Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Qupperneq 26
Ég skil ekki hvers vegna menn eru að æða upp um allar heiðar til að skjóta þessar rjúpur. Það er hægt að kaupa þær á fínu verði í Hagkaup,“ sagði fremur einföld, miðaldra kona í inn-hringitíma í einhverjum útvarpsþætti fyrir fáeinum árum. Þetta var áður en blátt bann var lagt við sölu rjúpnaafurða og þegar landsmenn gátu keypt íslenskar rjúpur í matvöruverslunum. Þó konan hafi vonandi síðar áttað sig á því að einhver hlyti að sjá um að veiða rjúpurnar sem voru til sölu, þá er þetta dæmi lýsandi fyrir skilningsleysi „óbreyttra“ borgara í garð okkar veiðimanna. Oftar en ekki, þegar veiðiferðir ber á góma, fæ ég orð í eyra frá þeim sem ekki veiða. Ég hef verið kallaður öllum ill- um nöfnum, allt frá ódæðismanni til kaldrifjaðs morðingja. Allt frá vesalingi til bastarðs. Ég læt slík fúkyrði mér í léttu rúmi liggja, allt þar til fullyrt er að ég sé óvinur dýra. Það verð ég aldrei. Myndirðu skjóta hund? En kyrkja kött? Myndirðu murka lífið úr lömbum?“ eru allt spurningar sem ég hef fengið frá því skotveiðitímabilið hófst fyrir um tveimur vikum. Að sjálfsögðu myndi ég aldrei meiða húsdýr. Ég vil heldur ekki valda villtum dýrum sársauka á nokkurn hátt. Ég fer sem oftast til veiða og æfinga til að komast hjá því að valda fuglum, eða öðrum dýrum sem ég veiði, sársauka. Ég vil aflífa þau í fyrsta skoti. Ég hef frá 14 ára aldri veitt í matinn, mér til ómældrar ánægju. Ekki vegna þess að ég muni svelta ef ég geri það ekki, heldur vegna þess að það er mín leið til að upplifa mig sem hluta af náttúrunni. Að kaupa skoskar rjúpur eða pekingendur í Hagkaup veitir mér ekki þá lífsfyllingu sem morgunstund úti í guðs-grænni náttúrunni veitir mér. Að klæða sig í hlý föt og hafast við úti í náttúrunni við sólarlag eða dög- un, er ólýsanleg upplifun. Að láta reyna á líkamleg og andleg þolmörk, í nístingskulda uppi á fjöllum, í leit að jólamatnum, er hrein unun. En veiði snýst ekki bara um að fella dýr eða veiða í matinn. Veið- mennska er miklu meira en það. Fé- lagsskapurinn er, rétt eins og ferska loftið og náttúru- fegurð sveitar- innar, ómissandi hluti veiðiferðar- innar. Án góðra veiðifélaga væru ferðirnar lítils virði. Einhverjum þarf maður að geta sagt hetjusögur af sjálfum sér, á meðan beðið er eftir að bráðin gefi sig. Þeir sem ekki hafa skilning á veiðum bera því jafnan við að gæsir geti ekki verið erfið bráð. Þeir gætu, ef þeir vildu, teygt sig út um bílgluggann á Miklubrautinni og gripið um hálsinn á þeim. Svo hlæja þeir upp í opið geðið á mér þegar ég segist ekki hafa fengið neitt, eftir að hafa eytt (varið) heilu morgnunum úti á túni eða ofan í skurði. Auðvitað er gaman þegar vel gengur á veiðum. Hins vegar er líka sjarmi yfir því að veiða ekki neitt endrum og eins. Til að setja þá fullyrðingu í samhengi mætti benda á að það væri lítið gaman ef íþróttamaður skoraði mark í hverri einustu tilraun. Það að veiða ekki neitt kennir manni nefnilega að meta gjöfulu dagana. Til fróðleiks má benda á að villt gæs, sem heldur ekki til í þéttbýli, er svo stygg að hún flýgur upp í mörg hundruð metra fjarlægð, gangi maður að henni á túni eða í móa.Annars finnst mér að sumu leyti ágætt hve stór hluti landsmanna hefur engan skilning á því hvers vegna menn vilja veiða. Veiðistofnar eru takmarkaðir á Íslandi sem annars staðar. Ef allir hefðu áhuga á því að skjóta fugla eða veiða fiska, er ég hræddur um að veiðar yrðu forréttindi þeirra sem hafa úr mestum fjármunum að spila. Það eru vissulega forréttindi að fá að veiða. Fyrir þau er ég tilbúinn að taka á mig ýmis fúkyrði; meira að segja að vera kallaður morðingi endrum og eins. Morðinginn Ég 26 föstudagur 4. september 2009 umræða BaLdur guðmuNdssON skrifar HELGARPISTILL Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift Tveir fyrir einn tilboð! Þú prófar áskrift í tvo mánuði og færð 50% afslátt Þú færð DV sent heim 3 daga vikunnar. Þú færð netaðgang að dv.is FRÍTT og getur lesið blöðin þín hvar og hvenær sem er. ::: ::: ::: :::
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.