Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Page 42
42 föstudagur 4. september 2009 sport Það varð hreinlega allt vitlaust á Eng- landi að kvöldi 21. nóvember 2007 þegar landsliðið þar á bæ í knattspyrnu tapaði 3-2 fyrir Króatíu í lokaleik und- ankeppni Evrópumótsins. Tapið þýddi að England var ekki á stórmóti í fyrsta skipti í fjölmörg ár og var einum manni - og þá aðeins einum manni - kennt um allt, nefnilega þáverandi þjálfara liðsins, Steve McLaren. Ensku blöðin tóku hann og reyndar leikmenn liðsins gjörsamlega af lífi daginn eftir. Enska knattspyrnusambandið brást strax við. McLaren var rekinn um leið og lofaði sambandið ítarlegri naflaskoðun, enda gengi liðsins verið algjört grín. Hver á að taka við enska landsliðinu? var spurningin sem var á allra vörum á Englandi. Á endanum var ráðinn til starfa ítalski snillingurinn og sigurvegarinn Fabio Capello. Hann hefur unnið allt á ferlinum en ljóst var að hans beið gífurlega erfitt verkefni, verkefni sem hann hefur hingað til leyst með sóma, enda enska landsliðið taplaust í undankeppni heimsmeist- aramótsins og getur tryggt sig inn á HM með sigri á Króatíu - skemmtilegt deja vu - á laugardaginn. Hann einn ræður Enska pressan gerði ætíð mikið úr því að Steve McLaren hefði enga stjórn á stjörnum enska landsliðsins sem völt- uðu hreinlega yfir hann. Eitt af því fyrsta sem Capello gerði var að koma mönnum í skilning um að hann réði ferðinni og að hann gerði það einn. Leikmennirnir bera augljóslega mikla virðingu fyrir Capello og hafa treyst honum í einu og öllu. Hann var einnig mjög meðvitaður um að enskukunnátta væri mikilvæg eins og kom bersýnilega í ljós hjá úr- valsdeildarfélaginu Chelsea þegar Luis Scolari var þar ráðinn í fyrra. Capello kom mjög á óvart á sínum fyrsta blaðamannafundi þegar hann talaði fína ensku og hefur hann lagt mikinn metnað í að læra hana enn betur og verið í stífu enskunámi. Capello hef- ur heldur ekki verið þekktur fyrir neitt annað en að leggja mjög hart að sér - oft verið kallaður vinnualki. Gefið öðrum tækifæri Capello var fljótur að afgreiða eitt helsta vandamál enska liðsins undir stjórn fyrrum þjálfara. Hvernig ætti að láta Frank Lampard og Steven Gerrard spila í sama liði inni á sama velli. Hann hefur aldrei gert mikið úr því að leysa þá flækju en báðir hafa átt magnaðan leik fyrir landsliðið undir hans stjórn. Enginn hefur þó líklega blómstrað meira en Wayne Rooney sem er marka- hæsti leikmaður undankeppninnar og skorar nærri því í hverjum leik. Rooney hentar afskaplega vel að hafa hinn stóra og stæðilega Emile Heskey við hlið sér á sóknarlínunni en það er einn af þeim leikmönnum sem Capello notar gjarnan umfram aðra forvera hans. Heskey hefur ver- ið með fast sæti í liðinu við hlið Roon- eys og staðið sig vel á meðan stjörnur á borð við Defoe, Crouch og Owen hafa þurft að sitja á bekknum eða ekki ver- ið í hópnum. Mannskapurinn hefur ekkert tekið neinum ævintýralegum breytingum undir stjórn Capellos en leikmenn á borð við Gareth Barry hafa fengið mikilvægara hlutverk í liðinu og sinnt því vel. Taplausir Þegar England var dregið í riðil með Króatíu, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Kazakhstan og Andorra varð brún- in léttari á Englendingum. Þeir vissu að vísu að þarna væri ekki á ferðinni léttasti riðillinn og höfðu margir efa- semdir, enda liðinu gengið hörmulega síðustu tvö árin. En undir stjórn Capel- los voru menn bjartsýnir. 2-0 sigur á útivelli gegn Andorra fyllti þá ensku engri ævintýralegri bjartsýni en þeg- ar Króötum var slátrað, 4-1, í Króatíu vissu menn að nýir og betri tímar væru handan hornsins. Síðan þá hefur Eng- land farið létt með þennan riðil og þeg- ar sjö leikjum er lokið hafa þeir unnið þá alla með markatöluna 26-4. Og eins og áður segir dugir sigur, og meira að segja jafntefli, gegn Króatíu á Wemb- ley á laugardaginn til að tryggja sér farseðilinn til Suður-Afríku. Tveimur árum eftir hörmungina á sama stað. Enska landsliðið í knattspyrnu getur á laugardaginn tryggt sér sæti í úrslitakeppni heimsmeist- aramótsins sem fram fer í Suður- Afríku næsta sumar. Til þess þarf liðið að vinna Króatíu á heima- velli en fyrir rétt tæpum tveimur árum missti England af sæti á EM 2008 eftir tap gegn Króatíu. Eftir það varð allt vitlaust og hófst þá- mikil naflaskoðun hjá liðinu. Ítal- inn Fabio Capello var ráðinn og nú er öldin svo sannarlega önnur hjá enska landsliðinu. Á sama tíma - tveimur Árum seinna Fyrirsagnir enskra blaða eFtir hörmungina 2007 Daily Mail sagði að Mcclaren MynDi lifa í Minningunni seM auMingi Með regnhlíf. Þvílíkt safn af auMingjuM. Daily star skóf ekkert utan af Því. lýsingar guarDian voru hnit- Miðaðar: vonlausir, óheppnir, hjálparlaus- ir. the sun sagði enska knattspyrnu vera koMna í ræsið eftir tapið gegn króatíu. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Bjargvætturinn Fabio Capello hefur rifið enska landsliðið upp úr ræsinu. Gerðu það sem ég segi, drengur Wayne Rooney hefur blómstrað í landsliðinu undir stjórn Capellos. Hefur komið sterkur inn Eitt af leynivopnum Capellos hefur verið tröllið Emile Heskey.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.