Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Page 61

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Page 61
DJ AM Varð aðeins 36 ára gamall. Lagður tiL hinstu hvíLu Tónlistarmaðurinn DJ AM var lagður til hinstu hvílu á mið-vikudaginn í Los Angeles. AM sem hét réttu nafni Adam Goldstein lést á föstudaginn var af völdum of- neyslu eiturlyfja. Adam hafði lengi barist við eiturlyfjadjöfulinn og ekki farið leynt með það heldur talað op- inberlega um fíkn sína í forvarnar- skyni. Adam vann með fjölmörgum þekktum stjörnum í gegnum tíð- ina eins og Madonnu og Will Smith. Meðal þeirra sem voru viðstaddir jarðarförina, sem var smá í sniðum, voru vinir hans, leikarinn Scott Caan og trommarinn Travis Barker sem var áður í sveitinni Blink 182. Travis og Adam voru góðir vinir og unnu töluvert saman en þeir lifðu af mjög alvarlegt flugslys árið 2008. Kærasta Adams, Hayley Wood, var einnig viðstödd jarðarförina en hún var hjá tónlistarmanninum þegar hann andaðist á föstudag. Hann var aðeins 36 ára gamall. DJ AM jarðsunginn í Los Angeles: Travis Barker og Scott Caan Fylgja vini sínum til graf- ar á miðvikudag. Borinn til grafar Vinir og fjölskyldumeðlimir bera kistuna. Niðurbrotin Haley Wood, kærasta Dj AM, var hjá honum þegar hann lést. sviðsljós 4. september 2009 föstudagur 61 Ég fékk mér tíu rósir um hand-leggina á mér fyrir tíu ár,“ seg-ir knattspyrnuhetjan David Beckham í viðtali við Ellen DeGen- eres um hvernig hann fagnaði brúð- kaupsafmæli sínu og Victoriu. Við- talið verður ekki sýnt í heild sinni fyrr en ný þáttaröð með Ellen hefst þann 8. september. David segist vanalega hitta í mark með gjöfum sínum og að þetta skipti hafi ekki verið nein undantekning. „Við reynum alltaf að koma hvort öðru á óvart með því að gera eitt- hvað sérstakt. Ekki endilega með því að gefa gjafir.“ Ellen var ekki lengi að stinga upp á því að Beckham léti húðflúra mynd af sér á líkama sinn. „Það er mjög freistandi,“ svaraði knattspyrnuhetjan. tíu rósir fyrir victoriu Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | www.veggsport.is Stöðvaþjálfun 3 sinnum í viku Skokk – spinning – tækjasalur 2 sinnum í viku Áhersla : Þol – Styrkur – Liðleiki – Mikil brennsla Vikulegar mælingar og ráðleggingar um mataræði Tímar: kl.6:30 | 7:45 | 9:30 Upplýsingar og skráning í síma 577-5555 HÖRKU ÁTAKSNÁMSKEIÐ Hörku átaksnámskeið er að hefjast í Veggsport 5 vikna námskeið - 5 sinnum í viku Hentar konum jafnt sem körlum Kennari er NadjaByrjar manu d. 7.s ept. Skran ing h afin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.