Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Page 34
34 föstudagur 4. september 2009 helgarblað verður bara að slá í band þar,“ segir Björn og skellihlær þegar blaðamaður stingur upp á hljómsveitarnafninu Icesave. Afbrigðilegur áhugi á pólitík Þrátt fyrir 36 ára sjómennsku einbeitir Björn Valur sér nú að Alþingi þar sem hann situr fyrir Vinstri-græna en hann komst inn í kosn- ingunum í vor. Hann segist alla tíð hafa haft gaman af pólitík, áhuginn hafi jafnvel ekki þótt eðlilegur. „Ég hef alla tíð frá því ég var krakki haft mikinn áhuga á pólitík og stjórnmálum - það þótti stundum afbrigðilegt. Ég hef alltaf vilj- að fylgjast með og stundaði mikið fundi þegar ég var yngri. Tvisvar fór ég í framboð fyrir Al- þýðubandalagið og komst inn sem varamað- ur 1990. En nánast við hverjar einustu kosn- ingar hef ég verið viðloðinn einhverja vinnu við kosningabaráttu. Ég hef jafnvel tekið mér frí frá vinnu vegna þess, ég hef haft svo gam- an af því. Þetta hefur alltaf verið hluti af lífinu hjá mér og ég hef gaman af rökræðunni,“ segir Björn sem sat meðal annars í bæjarstjórn Ól- afsfjarðar í tólf ár. ÞingmennskAn mikil breyting „Ég í sjálfu sér hafði ekkert miklar vonir um það að komast á þing í upphafi,“ segir Björn um kosningabaráttuna. „Sjálfstæðisflokkur- inn hefur alltaf haft svo mikla maskínu til að setja í gang þegar þess hefur þurft en núna virtist eins og enginn vildi vilja kenna sig við flokkinn, skiljanlega. Þar að auki gekk okkur mjög vel og málflutningur okkar féll í góðan jarðveg. Þegar fór að líða á baráttuna fann maður fyrir því að það gæti orðið að veruleika að Vinstri-grænir gætu komið þremur mönn- um inn,“ segir Björn og viðurkennir að sætið á Alþingi hafi komið honum svolítið á óvart. „Þetta kom að sumu leyti flatt upp á mig. Þetta er mikil breyting á lífi manns sem býr úti á landi að vera suður í Reykjavík alla daga. Það hefur nánast ekki verið nokkurt frí - kannski einn og einn dagur sem maður hef- ur getað skotist norður. Svo er þetta ekki bara breyting fyrir mig heldur fjölskylduna líka,“ segir hann. mikill tekjumissir Að verA á AlÞingi Það er ekkert leyndarmál og hefur aldrei verið að skipstjórar þéna vel og hafa ætíð gert. Eins er vanalega gott frí á milli túra sem hentar fjölskyldumönnum ágætlega þó fjarvistirnar geti auðvitað verið erfiðar. Það segir sig samt sjálft að tekjur Björns Vals hafa rýrnað veru- lega með veru hans á Alþingi. Það viðurkenn- ir hann fúslega. „Þetta er mikill tekjumissir. Ég fer nið- ur um allavega helming og á móti bætist við ríflega helmingi lengri vinnutími. Þetta eru mikil viðbrigði á margan hátt. Þetta er óheil- brigð djöfulsins vinna frá morgni til kvölds og nánast allar helgar eins og þetta hefur verið í sumar. Tímakaupið sem slíkt er því ekkert svakalega hátt. Maður er nú samt að vona að þetta sumarþing sé eitthvað afbrigðilegt,“ seg- ir Björn en hefur hann hreinlega efni á því að vera á Alþingi? „Það er bara spurning. Í alvöru talað,“ segir hann. kemur í ljós hvort ÞettA hentAr Björn Valur býr eins og áður segir á Akureyri og þar býr fjölskylda hans. Eins á hann enn hús í Ól- afsfirði og þá þarf hann einnig að halda úti íbúð í Reykjavík. „Þessu fylgir auðvitað dálítill kostnað- ur að halda úti tveimur heimilum. Ég fæ greitt frá Alþingi húsnæðisstyrk sem dugar nú varla fyrir leigu. Ég held heimili á Akureyri og svo þarf ég að leigja fyrir sunnan og reka mig þar. Þessu fylg- ir eðlilega mikill kostnaður. En þessu fylgja líka fjarvistir að heiman og þær eru talsvert meiri en þegar ég var úti á sjó,“ segir Björn en það á eftir að koma í ljós hvort hann leggi þingmennskuna alveg fyrir sig. