Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 12
Föstudagur 22. maí 200912 Fréttir Þrýstingurinn á Gunnar Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi, náði nýj- um hæðum í vikunni þegar Fram- sóknarflokkurinn, samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins í meirihlutan- um í bæjarstjórn, ræddi um að slíta samstarfinu við Gunnar vegna tug- milljóna greiðslna frá Kópavogs- bæ til útgáfufyrirtækis í eigu dóttur bæjarstjórans. En DV greindi frá því um miðjan apríl að Frjáls miðlun, útgáfufyrirtæki Brynhildar Gunn- arsdóttur, dóttur Gunnars, hefði fengið greiddar 40 milljónir króna frá Kópavogsbæ fyrir ýmsa útgáfu- starfsemi á síðustu sex árum, með- al annars fyrir verk sem ekki hefðu verið kláruð eða gefin út. Sama dag og DV skrifaði fréttina um greiðslurnar til dóttur Gunnars, sem byggð var á öruggum heim- ildum blaðsins, lögðu tveir af bæj- arfulltrúum Samfylkingarinnar í Kópavogi fram fyrirspurn á bæjar- ráðsfundi þar sem farið var fram á að starfsmenn bæjarins tækju sam- an upplýsingar um öll viðskipti bæj- arins við fyrirtæki dótturinnar tíu ár aftur í tímann. Í síðustu viku var svo lögð fram skýrsla um greiðslurnar á bæjarráðsfundi þar sem kom fram að fyrirtækið hefði fengið greidd- ar rúmar 50 milljónir frá bænum á síðustu tíu árum. Á sama fundi var samþykkt, einróma, tillaga um að láta endurskoðendur Kópavogsbæj- ar rannsaka viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun og mun niðurstað- an liggja fyrir innan tveggja vikna. Þessar upplýsingar hafa svo leitt til þess að meirihlutasamstarfið í bæn- um er nú ótryggt því framsóknar- menn virðast draga heilindi Gunn- ars í efa. Þeir hafa þó gefið það út að þeir hyggist bíða þar til niðurstað- an í úttektinni á viðskiptunum liggi fyrir á næstu tveimur vikum áður en þeir taka ákvörðun um framtíð sam- starfsins. Katrín boðar rannsókn hjá LÍN Ofan á þessa úttekt á viðskiptum Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun bætist svo við að Katrín Jakobsdótt- ir menntamálaráðherra gaf það út á miðvikudaginn í samtali við DV að hún hefði beðið stjórnarformann Lánasjóðs íslenskra námsmann (LÍN), Harald Guðna Eiðsson, að láta endurskoðendur rannsaka við- skipti sjóðsins við Frjálsa miðlun á þeim tíma sem Gunnar Birgis- son var stjórnarformaður LÍN, á ár- unum 1991 til 2009. DV greindi frá því í síðasta mánuði að Frjáls miðl- un hefði fengið greiddar rúmar 11 milljónir króna frá LÍN á þeim tíma sem Gunnar var stjórnarformaður. Katrín segir aðspurð að úttekt LÍN á sjóðnum muni líklega ekki taka langan tíma. Þess má einnig geta að Katrín lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að skipa nýja stjórn yfir LÍN þegar hún tók við sem ráð- herra fyrr á árinu og batt hún þar með enda á 18 ára setu Gunnars í stjórninni. Bæjarstjórinn hefur hins vegar oftsinnis áður verið nefndur í tengsl- um við spillingu, vafasama stjórn- unarhætti og ýmis hneykslismál á liðnum árum en sú umræða hefur alltaf dáið út því ekki hafa legið fyrir nægjanlegar sannanir gegn Gunnari til að hægt hafi verið að hanka hann. Gunnar hefur af þessum sökum ver- ið uppnefndur „Sópranus“ af and- stæðingum sínum en bæjarstjórinn er stundum sagður reka bæjarfélag- ið eins og sitt eigið fjölskyldufyrir- tæki og hefur þetta leitt til þess að hörðustu gagnrýnendur hans kalla Kópavog „New Jersey Íslands“. Einn heimildarmaður DV seg- ir að spillingarorðsporið hafi alltaf fylgt Gunnari því hann sé fyrirferð- armikill orðhákur sem alltaf hafi verið í sviðsljósinu og milli tann- anna á fólki enda sé hann og verði alltaf afskaplega umdeildur maður. Viðskiptin við Klæðningu verði einnig rannsökuð Áður en umræðan um Frjálsa miðl- un komst í hámæli í fjölmiðlum í síðasta mánuði hafði helst verið tal- að um að Gunnar hafi hyglað verk- takafyrirtæki sínu, Klæðningu, frá því hann varð formaður bæjarráðs Kópavogs árið 1991og fram á okkar dag. Klæðning vann alls kyns verk- takavinnu fyrir hönd bæjarins á meðan Gunnar átti það, en hann dró sig út úr félaginu þegar það rambaði á barmi gjaldþrots árið 2003 og var endurfjármagnað af nýjum hlut- höfum. Gunnar stofnaði Klæðn- ingu árið 1986 en hann er doktor í jarðvegsfræði og hefur stundum sagt í gríni um sjálfan sig að hann sé „doktor í drullu“. Það vekur hins vegar athygli að Kópvogsbær hafði ekki átt í miklum viðskiptum við Klæðningu áður en Gunnar tók sæti í bæjarstjórn Kópavogs árið 1990. Gagnrýnin sem sett var fram á viðskipti Kópavogsbæjar við Klæðn- ingu gekk út á það að ekki væri eðli- legt að samið væri án útboðs við verktakafyrirtæki sem var í eigu og laut stjórn formanns bæjarráðs en þetta var gert allt til ársins 2000 þeg- ar verklagsreglunum var breytt og byrjað var að notast meira við útboð í bænum en áður hafði verið gert. