte Carlo Heildarlengd: 78 hringir = 260.520km Gír Heimild: FIA, Allianz Mynd: Google TímatökusvæðiBeygja Mikilvæg sv.1 km/h MÓNAKÓ St. DevoteAnthony Noghes La Rascasse Spilavítið MirabeauBeau-Rivage PortierGönginTabac Nouvelle Chicane 1353951 631 1904 1614 2897 8122646 952 2026 2076 1584 1263 711 471 2537 2 1 3 1 2 3 4 5 7 8 9 10 11 12 14 13 1516 18 17 6 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.