Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 43
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 43
GERÐUR ÓLÍNA STEINÞÓRSDÓTTIR, AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR OG BÖRKUR HANSEN
Kulnunareinkenni sem bregðast ætti við eða voru á stigi örmögnunar voru algengari
hjá leikskólastjórum en grunnskólastjórum. Þetta á við um persónutengda kulnun
(χ2 (2, N = 189) = 12,0, p = 0,002), starfstengda kulnun (χ2 (2, N = 189) = 6,5, p = 0,039)
og kulnun tengda starfsfólki (χ2 (2, N = 189) = 8,8, p = 0,033). Þannig greindust 13%
grunnskólastjóra en 24% leikskólastjóra með kulnunareinkenni sem bregðast ætti við
eða voru örmagna á mælikvarðanum sem metur persónutengda kulnun, 15% grunn-
skólastjóra en 28% leikskólastjóra á mælikvarðanum sem metur starfstengda kulnun
og 16% grunnskólastjóra en 29% leikskólastjóra á kvarðanum sem tengist starfsfólki.
Lítil merki voru um kulnun tengda nemendum og foreldrum og enginn munur var
þar á svörum grunn- og leikskólastjóra (mynd 2).
Mynd 2. Dreifing skólastjóra á kulnunarmælikvörðum (túlkunarviðmið kulnunareinkenna þrjú og fjögur
sameinuð í eitt)
Kannað var hve hátt hlutfall skólastjóra hefði kulnunareinkenni sem bregðast ætti við
eða voru örmagna á fleiri en einum kulnunarmælikvarða. Um 11% grunnskólastjóra
og 23% leikskólastjóra reyndust vera með kulnunareinkenni sem bregðast ætti við eða
voru örmagna á þremur eða fleiri kulnunarmælikvörðum. Aftur á móti sýndu 76%
grunnskólastjóra og 62% leikskólastjóra engin kulnunareinkenni (tafla 6).
Tafla 6. Dreifing skólastjóra á fjölda kulnunarmælikvarða
Kulnunareinkenni
Grunnskólastjórar
Fjöldi (%)
Leikskólastjórar
Fjöldi (%)
Allir
Fjöldi (%)
Engin 62 (76) 66 (62) 128 (68)
Á einum mælikvarða 9 (11) 13 (12) 22 (12)
Á tveimur mælikvörðum 2 (4) 4 (4) 6 (3)
Á þremur mælikvörðum 5 (6) 21 (20) 26 (14)
Á fjórum mælikvörðum 4 (5) 3 (3) 7 (4)