Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 22
 ReknaR úR sætum sínum Föstudagur 22. maí 200922 Umræða Hundurinn Depill var það sem kallað er blendingur í dag. Hann var undan íslenskum fjárhundi og Skoti í hina ættina. Hvít- ur með svartan blett á kviðnum náði hvolpurinn að heilla ungan mann sem álpaðist drukkinn á sveita- bæ. Hundurinn fékk eftir nokkrar fortölur og baráttu að fylgja eig- anda sínum í foreldrahús. Það varð framtíðarheimili hans. Eigandinn þvældist víða um landið í sjómennsku hér og þar án þess að tök væru á að taka hundinn með. Að vísu var Depill munstraður á skip um tíma en hann var sjóveikur og því kyrrsettur í landi. Þegar eigandinn, kom sér upp eigin fjölskyldu í ná- grenni foreldrahúsanna nokkrum árum síðar ruglaðist Depill í ríminu. Hann átti skyndilega tvö heimili. Þetta var fyrir þann tíma þegar hundar máttu hvergi vera nema í taumi. Depill gekk frjáls um þorpið sem öðrum þræði var vegna þess að hann varði skrúðgarða þorpsbúa fyrir sauðfé sem nærðist með þeim hætti að klippa ofan af túlípönum og öðrum skraut- jurtum. Vegna vasklegrar framgöngu var hundurinn undanþeginn skatti sem lagður var á bræður hans og systur. Hann var í raun á launum hjá sveitarfélaginu. Depill ákvað að kveldi hvar hann myndi sofa þá nóttina. Eftir því sem börnum fjölgaði í fjölskyldu fyrri húsbóndans dvaldi hann meira þar. Hann fann sig í því hlutverki að gæta þess að smáfólkið færi sér ekki að voða. Einn dimman haustmorgun þegar foreldrarnir sváfu laum- aðist þriggja ára piltur út á náttfötum. Hann náði í þríhjólið sitt og lagði af stað eftir götunni. Hundurinn Depill fylgdi honum eins og skugginn. Fram undan var gildra sem hefði getið valdið slysi. Starfsmenn símans höfðu grafið upp jarðstreng daginn áður. Þekkt er að ríkisstarfsmenn flýta sér gjarnan hægt. Skurðurinn var því opinn í götunni og ekki með þeirri viðvörun að þriggja ára barn skynjaði háska. En hundurinn Depill vissi betur. Kona sem var að fá sér morgunkaffið rak upp stór augu þegar hún sá hund og barn fyrir utan húsið. Hundurinn var á milli skurðs og barns. Hann ýtti náttfatabarninu á hjólinu varlega aftur á bak. Konan brá skjótt við og gekk til liðs við hundinn. Hún fór síðan með barnið heim og lýsti atvikum með þeim hætti að enginn þurfti að velktjast í vafa um að Depill væri bjargvættur sem hafði fyrirbyggt háskann sem hefði getað hlotist í djúpum skurði. Þannig liðu árin. Depill var hundur sinna en lagðist þess á milli í slagsmál við óheflaða sveitahunda sem voguðu sér að koma í þorpið. Í einum slíkum slagsmálum missti hann hálft andlitið. Næstu vikurnar þurfti hann að una því að vera með botnlausa fötu um höfuðið. Og sárin náðu að gróa. Í hundinum blandaðist óendanleg blíða þar sem fjölskyldur hans áttu í hlut og árásarhneigð gagn- vart illa lyktandi hundum úr sveit. Stundum náði hann að samræma árásarhneigðina og gæslustörfin. Þegar nýtt barn bættist í hópinn vaktaði Depill Silver Cross-barna- vagninn. Þegar barnunginn var nokkurra mánaða bar svo við að for- eldrarnir brugðu sér í búð. Úti beið Depill og barnið sat í vagni sínum og hjalaði. Skyndilega var kyrrð þorpsins rofin og fjandinn laus. Inn í versl- unina barst neyðaróp karlmanns í bland við urr og gelt Depils. Í skoti við verslunina stóð þorpsróninn innikróaður og hundurinn, með herðakamb eins og á ljóni, sótti að honum. „Ég gerði ekkert,“ kjökraði sá drukkni og grátbað um að hundurinn yrði fjarlægður. Þótt Depill væri árásarhneigð- ur var hann jafnframt undirgefinn húsbændum sínum. Hann hlýddi strax og leit með brúnum augum sínum á húsbændur sína en svo á vagninn og leit svo hvasst á drykkjumanninn og gaf frá sér urr. Það var augljóst að hann var að útskýra uppákomuna. Sá drukkni hélt á appelsínflösku en drykkurinn var sýnilega útþynntur með einhverju. Hann skammaðist út í hundinn og krafðist þess að honum yrði harðlega refsað og hann helst aflífaður fyrir árásarhneigð í garð saklausra borgara. Foreldrunum