Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 75
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 75
GUNNHILDUR JAKOBSDÓTTIR
BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD LANDSPÍTALA
SNÆFRÍÐUR ÞÓRA EGILSON
FÉLAGS- OG MANNVÍSINDADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS
KJARTAN ÓLAFSSON
FÉLAGSVÍSINDADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI
Skólaþátttaka og umhverfi 8–17 ára
getumikilla barna með einhverfu:
Mat foreldra
Þessi rannsókn beindist að þátttöku getumikilla barna með einhverfu í athöfnum í skólanum
og áhrifum umhverfisins á þátttöku barnanna. Matslistinn Mat á þátttöku og umhverfi barna
og ungmenna (PEM-CY) var lagður rafrænt fyrir foreldra 8–17 ára barna með einhverfu
(n = 98) og foreldra jafnaldra þeirra í samanburðarhópi (n = 241). Foreldrar barna með ein-
hverfu reyndust óánægðari með þátttöku barna sinna í athöfnum í skólanum. Börn þeirra tóku
þátt í færri tegundum athafna en jafnaldrar í samanburðarhópi og hlutdeild þeirra var jafn-
framt minni. Hærra hlutfall foreldra barna með einhverfu taldi umhverfisþætti hindra þátttöku
barna sinna auk þess sem þeir foreldrar mátu stuðning og úrræði innan skólans síður nægjan-
leg. Niðurstöður rannsóknarinnar endurspegla tengslin milli þátttöku barna í athöfnum sem
fara fram í skólanum og umhverfisins og varpa ljósi á þætti sem huga þarf sérstaklega að til að
stuðla að skólaþátttöku getumikilla barna með einhverfu.
Efnisorð: Þátttaka, umhverfi, getumikil börn á einhverfurófi, einhverfa, PEM-CY, mat
foreldra
INNGANGUR
Börn og ungmenni taka þátt í athöfnum á ýmsum vettvangi, svo sem heima fyrir, í
skólanum og annars staðar í samfélaginu. Þátttaka barna í fjölbreyttum athöfnum er
talin ein undirstaða góðrar heilsu og velsældar (Hemmingsson og Jonsson, 2005; Law,
2002; World Health Organization, 2007) enda öðlast þau þar með tækifæri til að auka
færni sína, móta sjálfsmynd og mynda tengsl við aðra (Kielhofner, 2008; Landry og
Polgar, 2004; Wilcock, 2003). Mikilvægi samfélagsþátttöku fatlaðra barna er áréttað
í ýmsum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að. Í Samningi Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007), lögum um samning Sameinuðu þjóðanna
Uppeldi og menntun
24. árgangur 2. hefti 2015