Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Page 28
um helgina LókaL hafin Lókal, alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík, hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Í ár verður lögð áhersla á að sýna metnaðarfullar íslenskar leiksýningar frá liðnum vetri. Á meðal sýninga sem boðið verður upp á eru Dauðasyndirnar, Þú ert hér, Utan gátta, Húmanímal og Ódauðlegt verk um stríð og frið. Ein erlend sýning verður á hátíð- inni, írska sýningin Forgotten. Allar nánari upplýsingar á lokal.is. ótakmarkað 90´s Hljómsveitin 2 Unlimited spil- ar á Broadway á laugardagskvöld- ið í „stærsta 90´s partíi sem haldið hefur verið á Íslandi í áraraðir“, að því er segir í tilkynningu. 2 Unlimit- ed var stofnuð árið 1991 af tveimur Belgum, rapparanum Ray Slijnga- ard og söngkonunni Anitu Doth. Á fimm ára tímabili á 10. áratugnum átti hljómsveitin fjölda slagara, þar á meðal hið feikivinsæla No Limit. Húsið er opnað á miðnætti en þeir sem koma fram með 2 Unlimited eru Sindri Bm, Frigore, Haffi Haff, A.K.A. og plötusnúðurinn Ajax. Mið- ar eru seldir í Skór.is og kosta 2500 krónur. aukasýningar á rándýr Tvær aukasýningar á leikritinu Rándýr eftir breska leikskáldið Simon Bowen hafa verið settar á. Rándýr var frumsýnt í Þjóðleik- húsinu í London árið 2002 við góðar undirtektir og var sýnt á artFart-hátíðinni á dögunum. Verkið gerist árið 2002 þegar allt er á uppleið og fjallar um átta manneskjur í mismunandi þrep- um góðærisstigans, sem eiga þó allar sameiginlegt að vilja meira. Leikstjóri er Heiðar Sumarliða- son. Leikritið er sýnt í Leikhús- Batteríinu, fyrir ofan skemmti- staðinn Batteríið (gamla Organ). Sýningarnar verða núna á laugar- daginn klukkan 21 og föstudag- inn 18. september klukkan 18. Pöntunarsíminn er 897 0496 og miðaverð 2000 krónur. Opið hjá Línu rut Listakonan og fyrrverandi fyrirsæt- an Lína Rut Wilberg verður með sýningu á vinnustofu sinni Bald- ursgötu 14 í Reykjanesbæ í tilefni af Ljósanótt. Lína Rut verður með ný málverk, lágmyndir og nýja hönnun til sýnis. Lína lauk námi frá málara- deild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Hún stundaði síð- ar skúlptúrnám í Flórens á Ítalíu en hefur búið í Lúxemborg undanfarin ár. Nú er hún hins vegar flutt heim og heldur sýningu í heimabæ sínum. Haustið er innan seilingar og fram undan hjá Listasafni Reykjavíkur er líflegt sýningarár með fjölbreyttum listsýningum og ótal viðburðum. Í gær voru þrjár sýningar opnaðar í Hafnarhúsinu sem marka upp- haf sýningartímabils vetrarins. Auk sýningar Lars von Trier og Friðriks Þórs Friðrikssonar, Endurkynni rammanna, sem sagt var frá í DV í vikunni, hefur verið opnuð sýning í D-sal og ný Erró-sýning lítur dags- ins ljós. Þrettándi listamaðurinn í D-sal- ar sýningaröðinni er Ingibjörg Birg- isdóttir sem sýnir nýtt myndbands- verk og bútasaumsverk á vegg. Yfirskrift sýningarinnar er Hvergi en óræða merkingu orðsins er víða að finna í innsetningu hennar. Ingi- björg útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og hefur haldið sýningar á Íslandi og í Bandaríkjun- um. Hún hefur leikstýrt fjölmörg- um teiknimyndum fyrir innlenda tónlistarhópa sem sýnd hafa verið á Youtube við miklar vinsældir. Sýn- ingarstjóri er Yean Fee Quay. Sýn- ingin stendur til 18. október. Japönsk ástarbréf er önnur syrp- an af verkum Errós sem tengist sýn- ingunni Mannlýsingar sem opnuð var fyrr á þessu ári. Syrpan er ekki einkennandi fyrir myndlist Errós þar eð litbrigði verkanna eru grá og brún, sem er ákaflega óvenjulegt hjá þessum litaglaða málara. En sérstaða syrpunnar í höfundarverki Errós kemur fram í myndrænu inn- taki þar sem ritmál er í samkeppni við annað myndefni. Sköpunarsaga verkanna tengist heimsreisu málar- ans 1971-72 en þá fór hann meðal annars til Japans. