Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 24
Föstudagur 22. maí 200924 Fókus um helgina Haraldur á Hættustund Haraldur Jónsson ræðir við gesti sýningarinnar Leiftur á stund hættunnar sem nú stendur yfir í Listasafni Árnesinga á sunnudag- inn klukkan 15. Á sýningunni eru verk eftir átta íslenska myndlist- armenn sem allir vinna með ljósmyndina í list sinni og hafa á und- anförnum árum hlotið mikla athygli bæði hér heima og erlendis fyrir verk sín. Haraldur er einn þeirra sem eiga verk á sýningunni. Heima Hjá Hljóm- borðsleikara Hljómsveitirnar Retro Stefson og FM Belfast koma saman og spila í Ingólfsstræti 21a á föstudagskvöldið en það er heimili Þorbjargar, annars hljómborðsleikara Retro Stefson. Báðar hljómsveitirnar eru á meðal þeirra vinsælustu á landinu nú um stundir og verður yfirleitt enginn ósnortinn á tónleikum þeirra. Þeim til halds og traust verður svo hinn bráðefnilegi Jón Gunnar Stefáns- son sem er ellefu ára rappari og hefur listamannsnafnið MC Plútó. Tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykjavík og eru miðar eingöngu seldir í forsölu á midi.is. lHasa de sela á nasa Amerísk-kanadíska söngkonan Lhasa de Sela spilar á NASA á laugardag og sunnudag en tón- leikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Í tónlist hennar má heyra blöndu af hefðbundinni suður-amerískri tónlist og frum- legum tónsmíðum þar sem gætir sterkra áhrifa frá mexíkóskri tón- list, austur-evrópskri sígaunatón- list og óhefðbundnu rokki. De Sela hefur unnið til fjölda alþjóð- legra verðlauna, til dæmis fékk hún heimstónlistarverðlaun BBC sem besti tónlistarmaður Amer- íkuríkjanna árið 2005. Felix-verð- launin féllu henni í skaut 1997 og Juno-verðlaunin 1998 en þá þótti hún best alþjóðlegra listamanna. myndlistar- styrkir Kynningarmiðstöð íslenskrar mynd- listar styrkir að þessu sinni sex verk- efni um hina árlegu stærri styrki sem nema fjögur hundruð þúsund krónum hver. Þau sem hlutu styrk að þessu sinni eru Darri Lorenzen, Guðrún Kristjánsdóttir, þau Birgir Snæbjörn Birgisson, Finnbogi Pét- ursson, Guðjón Ketilsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Helgi Hjalta- lín Eyjólfsson, Katrín Sigurðardóttir og Ólöf Nordal (einn styrkur), Helgi Þórsson, Nýlistasafnið í Reykjavík og Kling & Bang gallerí. Í Óðamansgarði, fyrsta færeyska óp- eran, verður frumsýnd hér á landi í Þjóðleikhúsinu í kvöld, föstudag. Óperan var frumsýnd í Þórshöfn haustið 2006 en er sett hér upp í nýrri sviðsetningu í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Verkið er eftir hið þekkta færeyska tónskáld, Sun- leif Rasmussen, sem hlaut Tónlist- arverðlaun Norðurlandaráðs árið 2002. Óperan byggist á samnefndri smásögu Williams Heinesen úr smásagnasafninu Fjandinn hleypur í Gamalíel og er íslenskt heiti sög- unnar Garður brjálæðingsins. Hugmyndin að óperunni kvikn- aði árið 2001 þegar meðlimir tón- listarhópsins Aldubáran skoruðu á Sunleif Rasmussen að skrifa óp- eru. Hann tók áskoruninni og fékk Dánial Hoydal til þess að skrifa líb- rettó. Sagan á sér hvorki tíma né rúm heldur hverfist um brjálæðing- inn ógurlega sem er einbúi. Helstu sögupersónurnar eru Marselius og Stella, par á unglingsaldri sem veltir því stöðugt fyrir sér hver sé saga brjálæðingsins. Býr hann yfir yfir- náttúrulegum mætti? Er hann yfir- leitt