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta henti mér. Ég tók mér árs frí frá minni ágætu útgerð og ég ætla bara að nota þann tíma til reynslu. Það getur vel verið að bara eins og þegar fólk skipt- ir um vinnu líki því ekki vinnan eða þetta henti ekki. Ég er hins vegar á Alþingi af mikilli ein- lægni og ver öllum mínum kröftum í þetta starf og hef mjög gaman af því,“ segir hann. á sjónum ræður einn mAður Aðspurður um þingmennskuna segir Björn vinnulagið á Alþingi allt annað en hann sé van- ur. Hann spyr blaðamann hvort hann hafi nokk- urn tíma stundað sjóinn. Þegar blaðamaðurinn af malbikinu viðurkennir reynsluleysi sitt í þeim efnum útskýrir Björn hið einfalda „lýðræði“ sem er í gildi á sjónum. „Á sjónum er einfalt kerfi. Lýðræðið þar felst í því að þar ræður einn maður og ef menn hlýða ekki því sem hann segir brýnir hann raustina og þá er málið leyst. Ég er alinn upp við þetta eins og allir aðrir sjómenn. Maður gerir bara það sem fyrir liggur þó það sé ekkert alltaf með bros á vör. Samstillt áhöfn úti á sjó er gulls ígildi og þó menn séu fúlir út í hver annan þá ganga menn í verkin og klára þau. Ég hef verið beggja vegna borðsins. Bæði þurft að hlýða skipunum og þurft að láta hlutina ganga upp. Þetta er allt öðruvísi vinnulag en ég er starfandi í núna,“ segir Björn. ÞettA hefur verið undArlegur tími Þegar talið berst að Alþingi og Icesave-umræð- unni verður Birni meira niðri fyrir eftir annars hresst spjall. „Þetta er búinn að vera undarleg- ur tími,“ segir hann og heldur áfram ómyrkur í máli. „Mér finnst mjög afbrigðilegt að sjá full- trúa stjórnmálaflokka sem eru dauðasekir um ástandið hér á Íslandi í dag láta eins og þeir séu eins og nýstraujað og samanbrotið lín og aldrei hafi fallið kusk á. Á örskömmum tíma hefur um- ræðan snúist frá því hver leiddi þessa vesalings þjóð í þessar ógöngur yfir í það hverjir eru að reyna að leysa málin og allt í einu er allt þeim að kenna. Mér finnst mjög sérstakt að sjá þessa þingmenn og formenn þessara stjórnmálaflokka tala eins og þeir séu algjörlega pólitískt óspjall- aðir,“ segir hann en honum finnst verst hvað tím- anum á sumarþingi hefur verið illa varið. Niður- staðan eftir allt þetta japl, jaml og fuður í sumar varð sú sama og hún var í júní. „Niðurstaðan eftir allt sumarþingið varð svo á endanum sú að Alþingi staðfesti samninga sem undir var skrifað fimmta júní í sumar. Þeir voru samþykktir af stjórnarmeirihlutanum. Stjórn- arandstaðan, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, sem þóttist ætla að koma að málum bognaði á endanum og vék sér undan ábyrgðinni. Allt sumarið hefur því farið fyrir lítið. Það er að segja, það hefur engin breyting orðið á því sem lagt var upp með í upphafi, að við ætlum að standa okk- ar plikt, reyna að vera þjóð meðal þjóða og borga þessar skuldir. Það hefur ekkert breyst í því,“ seg- ir skipstjórinn, alþingismaðurinn og rokkarinn Björn Valur Gíslason. tomas@dv.is „Ég hÉlt því fram að þeg- ar svo væri komið fyr- ir þessari ágætu þjóð okkar að menn tækju ekki eftir því að höggið væri inn í grunnatvinnu- veginn, þá væru menn einfaldlega að mæla einhverja vitleysu. mæli- stokkurinn væri bara rangur. og það hefur komið í ljós núna.“ sendur í tónlistarskóla þegar hann var lítill „Vissulega hætti ég því eftir að ég fór á sjóinn en ég hélt því við og samdi tónlist.“ mynd pedromyndir skipstjórinn Björn Valur hefur verið sjómaður í 36 ár og skipstjóri á Kleifarberginu í tvö ár. mynd pedromyndir góður afli Afar vænt ufsaholl. Aftast á myndinni má sjá sáttan skipstjóra með þumalinn hátt á lofti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.