var ljóst að einhver maðkur var í mysunni. Eftir að drykkjumaðurinn hafði verið þráspurður viðurkenndi hann það eitt að hann hefði ætlað að gleðja barnið þegar hundurinn trylltist. „Ég ætlaði bara að gefa krakkanum app- elsín,“ sagði hann. Ráðgátan var leyst og Depill var verðlaunaður með flís af feitum sauði. Depill lifði ekki fulla hundsævi. Þegar hann var átta ára var hann sviptur frelsi sínu til að ganga laus í þorpinu. Reglugerð um hunda-hald var beitt gegn honum. Eigendum var hótað sekt ef þeir ekki hefðu hann í taumi. Þá var reynt að binda hann. Þorpshöfðinginn þjáðist í taumnum dagana langa. Frelsið sem hann hafði alla tíð notið var horfið. Fjötrarnir sviptu hann lífsgleðinni. Að lokum var ekki annað að gera en senda hann á dauðadeild dýralæknisins og enda þannig óham- inginguna. Áratugum eftir að hundurinn hvarf yfir móðuna miklu lifir minn-ing hans. Tryggð Depils var óendanleg þegar hans nánustu áttu í hlut en hann vildi aldrei neitt með ókunnuga hafa. Og sveitahund-ana fyrirleit hann alla tíð. Það voru fordómar hins stolta hunds sem taldi sig eiga heilt byggðarlag. Þegar hann hvarf hafði hann tryggt að börnin, sem hann hafði gert að forgangsmáli að gæta, urðu hundavinir fyrir lífstíð. Og öll kunna þau sögur um hund sem gerðist barnapía. HunDur og Þorpsróni ReYnIR tRaustasOn skrifar HELGARPISTILL Fyrsti þingFundurinn Það er ætlast til þess að þingmenn sitji í þingsal á meðan þingfundur stendur yfir. Þó er það svo að á skrifstofum okkar eru sjónvarpstæki þar sem maður getur horft á alþingissjónvarpið og þar getur maður fylgst með þingfundi. Flestir þingmenn virðast nýta sér þetta fyrirkomulag fremur en að sitja í þingsal, sem er frekar þröngur fyrir langleggjað fólk eða þéttvaxið. Flest- ir þingmenn vinna önnur þingstörf sam- hliða því að glápa á sjónvarpið. Okkar fyrsti eiginlegi þingfundur var þriðjudaginn 19. maí. Fyrsta frumvarp þingsins: Stofnun eignarumsýslufélags ríkisins. Þá var einnig óundirbúinn fyrir- spurnatími þar sem nokkrir ráðherrar sátu fyrir svörum. Vegna þess að þetta var fyrsti þingfundur hátt í 30 þingmanna hefði nú verið gaman að sjá í það minnsta alla nýju þingmennina sitja þingfundinn en sú var ekki raunin. Nýju þingmenn- irnir voru þó í afgerandi meirihluta í því sem næst tómum þingsal. Ef ég skil þing- störfin rétt eru þingfundir umræðufund- ir þar sem t.d. frumvörp eru tekin til um- ræðu, gagnrýnd, útskýrð, komið með tillögur að breytingum og lagfæringum. Þarna er kjörið tækifæri til að vinna sam- an að úrbótum og taka þátt í að móta lög- gjöf landsins á síðari stigum frumvarpa. Þingmenn Framsóknarflokksins sem tóku til máls í gær höfðu eitthvað mis- skilið þetta fundarform og fóru hamför- um í innihaldslausum ræðum um ekki neitt, en komu ekki með neinar tillögur um úrbætur eða reyndu að varpa ljósi á hvað betur mætti fara í frumvarpinu sem fjallað var um. Það eina sem nýliðar og ungstirni Framsóknar virðast hafa tam- ið sér eru ósiðir forvera sinna. Ég lét mig hafa það að sitja þarna og fylgjast með allan þingfundinn og var við það að fara yfir um af leiðindum. Tryggvi Þór frá Sjálf- stæðisflokknum var eini maðurinn sem kom með tillögur og benti á kosti og galla frumvarpsins. Þá stigu í pontu nokkr- ir þingmenn og töluðu um mikilvægi þess að vinna sam- an að úrlausnum, sem er vel. Þór Saari hélt svo hressilega skammarræðu því honum var nóg boðið að hlusta á þessa þvælu og blöskraði rétt eins og mér að nánast enginn væri í þingsalnum. Ég legg til og mæli með að þingmenn láti sig hafa það að sitja inni í þingsal á meðan þingfundur stendur yfir. Það verður án efa til þess að minna verður um málþóf málþófs- ins vegna og froðusnakk um frumvörp og störf þingsins. Ef þingmenn sitja þarna allan liðlangan daginn og langt fram eftir kvöldi þegar málþóf er á dagskrá er alveg öruggt að vinna þeirra verður markvissari – þeir geta fræðst um mál- efnin sem eru á dagskrá og hætt þessum Morfísleik. Þing- störf eiga