til? Kjarninn í þessum spurn- ingum, og svörunum við þeim fær unga fólkið til þess að skoða sig sjálft og samband sitt í nýju ljósi. Íslenskir og færeyskir listamenn taka þátt í sýningunni. Söngvarar eru Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Þóra Einarsdóttir sópran og Bjarni Thor Kristinsson bassi. Tveir færeyskir leikarar flytja texta sem birtur verð- ur á íslensku á skjá og þá koma tveir íslenskir dansarar fram í sýning- unni. Til gamans má geta þess að leikmyndahönnuður sýningarinnar er Elisa Heinesen, barnabarn Willi- ams Heinesen. Fyrsta færeyska óperan Fögur og söngvís Eyjólfur Eyjólfsson og Þóra Einarsdóttir syngja í Óðamansgarði. Rauðhetta heitir nýtt leikrit sem leikhópurinn Lotta frumsýnir í Elliðaárdalnum á laugardag. Verkið er samsuða úr ævintýrunum Rauðhettu og úlfinum, Hans og Grétu og Grísunum þremur og er engin tilviljun að þau urðu fyrir valinu eins og Anna Berg- ljót Thorarensen, sem leikur Rauðhettu og nornina, sagði blaðamanni frá. Úlfurinn er ekki útrásarvíkingarnir „Þetta er sambland úr ævintýrun- um Rauðhetta og úlfurinn, Hans og Gréta og Grísirnir þrír. Og það ber nafnið Rauðhetta þar sem hún er svona rauði þráðurinn í gegnum verkið,“ segir Anna Bergljót Thorar- ensen, áhugaleikkona og talskona leikhópsins Lottu, sem þeir sem eiga leið um Elliðaárdalinn í sumar gætu rekist á. Lotta setur nefnilega þar upp leikritið Rauðhetta alla miðvikudaga í sumar undir berum himni. Leikhópurinn var stofnaður árið 2007 „af áhugaleikurum sem ákváðu að það væri ekkert gaman að taka sér sumarfrí frá leiklistinni,“ segir Anna. „Þetta er þriðja árið sem við setjum upp barnaleikrit yfir sumarið þannig að við höfum svona gert sumarið að okkar tíma. Svo tökum við vetrarfrí ólíkt hinum leikhúsunum.“ Sex eru í hópnum, þar af er ein í leiklistarnámi og hin hafa sótt hin ýmsu leiklistarnámskeið og lært í Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leiklistarfélaga. „Við hin erum því, hvað á ég að segja, „hálflærðir leik- arar“. Þetta er allavega orðið svolítið meira en áhugamál hjá okkur,“ segir Anna á léttu nótunum. Innileikrit ekki inni í myndinni Hugmyndin að því að setja upp þetta leikrit byggist upphaflega á því að Lotta leitast við að sýna verk sem gerast úti. „Sviðið okkar er nátt- úran og í stað þess að fara með eitt- hvað „innileikrit“ út reynum við að nýta okkur það element að vera úti og geta bætt því við leikritið,“ seg- ir Anna en síðustu tvö sumur hef- ur hópurinn sett upp Dýrin í Hálsa- skógi og Galdrakarlinn í Oz. Og það er engum tilviljunum háð að Rauð- hetta og úlfurinn, Hans og Gréta og Grísirnir þrír urðu fyrir valinu í þetta „samsteypuverkefni“. „Pabbi Hans og Grétu er veiðimaður og hann er þessi veiðimaður í Rauðhettusög- unni. Svo er náttúrlega úlfur bæði í Rauðhettu og Grísunum þremur og það er sami úlfurinn get ég sagt þér. Þetta gerist nefnilega allt í sama æv- intýraskóginum,“ útskýrir Anna með miklum sannfæringarkrafti. Og Anna er stjarna sýningarinnar, leikur sjálfa Rauðhettu. „Það er mjög gaman að takast á við það. Maður þarf mikið að brosa get ég sagt þér, hún er svo hamingjusöm stúlka. En ég er svo heppin að ég fæ að bregða Rauðhetta og úlfurinn anna Bergljót thorarensen sem rauðhetta glímir við hinn ginstóra úlf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.