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Sýningin stendur til 3. janúar. Þrjár sýningar opnaðar í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur: Hvergi og japönsk ástarbréf 28 föstudagur 4. september 2009 fókus Hvergi Úr verki á sýningu Ingibjargar Birgisdóttur. „Ég hef aldrei komið til Íslands en hef heyrt hversu fallegt landið er. Vin- ur minn sem hefur verið þarna hef- ur oft talað svo vel um landið þannig að ég er mjög spenntur fyrir heim- sókninni,“ segir Forman þegar blaða- maður byrjar á að spyrja hann hvers vegna hann hafi þegið boð um að vera heiðursgestur á RIFF-hátíðinni í ár. Ætla má að leikstjóri af hans kal- íberi fái mýgrút af þess háttar boð- um á hverju ári og flestöllum hafnað. En Íslandsheimsóknin er alla vega að verða að veruleika, ófáum kvik- myndaáhugamönnum hér á landi til ómældrar gleði. Forman er einn fremsti kvik- myndaleikstjóri samtímans. Hann er einn fjögurra núlifandi leikstjóra sem hafa hlotið Óskarsverðlaunin fyrir leikstjórn tvisvar, hinir eru Clint Eastwood, Oliver Stone og Steven Spielberg, en þau hlaut hann fyr- ir One Flew Over the Cuckoo’s Nest (1975) og Amadeus (1984). Þá er For- man einungis einn þriggja núlifandi leikstjóra sem fengið hafa Óskarinn tvisvar fyrir bestu mynd, auk fjölda annarra verðlauna sem myndir hans hafa hlotið á hátíðum eins og Cannes, BAFTA og Golden Globe. Af öðrum myndum sem Forman hefur leikstýrt má nefna Man on the Moon (1999), The People vs. Larry Flynt (1996), Hair (1979) og Valmont (1989). Forman er fæddur í gömlu Tékkó- slóvakíu árið 1932. Í kjölfar innrás- ar Sovétmanna í landið undir lok sjöunda áratugarins flúði hann til Frakklands og síðar til Bandaríkj- anna þar sem hann hefur búið síð- an. Fyrir búferlaflutningana var For- man lykilmaður í merkilegri bylgju tékkneskra leikstjóra en þá leikstýrði hann myndum á borð við Svarta-Pét- ur (Cerný Petr), Ástir ljósku (Lásky jedné plavovlásky) og Slökkviliðs- veislan (Horí, má panenko). Peningaskortur hamlar vinnunni Sagt hefur verið frá því að Forman vinni nú að mynd sem nefnist The Ghost of Munich. Sú vinna er hins vegar stopp sökum peningaskorts. „Eins og staðan er núna er ekki einu sinni víst að hún verði gerð,“ segir Forman sem staddur er heima hjá sér í Connecticut þegar blaðamaður nær tali af honum. „Við vorum byrjaðir á undirbúningnum en þá var ekki búið að fjármagna hana að fullu. Við erum núna hættir vinnunni á meðan fram- leiðandinn reynir að afla fjár.“ Á meðan segist Forman bara bíða og velta fyrir sér möguleikum á öðr- um verkefnum. Það sé hins vegar ekkert fast í hendi með þau og því ekkert sem hann geti rætt að svo stöddu. The Ghost of Munich, ef af gerð hennar verður, er byggð á sam- nefndri bók Frakkans Georges-Marc Benamou og fjallar um München- ráðstefnuna svokölluðu sem fram fór árið 1938. Þar fórnuðu Bandamenn Tékkóslóvakíu í samningum við nas- ista í þeirri trú að með því næðist að halda friðinn í Evrópu. Forman las bókina fyrir rúmu ári og lýsti í fram- haldinu yfir áhuga á að kvikmynda hana. „Bókin fjallar í grunninn um þátttöku Édouard Daladiers, þáver- andi forsætisráðherra Frakklands, í München-ráðstefnunni,“ segir Milos Forman hafði unnið að undirbúningi myndar sem fjallar um aðdraganda síðari heimsstyrjaldar í nokkurn tíma þegar stöðva þurfti vinnuna sökum fjárskorts. Af tilfinningalegum ástæðum hafði hann aldrei snert á þessu umfjöllunarefni þar sem foreldrar Formans voru myrtir í útrýmingarbúðum nasista. Kristján Hrafn Guð- mundsson talaði við For- man í vikunni. Tekst loksins á við Helförina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.