Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 13

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 13
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 13 GESTUR GUÐMUNDSSON losnaði úr læðingi þegar ungir fræðimenn beittu henni á ungmennamenningu sam- tímans. Fyrstu árin skoðuðu Birmingham-menn aðallega hvernig litrík ungmenna- menning samtíma þeirra tengdist félagslegum aðstæðum og mismunun, einkum hvernig arfur breskrar verkalýðsmenningar kæmi fram í menningarkimum, svo sem Teddy boys, Mods og Skinheads, og í andófi gegn skólamenningu millistéttarinnar (Cohen, 1972/1997; Hall og Jefferson, 1976; Willis, 1977). Síðar beittu aðrir kynjasjónar- horni á ungmennamenningu (McRobbie, 1991), skoðuðu menningar- og félagsleg viðbrögð innflytjendaungmenna við kynþáttamisrétti og annarri mismunun (Gilroy, 1993a, 1993b) eða hvernig áðurnefndir menningarkimar voru svar við nábýli við innflytjendaungmenni (Hebdige 1979; sjá nánar hjá Gesti Guðmundssyni, 2012). Ekki tóku allir undir áherslur Birminghamhópsins, en þverfagleg nálgun hans og áhersla á menningarsköpun og tengsl hennar við félagslega stöðu ungmenna varð helsti hverfipunktur í rannsóknum og faglegum umræðum meðal evrópskra fræði- manna á þessu sviði. Margir höfðu orðið fyrir áhrifum frá fræðimönnum Birmingham- setursins og flestir tóku á einhvern hátt afstöðu til þeirra. Meðal ungmennarannsak- enda urðu til mikilvægar stofnanir, svo sem samstarfsnetið R34 í alþjóðasamtökum félagsfræðinga frá 1975. Eldri stofnanir á borð við Deutsche Jugendinstitut (stofnað 1963) tóku þar þátt og nýjar stofnanir voru settar á laggirnar, svo sem samstarf nor- rænna æskulýðsrannsakenda, Nordic Youth Research Information (NYRI), frá 1986, sem var fellt inn í starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar 1992. Stór samstarfs- og rannsóknarverkefni voru sett á laggirnar í Danmörku 1985 (Bay, Drotner, Jørgensen, Nielsen og Zeuner, 1985), Bretlandi 1986 (Roberts, 1987; Wallace og Cross, 1990), Svíþjóð 1987 (Fornäs, Boëthius, Forsman, Ganetz og Reimer, 1994), Finnlandi 1987 (Hoikkala og Suurpää, 2005) og Noregi 1990 (Steinsvik, 1991). Í rannsóknum og ritum evrópskra fræðimanna og samskiptum þeirra á alþjóða- og Evrópuþingum félags- fræðinga og á þverfaglegum tvíæringi norrænna æskulýðsrannsókna, NYRIS, varð til fræðilegur vettvangur í skilningi Bourdieus. Hann teygði sig smám saman um alla Evrópu og til Eyjaálfu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, en síður til Bandaríkjanna. Til- vist þessa fjölþjóðlega og þverfaglega vettvangs var staðfest með stofnun tímaritanna Young: Nordic Journal of Youth Research 1993 og Journal of Youth Studies 1998 og starfsemi þeirra síðan. Vettvangur ungmennarannsókna er allopinn; þar er sótt í ólíkar hefðir, beitt er margs konar kenningum og aðferðum og þar verða til margar nýstárlegar blöndur. Þó má benda á tvo meginstrauma, sem tengjast hvor á sinn hátt þeirri grundvallar- spurningu hvort líta eigi á ungmennaskeiðið sem skeið vegferðar frá barnæsku til full- orðinsára eða beina athyglinni að ungmennamenningu sem afmarkaðri griðastund. Sumir fræðimenn hafa reyndar viljað vinna gegn aðskilnaði þessara tveggja strauma og telja frjótt og nauðsynlegt að tengja saman vegferð og menningu ungmenna (Gestur Guðmundsson, 1992; Cohen og Ainley, 2000; Furlong, Woodman og Wyn, 2011). Bæði viðfangsefnin eru skoðuð sem samspil ígrundaðrar virkni (e. agency) ungmenna við félagsleg skilyrði, og í báðum er áhersla lögð á félagslega stétt og kyngervi, og hvor- ugum straumnum er beint gegn hinum né gegn margvíslegum öðrum nálgunum sem tengjast þessum vettvangi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.