Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 46
Myrti börnin sín fiMM
Á tveimur klukkustundum myrti Genevieve Lhermitte kerfisbundið fimm
börn sín. Við morðin notaði hún tvo hnífa sem hún hafði keypt í stór-
markaði í grenndinni. Fyrir dómi lýsti hún morðunum róleg og yfirveguð
og tilkynnti að hún vonaðist til að fá skilið, við réttarhöldin, ástæður fyrir
þeim óhugnanlega glæp sem hún hafði framið.
Lesið um móðurina sem myrti börnin sín í næsta helgarblaði DV.
Morðinginn seM
vildi verða frægur
Derek Brown las sér til um fræga fjöldamorðingja áður en hann framdi sitt fyrsta morð. Derek vildi verða
frægur, en hann var handtekinn eftir sitt annað morð. Líkamsleifar fórnarlambanna hafa aldrei fundist, en
talið er að hann hafi hlutað líkin í sundur í baðkerinu á heimili sínu.
Í október 2008 var Derek Brown
sakfelldur fyrir tvö morð og var
dómurinn kveðinn upp í Old
Bailey-dómhúsinu í Lundún-
um. Fórnarlömb Dereks voru
tvær konur sem tilheyrðu lægri
stigum samfélagsins og hvarf sú
fyrri, Xiao-Mei Guo, 29. ágúst,
2007, og sú seinni, Bonnie Barr-
ett, þremur vikum síðar.
Skömmu fyrir morðin hafði
Derek Brown trúað vinkonu
sinni fyrir því að eitthvað væri
í vændum. „Þú munt heyra af
mér,“ sagði Derek Brown við
vinkonu sína. „Ég ætla að verða
frægur.“ En í ljósi þess að Derek
var 47 ára vörubílstjóri sem vann
á næturnar við að keyra út dag-
blöð mátti ætla að fullyrðingar
hans lýstu óskhyggju frekar en
einhverju öðru.
En tveimur morðum síðar var
ljóst að Derek hafði ekki látið
sitja við orðin tóm.
Vandlega undirbúinn
Derek Brown stökk ekki út í
djúpu laugina, eins og stund-
um er sagt, þegar hann framdi
morðin. Hann hafði lesið sér til
og undirbúið sig vandlega. Der-
ek hafði meðal annars fengið á
bókasafni bókina „Killers – The
Most Barbaric Murderers of Our
Times“, en í henni var að finna
frásagnir af Stu Sutcliffe, Yorks-
hire Ripper, sem myrti þrettán
konur á árunum 1975 til 1980,
og Dennis Nilsen, lögreglu-
manni frá Lundúnum sem sneri
við blaðinu og gerðist fjölda-
morðingi og banaði að minnsta
kosti fimmtán karlmönnum og
drengjum á fimm ára tímabili í
Norður-Lundúnum.
Réttu tólin keypt
Derek Brown gerði gott betur en
að lesa sér til því hann fór einn-
ig í verslunarleiðangur. Í „gerðu
það sjálfur“–búð B&Q keypti
Brown sér „gerðu það sjálfur“-
morðtól; sterka bogasög, vatns-
heldan dúk, iðnaðarplastfilmu,
hanska, hreingerningarefni og
einangrunarlímband. Að þessu
loknu hélt Derek Brown í leitir.
Sem fyrr segir var fyrra fórn-
arlamb Dereks, Xiao-Mei Guo.
Xiao-Mei Guo var ólöglegur kín-
verskur innflytjandi, sem og eig-
inmaður hennar sem um þetta
leyti afplánaði dóm fyrir að selja
ólöglega fjölfaldaða mynddiska.
Synir þeirra höfðu ekki komið
með þeim til Bretlands og þau
höfðu lifibrauð af því að selja
ólöglega mynddiska í White-
chapel-hverfinu í Lundúnum.
Fórnarlömbin unnu á
götunni
Undir því yfirskyni að hann vildi
sannreyna gæði diskanna sem
Guo seldi lokkaði Derek hana
heim með sér og eftir það sást
ekki tangur né tetur af henni.
