Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 39
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 39
GERÐUR ÓLÍNA STEINÞÓRSDÓTTIR, AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR OG BÖRKUR HANSEN
hluta en að öðru leyti var spurningalistinn þýddur og staðfærður af aðstandendum
rannsóknarinnar. Auk spurninga sem eru í CBI-mælitækinu voru lagðar fyrir nokkr-
ar spurningar til að kanna starfsanda í skólunum, svo og spurningar um bakgrunn
skólastjóranna.
CBI-mælitækið mælir kulnun eftir þremur kvörðum en fyrsti mælikvarðinn,
persónutengd kulnun, er metinn með sex spurningum til að greina að hve miklu leyti
starfsmenn upplifa líkamlega og andlega þreytu og örmögnun. Starfstengd kulnun
er mæld með sjö spurningum til að meta að hve miklu leyti þeir upplifa andlega og
líkamlega þreytu og örmögnun í starfi sínu. Sex spurningar eru um kulnun tengda
skjólstæðingum til að meta að hve miklu leyti starfsmenn upplifa andlega og líkam-
lega þreytu og örmögnun gagnvart viðskiptavinum eða samstarfsfólki.
Spurningunum var svarað á fimm punkta Likert-kvarða en notaðir voru tvenns
konar svarmöguleikar. Annars vegar formið alltaf, oft, stundum, sjaldan og aldrei/
næstum aldrei og hins vegar að mjög miklu leyti, að miklu leyti, að einhverju leyti, að
litlu leyti og að mjög litlu leyti. Miðað var við sömu stig kulnunar og mælt er með í
erlendri útgáfu listans (Borritz og Kristensen, 2004).
Stigagjöf allra mælikvarðanna er á bilinu 0–4 stig. Fyrsti flokkur (alltaf eða að mjög
miklu leyti) gaf 4 stig, annar flokkur (oft eða að miklu leyti) gaf 3 stig, þriðji flokkur
(stundum eða að einhverju leyti) gaf 2 stig, fjórði flokkur (sjaldan eða að litlu leyti)
gaf 1 stig og fimmti flokkur (aldrei/næstum aldrei eða að mjög litlu leyti) gaf 0 stig.
Ef þátttakandi svaraði færri en þremur spurningum á mælikvörðum um einstaklings-
miðaða kulnun eða kulnun tengda skjólstæðingum eða færri en fjórum spurningum á
starfstengda kulnunarmælikvarðanum var litið svo á að hann hefði ekki svarað.
Hægt er að túlka niðurstöður stigagjafar fyrir hvern og einn mælikvarða um sig og
út frá útkomu stigagjafarinnar er hægt að meta hvort starfsmaður eigi við kulnun að
stríða. Við túlkunina er farið eftir stigagjöf sem skiptist í fjóra flokka, sjá töflu 2.
Tafla 2. Viðmiðun fyrir túlkun mælikvarðanna
Persónutengd
kulnun
Starfstengd
kulnun
Kulnun tengd
skjólstæðingum
Einstaklingurinn ber engin merki um
kulnun
0–5 0–6 0–5
Það eru nokkur atriði sem einstakling-
urinn ætti að vera meðvitaður um
6–11 7–13 6–11
Einstaklingurinn er með kulnunarein-
kenni sem hann ætti að bregðast við
12–17 14–20 12–17
Einstaklingurinn er svo örmagna og út-
brunninn að hann ætti að leita sér tafar-
laust hjálpar til að breyta stöðu sinni
18+ 21+ 18+
(Borritz og Kristensen, 2004)