ekki að snúast um hver er sniðugastur eða get- ur verið rætnastur – við erum að vinna að því að setja lög fyrir landsmenn alla og eigum að sýna að við höfum vit og getu til að greina kjarnann frá hisminu. Þjóðin er í sárum og heimilunum að blæða út á meðan þing- menn karpa um orðalag. neFndir og stólaleikur Þegar þinghópur Borgarahreyfingarinn- ar var að stíga sín allra fyrstu skref í þing- heimum var alveg ljóst að við færum ekki troðnar slóðir. Enda eru flestar slóðir inni á þingi óskrifaðar reglur sem erfast frá for- verum og við forðumst að temja okkur. Við reyndum að finna einhvern reynslubolta úr pólitíkinni til að útskýra fyrir okkur hvernig best væri að haga málunum varð- andi nefndastörf. Það voru þrír möguleik- ar í stöðunni: fara í nefndasamstarf við stjórnarandstöðuna, stjórnina eða vera ein á báti. Okkur fannst ekki við hæfi að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn vegna fyrri yfirlýsinga um að við myndum ekki vilja fara í stjórn með þeim og Fram- sóknarflokkurinn var of upptekinn af hús- töku græna herbergisins til að hægt væri að trufla þá. Ef við hefðum farið í samstarf við þessa tvo flokka hefðum við fengið 6 nefndarmenn. Við rannsökuðum hvaða nefndir það væru sem við þyrftum nauð- synlega að vera í til að koma okkar stefnu- málum í gegn sem hraðast. Ef við hefðum verið ein hefðum við ekki fengið neinar nefndir. Ef við færum í nefndarsamstarf við stjórnarflokkana áttum við kost á að fá okkar fólk í allar nefndirnar og gátum því fengið þær sem við þurftum á að halda án þess að þurfa að fórna neinu – við viljum ekki fara í nein hrossakaup og komumst hjá því að gera slíkt því ekki var farið fram á það frá stjórnarflokkunum. Við gerðum því það sem okkur fannst gagnlegast fyrir okkar málefni og ég held að þannig gangi yfirleitt hlutirnir fyrir sig í pólitíkinni. Auðvitað varð þetta til þess að við fengum hornaugu frá ýmsum í stjórn- arandstöðunni sem náði loks skemmti- legu hámarki þegar við mættum á okkar fyrstu nefndarfundi. Margrét var hrakin úr þeim stól sem hún settist í með þeim orðum að hún væri ekki í stjórnarand- stöðu og ætti að sitja annars staðar en hjá þeim. Það sama var svo uppi á teningnum á nefndarfundi utanríkisnefndar sem ég sótti. Þar vildi stjórnarandstað- an sitja gegnt stjórnarflokkunum og mér. Kannski ég prófi að setjast hjá þessum elskum á næsta fundi, þau fara varla að reka mig í burtu eins og gert var við Margréti. Annars held ég að það séu raunverulegar breytingar að eiga sér stað varðandi störf þingsins sem endurspeglast í nefnd- arstörfunum sem eru vettvangur þingmanna til að vinna að málefnum sem þeir geta haft frumkvæði að úrvinnslu saman án aðkomu ráðherra. Finn að fólk vill vinna öðru- vísi en áður og auka vægi og völd þingsins en það var orðið að eins konar stimpilvél fyrir ráðherrafrumvörp. Mikið er það nú annars gott að hafa fengið allt sem við þurftum miðað við hvað við erum fámenn og tilheyra eng- um nema sjálfum okkur og þeim málefnum sem við vilj- um leggja lið óháð ósýnilegum hefðum sem enginn man lengur hver skráði í loftið. Birgitta Jónsdóttir er einn nýliðanna á Alþingi. Hún ætlar að deila reynslu sinni með lesendum DV í Dagbók þingmannsins sem hún byrjar nú að rita í helgarblað DV. Fyrsta dagbókarfærslan er helguð fyrsta eiginlega þingfundardeg- inum og hvernig framkoma þingmanna kom henni fyrir sjónir. Vill betri umræðu Birgittu fannst málflutningur þingmanna á fyrsta eiginlega þingfundardeginum lítt málefnalegur. „Ég lét mig hafa það að sitja þarna og fylgjast með allan þingfund- inn og var við það að fara yfir um af leiðindum.“ Mynd róBert reynisson nóg boðið „Þór saari hélt svo hressilega skammarræðu því honum var nóg boðið að hlusta á þessa þvælu.“ lærðu ósiði forveranna Þingmenn Framsóknar- flokksins „fóru hamförum.“ einn öðruvísi „tryggvi Þór frá sjálfstæðisflokkn- um var eini maðurinn sem kom með tillögur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.