Við rannsókn síðar taldi lögregl-
an að Guo hefði verið myrt í for-
stofunni, sennilega þegar hún
reyndi að flýja.
Þremur vikum síðar lét Der-
ek Brown til skarar skríða í ann-
að sinn. Fyrir valinu varð Bonn-
ie Barrett, 24 ára kókaínfíkill sem
fjármagnaði neyslu sína með
vændi. Líkt og Guo vann Bonnie
fyrir sér á götunni og taldi Derek
að enginn myndi sakna þeirra.
Bonnie Barret endaði lífdaga
sína í hnipri við uppþvottavélina
í eldhúsi Dereks. Bonnie hvarf af
yfirborði jarðar líkt og Xiao-Mei
Guo.
Blóð um alla íbúð
Sennilega varð það Derek að falli
að hann hafði náðst á filmu eft-
irlitsmyndavélar við Whitechap-
el-lestarstöðina, nokkur hundr-
uð metrum frá þeim stað sem
Bonnie hvarf frá þremur vikum
síðar.
Þegar lögreglan handtók Der-
ek neitaði hann ekki að þekkja
Guo og sagði að þau ættu í kyn-
lífssambandi. En þegar lögreglan
fann blóðslettur víða í íbúð hans
neitaði Derek að tjá sig frekar.
Við nánari rannsókn fannst
blóð um alla íbúð, í öllum her-
bergjum, þrátt fyrir augljósar til-
raunir til að hreinsa það. Búið var
að fjarlægja veggfóður af veggj-
um, teppi af gólfum og fata full af
vatni stóð tilbúin til notkunar.
Mikið blóð á baðherberg-
inu benti til þess að Derek hefði
hugsanlega hlutað líkin sundur í
baðkarinu.
Skellir skuldinni á boð-
flennur
Derek Brown var ekki af baki
dottinn og fullyrti að boðflennur
bæru ábyrgð á morðunum
tveimur sem framin voru í íbúð
hans. Kviðdómur lagði, merki-
legt nokk, ekki trúnað á þá út-
skýringu.
Blóð úr konunum fannst á
sextíu og fimm mismunandi
stöðum í íbúð Dereks, á veggj-
um, í lofti og á gólfinu, en það
var allt og sumt. Lík fórnar-
lambanna hafa aldrei fundist, en
horfin lyftingarlóð Dereks bentu
til þess að hann hafi, eftir að hafa
hlutað líkin sundur og pakkað
þeim í plastfilmu, sökkt líkams-
hlutunum í Tempsá. Samkvæmt
annarri kenningu á hann að hafa
notað iðnaðarpressu.
Enginn nýgræðingur
Við réttarhöldin kom í ljós að
Derek Brown var ekki skáta-
drengur. Hann hafði verið
dæmdur til sjö ára fangelsisvist-
ar árið 1989 fyrir að nauðga konu
fyrir framan ungan son hennar.
Einnig höfðu fórnarlömb fimm
eða sex annarra árása, sem áttu
sér stað á tveggja áratuga tíma-
bili, borið kennsl á hann. Að
auki hafði hann verið grunaður
í rannsókn á morði sem framið
hafði verið fyrir utan Lundúnir.
Derek Brown sótti mikið í fé-
lagsskap vændiskvenna og hafði
skömmu fyrir morðin sagt skil-
ið við maka sinn til langs tíma.
Hann átti sjö börn með fjórum
konum.
Ef ætlun hans hafði verið að
skapa sér nafn sem nýr Jack the
Ripper mistókst það hrapallega,
en talið er að hann sé fyrsti mað-
urinn sem sakfelldur er fyrir
tvö morð þrátt fyrir að líkin hafi
vantað.
Umsjón: koLbeinn þorsteinsson, kolbeinn@dv.is
46 föstudagur 4. september 2009 sakaMál
Bonnie Barret endaði
lífdaga sína í hnipri
við uppþvottavélina í
eldhúsi Dereks.
Derek Brown
morðingi sem vildi
öðlast frægð.Xiao-Mei Guo (t.v.) og Bonnie Barrett Var fórnað fyrir frægðina.