Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Page 38
Föstudagur 22. maí 200938 Ferðir innanlands Munið okkar frábæru PIZZA tilboð: Fjöldskyldutilboð 2x16” heimsent 3.200.-ísk. Boltatilboð 9” og gosglas 1.200.-ísk. Heimsent tilboð 16” 2 álegg 2L gos 12”hvítlauksbrauð aðeins 2.390.-ísk. Sótt tilboð 16” 2 álegg 2L gos 1.790.-ísk. Hoflandssetrið er notalegur veitingastaður í Hveragerði Hoflandssetrið Heiðmörk 58 - 810 Hveragerði - S: 483-4467 - www.hoflandssetrid.is Kajakklúbburinn stendur fyrir veg- legri ferðadagskrá í sumar, sem all- ir áhugasamir ræðarar geta tekið þátt í. Klúbburinn stendur fyrir ferð- um, hvort sem er fyrir þá sem kjósa að róa um lygn vötn eða úfið haf- ið á sjókajak eða á straumkajak, þar sem róið er niður beljandi fljót. Ekki er gerð krafa um að þátttakendur í ferðum séu meðlimir í klúbbnum, en hins vegar eru þeir fyrirvarar settir í öryggisstefnu klúbbsins að ræðarar séu ekki alveg óvanir á kajak. Gísli H. Friðgeirsson, formað- ur ferðanefndar klúbbsins, seg- ir að skýrar öryggisreglur séu í gildi varðandi ferðir klúbbsins. Aðspurð- ur hvaða ferð hann mælir með fyrir þá sem eru tiltölulega óvanir, segist hann mæla með árlegum Jónsmessu- róðri klúbbsins. Þá er haldið út á haf á miðnætti á Jónsmessu og róið inn í nóttina, þennan lengsta dag ársins. Undanfarin ár hefur verið róið út frá Hvammsvík í Hvalfirði og búist er við því að svo verði áfram. Þurfa að Þekkja sínar takmörk Það stendur ekki á svörum hjá Gísla, þegar hann er spurður hvers vegna fólk ætti að prófa að róa á kajak yfir sumartímann. „Kajakróður er mjög góð aðferð til að vera úti í náttúr- unni og sjá landið frá öðru sjónar- horni heldur en vanalega.“ Hann seg- ir kajakróður reyna á jafnvægi og gefa mikla hreyfingu. „Þetta er líkamsrækt um leið. Svo er það mikið atriði að meta sínar takmarkanir, því aðstæð- ur geta snögglega breyst, svo maður ræður ekki við þær. Kajakróður þarf ekki að vera neitt hættulegur, ef mað- ur þekkir sín takmörk,“ segir Gísli. róið um Breiðafjarðareyjarnar Ein mest spennandi ferð sumars- ins að mati Gísla er helgarferð um Breiðafjörðinn, sem fram fer helg- ina 7. til 9. ágúst. Þá verður lagt af stað frá Króksfjarðarnesi á föstu- degi. Róið verður í fyrsta áfanga inn Króksfjörðinn og yfir að Borgareyri og Pjattarsteini þar sem tjaldað verð- ur. Daginn eftir verður farið á milli Hríseyjar og lands að Reykhóla- ströndinni og þörungavinnslunni í Karlsey, yfir í Akurey þar sem áð verður til sunnudags. Kajakklúbburinn mun einn- ig standa fyrir styttri ferðum, svo sem dagsferð meðfram Vatnsleysu- ströndinni auk haustferðar um Þingvallavatn. Þá verða ýmsar ferðir í boði fyrir straumkajakfólk, meðal annars Galtaleikarnir sem fara fram um miðjan júní. Tungufljótskapp- róðurinn fer fram 27. júní, en í hon- um keppa straumkajakræðarar í því hver er fyrstur niður ána, um leið og þeir leysa ákveðnar þrautir í straum- vatninu. Nánari upplýsingar um ferða- dagskrá klúbbsins má finna á vef- síðunni kayakklubburinn.com. valgeir@dv.is „Kajakróður þarf ekki að vera neitt hættuleg- ur, ef maður þekkir sín takmörk.“ Kajakklúbburinn er með fjölda skipulagðra ferða í sumar, bæði fyrir straumkajakræðara og sjókajakræðara. Gísli H. Friðgeirsson, formaður ferðanefndar Kajakklúbbsins, segir kajakróður gefa fólki færi á að sjá landið með öðrum hætti en vanalega. Lengri og styttri ferðir eru í boði í sumar. Meðal annars helgarferð í ágúst þar sem róið verður um eyjar Breiðafjarðar. Á Jónsmessunótt verður lagt af stað frá Hvammsvík og róið út í sumarnóttina. annað sjónarHOrn Á nÁttÚruna Kajak Kajakræðarinn Örlygur Sigurjónsson sést hér í árlegri ferð Kajakklúbbsins um eyjarnar á Breiðafirði. Mynd Sveinn Axel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.