Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 44
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201544
GRUNN- OG LEIKSKÓLASTJÓRAR Á ÍSLANDI – KULNUN Í STARFI ?
Þegar skoðuð voru áhrif bakgrunnsþátta á kulnun kom í ljós að hjá grunnskólastjór-
um fannst marktækur munur á milli kynjanna hvað varðar kulnun tengda starfsfólki
(χ2 (2, N = 80) = 6,8, p = 0,034) en ekki á öðrum mælikvörðum. Um 23% kvenna raðast
í túlkunarviðmiðið kulnunareinkenni sem bregðast ætti við eða voru örmagna en 5%
karla. Ekki var gerður samanburður eftir kyni hjá leikskólastjórum þar sem fáir karlar
tóku þátt í rannsókninni.
Hjá grunnskólastjórum greindist marktækur munur á persónutengdri kulnun (χ2
(6, N = 82) = 18,7, p = 0,005) eftir starfsaldri þeirra sem grunnskólastjóra. Enginn af
þeim grunnskólastjórum sem hafa starfað sem grunnskólastjórar í meira en 16 ár hafði
kulnunareinkenni sem bregðast ætti við eða var örmagna en 40% þeirra sem hafa
starfað í 6–10 ár falla í þennan flokk (mynd 3).
Mynd 3. Dreifing kulnunareinkenna hjá grunnskólastjórum í persónutengdri kulnun eftir starfsaldri sem
grunnskólastjóri
Þegar skoðað var menntunarstig grunnskólastjóra greindist marktækur munur á
kulnun tengdri nemendum (χ2 (4, N = 81) = 14,2, p = 0,007) og kulnun tengdri starfs-
fólki (χ2 (4, N = 82) = 9,9, p = 0,042) eftir menntun. Um 14% grunnskólastjóra sem lokið
hafa framhaldsnámi í öðru en stjórnun hafa einkenni sem ætti að bregðast við eða
voru örmagna í kulnun tengdri nemendum. Hins vegar greindist enginn grunnskóla-
stjóri sem hafði einungis lokið grunnmenntun eða framhaldsmenntun í stjórnun með
kulnun tengda nemendum. Kulnunareinkenni á mælikvarða tengdum starfsfólki sem
skólastjórinn ætti að vera meðvitaður um mældust hjá 71% grunnskólastjóra sem lok-
ið hafa framhaldsnámi í öðru en stjórnun en 20% þeirra sem hafa framhaldsmenntun
í stjórnun (mynd 4).