Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Qupperneq 14
14 föstudagur 4. september 2009 fréttir Niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis, sem á að skila áliti sínu 1. nóvember, gætu mögulega orðið til þess að landsdómur yrði kallaður saman hér á landi. 15 manns skipa dóminn og hefur hann það hlutverk að dæma mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum. Hann hefur aldrei komið saman. Landsdómur getur aðeins dæmt um mál þrjú ár aftur í tímann. ráðherrar losna undan ábyrgð á þremur árum Brot gegn lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á þremur árum og því væri ekki hægt að rétta yfir ráðherrum í ríkisstjórnum Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar vegna stjórn- arframkvæmda þeirra í tengslum við bankakerfið sem hrundi á síðasta ári. Ráðherraábyrgð nær þannig heldur ekki til ákvarðana sem teknar voru í ríkisstjórn í tengslum við einka- væðingu bankanna árið 2002. Ráð- herraábyrgð hefur hins vegar ekki fyrnst á framkvæmdum ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur, sem tók við völdum sumarið 2007. Aldrei kallaður saman Niðurstaða rannsóknarnefndar Al- þingis, sem skipuð var í tengslum við bankahrunið, gæti gefið tilefni til þess að landsdómur yrði kallaður saman hér til að rétta yfir ráðherrum vegna ákvarðana sem teknar voru fyrir bankahrunið. Nefndin á að skila skýrslu sinni ekki seinna en 1. nóv- ember. Landsdómur hefur hins veg- ar aldrei verið kallaður saman á Ís- landi. Í lögum frá árinu 1963 er engu að síður gert ráð fyrir slíkum dóm- stól og honum falið að fara með og dæma þau mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af ráð- herrarekstri þeirra. Fyrirkomulagið er að danskri fyrirmynd. Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð frá sama ári bera ráðherrar ábyrgð á stjórn- arframkvæmdum samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Ákvæði almennra hegningarlaga geta tekið til ráðherra og má krefja þá refsiábyrgðar, brjóti þeir gegn stjórnarskránni eða lögum, en einnig ef þeir misbeita valdi sínu stórlega eða stofna heill ríkisins í fyr- irsjáanlega hættu með framkvæmd- um sínum í starfi. Fimmtán manns skipa landsdóm og skipa hann þeir fimm dómar- ar við Hæstarétt sem hafa lengst átt sæti þar, prófessor í stjórnskipunar- rétti við Háskóla Íslands, dómstjór- inn í Reykjavík og átta menn sem eru kosnir af Alþingi til sex ára í senn. Forseti Hæstaréttar er jafnframt for- seti landsdóms. Hafa til fyrsta nóvember Rannsóknarnefnd Alþingis hefur það hlutverk að draga upp mynd af aðdraganda bankahrunsins og kom- ast að orsökum þess. Nefndin á jafn- framt að leggja mat á hvort mistök eða vanræksla við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi hér á landi hafi átt sér stað í aðdraganda hrunsins. Á vefsíðu rannsóknar- nefndarinnar segir að athyglinni sé fyrst og fremst beint að stofnunum ríkisins og ráðuneytum. Hún á að skila skýrslunni 1. nóvember. Rannsóknarnefndin á einnig að segja til um hverjir að hennar mati beri ábyrgð á mögulegum mistökum og hverjir hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi við framkvæmd laga og reglna um fjármálamarkaðinn og eftirlit með honum. Rannsóknarnefndin veitir þó aðeins umsögn og er ekki að ætlað að vera dómsvald eða ákvörð- unarvald um beitingu stjórnsýslu- viðurlaga. 15 manna dómur Þeir átta sem kosnir voru í lands- dóm af Alþingi árið 2005, þegar síð- ast var kosið, eiga þar sæti til sex ára. Þau eru Linda Rós Michaelsdóttir kennari, Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, Sigrún Magnúsdóttir, fyrrver- andi borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, Fannar Jónasson viðskiptafræðing- ur, Hlöðver Kjartansson lögmaður, Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmað- ur og Brynhildur Flóvenz lögfræð- ingur. Þeir fimm dómarar við Hæsta- rétt sem hafa setið lengst eru Árni Kolbeinsson, sem jafnframt er for- seti Hæstaréttar og yrði þá einn- ig forseti landsdóms, Garðar Gísla- son, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigur- björnsson. Fulltrúi Héraðsdóms Reykjavíkur er Helgi I. Jónsson dóm- stjóri. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti og forseti laga- deildar Háskóla Íslands, myndi einn- ig taka sæti í dómnum. Landsdómur í kjölfar rann- sóknarnefndar? Gunnar Helgi Kristinsson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, telur erfitt að fullyrða á þessu stigi hvort landsdómur verður kall- aður til hér á landi. „Verið er að rann- saka aðdraganda hrunsins í svokall- aðri rannsóknarnefnd og niðurstaða hennar gæti sagt talsvert til um hvort ástæða er til frekari rannsókna eða ef til vill málshöfðunar fyrir almennum dómstólum eða landsdómi.“ Gunnar Helgi bendir á að ís- lenska fyrirkomulagið með lands- dóm sé hannað að danskri fyrirmynd. „Landsdómur kom tvisvar saman í Danmörku á tuttugustu öld, fyrst í svokölluðum Alberti-málum á fyrsta áratug aldarinnar, þar sem Íslands- ráðherrann var dæmdur í tukthúsið og síðan á tíunda áratugnum í svo- kölluðu Tamílamáli. Ráðamenn hlutu dóma í bæði skiptin. Í Danmörku hafa sérstakir rannsóknardómarar og rannsóknarnefndir verið meira í notkun en landsdómur. Segja má að landsdómur geti verið eðlilegt fram- hald slíkra rannsókna. Samkvæmt ráðherraábyrgðarlögum hér fyrn- ist sök eftir 3 ár en þó aldrei fyrr en 6 mánuðum eftir að næstu kosning- ar hafa verið haldnar eftir „brot“. Þau brot sem kæmu til álita hér þyrftu því að hafa verið framin haustið 2006 eða síðar,“ segir Gunnar Helgi. vALgeir örn rAgnArsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is lausir allra mála Halldór Ásgrímsson hætti sumarið 2006 og ráðherraábyrgð á öllum störfum hans því fyrnd. Davíð oddsson hætti sem ráðherra haustið 2005 og fyrndist ábyrgð hans því síðasta haust. vilhjálmur H. vilhjálmsson Páll Hreinsson sigrún Magnúsdóttir Dögg Pálsdóttir Árni Kolbeinsson gunnar Helgi Kristinsson „Samkvæmt ráherra- ábyrgðarlögum hér fyrnist sök eftir 3 ár en þó aldrei fyrr en 6 mánuðum eftir að næstu kosningar hafa verið haldnar eftir „brot“. Þau brot sem kæmu til álita hér þyrftu því að hafa verið framin haustið 2006 eða síðar.“ þessir eiga meðal annars sæti í landsdómi ráðherrar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde mynduðu Þingvallastjórnina árið 2007. Þau mætti enn draga fyrir landsdóm rísi rökstuddur grunur um brot í starfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.