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, seg- ir að á þessum tíma hafi minnihlut- inn fengið að sjá lista með yfirliti um viðskipti Klæðningar við bæinn. „Við litum alltaf svo á að upplýsing- arnar í þessum listum væru réttar. En miðað við að þær upplýsingar sem við fengum um kostnaðinn við ársskýrslu bæjarins voru ekki réttar INgI F. VILhjáLmssoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is KÓNGURINN Í KÓPAVOGI RIÐAR TIL FALLS Pólitískir dagar gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, þykja vera taldir vegna umfjöllunar um tugmilljóna greiðslur til fyrirtækis dóttur hans frá Kópavogsbæ. Hneykslismálið er þó aðeins eitt af mörgum á umdeildum ferli bæjarstjórans og kann að vera að gömul spillingarmál komi upp á yfirborðið í kjölfarið. Gunnari er lýst sem bæði „gulli og grjóti“ af heimildarmanni DV því hann þykir bæði harður og óbilgjarn en einnig afar ljúfur á köflum. Bæjarstjórinn er sagður stjórnandi af gamla skólanum: hvatvís, óbilgjarn, frekur en hörkuduglegur. n 14. apríl 2009 Bæjarfulltrúar samfylkingarinnar í Kópavogi óska eftir því á bæjarráðsfundi að teknar verði saman greiðslur frá Kópavogs- bæ til Frjálsrar miðlunar n 15. apríl 2009 dV greinir frá því að Frjáls miðlun hafi fengið rúmlega 40 milljónir króna í greiðslur frá Kópavogsbæ á síðustu sex árum, meðal annars fyrir ókláruð verk n 22. apríl 2009 dV greinir frá því að Frjáls miðlun hafi fengið rúmar 11 milljónir króna frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LíN) á meðan gunnar Birgisson var stjórnarformaður n 12. maí 2009 Kópavogsbær setur sér siðareglur sem ná yfir bæjarfull- trúa og stjórnendur hjá Kópavogsbæ n 14. maí 2009 Lögð fram skýrsla á bæjarráðsfundi um viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun. Þar kemur fram að þau nemi rúmlega 50 milljónum á 10 ára tímabili. samþykkt að láta endurskoðendur fara yfir viðskipti bæjarins við félagið n 19. maí 2009 Framsóknarmenn í Kópavogi funda um greiðslurnar til dóttur gunnars og hvort flokkurinn eigi að slíta stjórnarsamstarfinu n 20. maí 2009 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra greinir frá því að stjórn LíN muni rannsaka greiðslur frá sjóðnum til Frjálsrar miðlunar í stjórnarformannstíð gunnars n 20. maí 2009 sjálfstæðismenn í Kópavogi funda og ræða meðal annars um greiðslurnar til Frjálsrar miðlunar. n 21. maí 2009 Ljóst er að sjálfstæð- ismenn í Kópavogi eru ósáttir við umfang greiðslnanna. Framsóknar- og sjálfstæðismenn segjast ætla að bíða eftir úttektinni á viðskiptunum við Frjálsa miðlun áður en ákvarðanir verði teknar. Helstu Hneykslis- og spillingarmálin n rúmlega 50 milljóna króna greiðslur til Frjálsrar miðlunar frá Kópavogsbæ. n rúmlega 11 milljóna króna greiðslur til Frjálsrar miðlunar frá LíN. n Verkin sem verktakafyrirtækið Klæðning fékk frá Kópavogsbæ meðan gunnar átti það. n Hótanir gunnars í garð verktakafyrirtækisins ÓgBYgg sem dV hefur greint frá. n Eignarhluturinn í Klæðningu sem geymdur er hjá Kaupþingi í Lúxemborg og dV hefur greint frá. n Kaup Kópavogsbæjar á hesthúsum í eigu gunnars og fjölskyldu á gustssvæðinu. n gunnar tekinn ölvaður undir stýri í október 2002 eftir heimsókn á strippstaðinn goldfinger – ráðherradraumar gunnars dóu í kjölfarið. n myndir teknar af gunnari á goldfinger. skítapólitík? gunnar Birgisson hefur ítrekað kallað fyrir- spurnir guðríðar arnardóttur og félaga hennar í samfylking- unni í Kópvogi um Frjálsa miðlun „skítapólitík“. Fyrirspurnir bæjarfulltrúanna um Frjálsa miðlun hafa orðið til þess að margir innan sjálfstæðisflokksins í Kópavogi velta því nú fyrir sér hvort gunnar geti setið áfram sem bæjarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.