Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 40
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201540
GRUNN- OG LEIKSKÓLASTJÓRAR Á ÍSLANDI – KULNUN Í STARFI ?
Innri áreiðanleiki var reiknaður fyrir CBI-kvarðann til að meta hvort innra samræmi
væri nægilega mikið til að setja mætti spurningar úr hverjum mælikvarða saman í eitt
gildi. Í töflu 3 má sjá Cronbachs alfa fyrir mælikvarðana ásamt innri áreiðanleika sem
fékkst úr PUMA-rannsókninni (Borritz og Kristensen, 2004). Áreiðanleiki reyndist
góður og heldur betri en í PUMA-rannsókninni.
Tafla 3. Útkoma úr mælingu á innri áreiðanleika Cronbachs α
Skólastjórar PUMA-rannsókn
Cronbachs αCronbachs α
Persónutengd kulnun 0,90 0,87
Starfstengd kulnun 0,90 0,87
Kulnun tengd nemendum 0,85 0,85
Kulnun tengd foreldrum 0,91 0,85
Kulnun tengd starfsfólki 0,93 0,85
Úrvinnsla og leyfi
Niðurstöður skráðust í forritið SurveyLime um leið og þátttakandi sendi svör við
könnuninni. Með aðstoð forritanna Excel og SPSS (Statistical Package for the Social
Sciences, útgáfa 21) var reiknuð lýsandi tölfræði auk kí-kvaðrats (χ²) og innri áreiðan-
leika sem var reiknaður með Cronbachs alfa.
Rannsóknin var ekki tilkynningarskyld þar sem hún er ekki persónugreinanleg og
rannsakendur höfðu ekki sjálfir aðgang að netfangalista þátttakenda. Þeir ákváðu þó
að tilkynna hana og greina frá því í kynningarbréfi til þátttakenda í von um að það
myndi hvetja þá til þátttöku í rannsókninni.
NIÐURSTÖÐUR
Bakgrunnur þátttakenda, starfsaðstæður og stuðningur í starfi
Kannaður var bakgrunnur og starfsaðstæður þátttakenda með það fyrir augum að
skoða hvaða þættir hefðu áhrif á kulnun. Flestir þátttakenda höfðu langa starfs-
reynslu bæði sem kennarar og skólastjórar. Þannig höfðu 43% grunnskólastjóra og
70% leikskólastjóra starfað sem kennarar í meira en 16 ár og 27% grunnskólastjóra og
41% leikskólastjóra höfðu starfað sem skólastjórar í meira en 16 ár (sjá töflu 4).