Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 38
Föstudagur 22. maí 200938 Ferðir innanlands Munið okkar frábæru PIZZA tilboð: Fjöldskyldutilboð 2x16” heimsent 3.200.-ísk. Boltatilboð 9” og gosglas 1.200.-ísk. Heimsent tilboð 16” 2 álegg 2L gos 12”hvítlauksbrauð aðeins 2.390.-ísk. Sótt tilboð 16” 2 álegg 2L gos 1.790.-ísk. Hoflandssetrið er notalegur veitingastaður í Hveragerði Hoflandssetrið Heiðmörk 58 - 810 Hveragerði - S: 483-4467 - www.hoflandssetrid.is Kajakklúbburinn stendur fyrir veg- legri ferðadagskrá í sumar, sem all- ir áhugasamir ræðarar geta tekið þátt í. Klúbburinn stendur fyrir ferð- um, hvort sem er fyrir þá sem kjósa að róa um lygn vötn eða úfið haf- ið á sjókajak eða á straumkajak, þar sem róið er niður beljandi fljót. Ekki er gerð krafa um að þátttakendur í ferðum séu meðlimir í klúbbnum, en hins vegar eru þeir fyrirvarar settir í öryggisstefnu klúbbsins að ræðarar séu ekki alveg óvanir á kajak. Gísli H. Friðgeirsson, formað- ur ferðanefndar klúbbsins, seg- ir að skýrar öryggisreglur séu í gildi varðandi ferðir klúbbsins. Aðspurð- ur hvaða ferð hann mælir með fyrir þá sem eru tiltölulega óvanir, segist hann mæla með árlegum Jónsmessu- róðri klúbbsins. Þá er haldið út á haf á miðnætti á Jónsmessu og róið inn í nóttina, þennan lengsta dag ársins. Undanfarin ár hefur verið róið út frá Hvammsvík í Hvalfirði og búist er við því að svo verði áfram. Þurfa að Þekkja sínar takmörk Það stendur ekki á svörum hjá Gísla, þegar hann er spurður hvers vegna fólk ætti að prófa að róa á kajak yfir sumartímann. „Kajakróður er mjög góð aðferð til að vera úti í náttúr- unni og sjá landið frá öðru sjónar- horni heldur en vanalega.“ Hann seg- ir kajakróður reyna á jafnvægi og gefa mikla hreyfingu. „Þetta er líkamsrækt um leið. Svo er það mikið atriði að meta sínar takmarkanir, því aðstæð- ur geta snögglega breyst, svo maður ræður ekki við þær. Kajakróður þarf ekki að vera neitt hættulegur, ef mað- ur þekkir sín takmörk,“ segir Gísli. róið um Breiðafjarðareyjarnar Ein mest spennandi ferð sumars- ins að mati Gísla er helgarferð um Breiðafjörðinn, sem fram fer helg- ina 7. til 9. ágúst. Þá verður lagt af stað frá Króksfjarðarnesi á föstu- degi. Róið verður í fyrsta áfanga inn Króksfjörðinn og yfir að Borgareyri og Pjattarsteini þar sem tjaldað verð- ur. Daginn eftir verður farið á milli Hríseyjar og lands að Reykhóla- ströndinni og þörungavinnslunni í Karlsey, yfir í Akurey þar sem áð verður til sunnudags. Kajakklúbburinn mun einn- ig standa fyrir styttri ferðum, svo sem dagsferð meðfram Vatnsleysu- ströndinni auk haustferðar um Þingvallavatn. Þá verða ýmsar ferðir í boði fyrir straumkajakfólk, meðal annars Galtaleikarnir sem fara fram um miðjan júní. Tungufljótskapp- róðurinn fer fram 27. júní, en í hon- um keppa straumkajakræðarar í því hver er fyrstur niður ána, um leið og þeir leysa ákveðnar þrautir í straum- vatninu. Nánari upplýsingar um ferða- dagskrá klúbbsins má finna á vef- síðunni kayakklubburinn.com. valgeir@dv.is „Kajakróður þarf ekki að vera neitt hættuleg- ur, ef maður þekkir sín takmörk.“ Kajakklúbburinn er með fjölda skipulagðra ferða í sumar, bæði fyrir straumkajakræðara og sjókajakræðara. Gísli H. Friðgeirsson, formaður ferðanefndar Kajakklúbbsins, segir kajakróður gefa fólki færi á að sjá landið með öðrum hætti en vanalega. Lengri og styttri ferðir eru í boði í sumar. Meðal annars helgarferð í ágúst þar sem róið verður um eyjar Breiðafjarðar. Á Jónsmessunótt verður lagt af stað frá Hvammsvík og róið út í sumarnóttina. annað sjónarHOrn Á nÁttÚruna Kajak Kajakræðarinn Örlygur Sigurjónsson sést hér í árlegri ferð Kajakklúbbsins um eyjarnar á Breiðafirði. Mynd Sveinn Axel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.