Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 80
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201580
SKÓLAÞÁTTTAKA OG UMHVERFI 8–17 ÁRA GETUMIKILLA BARNA MEÐ EINHVERFU
Tafla 1. Bakgrunnsupplýsingar um börn og foreldra
Rannsóknarhópur
Fjöldi* (%)
Samanburðarhópur
Fjöldi* (%)
Kyn barns
Drengir 86 (86,9) 208 (86,3)
Stúlkur 13 (13,1) 33 (13,7)
Aldur barns
8–11 ára 47 (47,5) 98 (40,7)
12–17 ára 52 (52,5) 143 (59,3)
Hver svarar
Móðir 89 (89,9) 212 (88)
Faðir 7 (7,1) 28 (11,6)
Stjúpmóðir 2 (2) 1 (0,4)
Aldur foreldris
28–39 33 (33,3) 54 (22,4)
40–49 51 (51,5) 151 (62,7)
50–65 11 (11,1) 30 (12,4)
Menntun foreldris
Háskólapróf 57 (57,6) 162 (67,2)
Ekki háskólapróf 42 (42,4) 78 (32,4)
Búseta
Höfuðborgarsvæði 61 (61,6) 153 (63,5)
Annað þéttbýli (> 4000 íbúar) 24 (24,2) 52 (21,6)
Dreifbýli 14 (14,2) 36 (14,9)
Námsumhverfi
Almennur bekkur 88 (88,9) 236 (97,9)
Nám í sérdeild eða öðru sérúrræði 11 (11,1) 5 (2)
*Samanlagður fjöldi þátttakenda getur verið mismunandi vegna ósvaraðra spurninga
Matstæki
Matslistinn, Mat á þátttöku og umhverfi barna og ungmenna (Participation and Envi-
ronment Measure for Children and Youth, PEM-CY) (Coster, Law og Bedell, 2010),
var notaður til að kanna mat foreldra á þátttöku barnanna í skólanum og áhrif um-
hverfisins á þátttöku barnanna. Matslistinn var hannaður til að afla upplýsinga um
börn og ungmenni á aldrinum 5–17 ára og var meðal annars ætlaður til notkunar í
rannsóknum. Foreldrar fylla matslistann út og tekur hann til allra barna, óháð getu.
Hann skiptist í þrjá kafla: heimili, skóli og samfélag. Hver kafli er tvískiptur, annars
vegar er spurt um þátttöku barnsins og hins vegar um áhrif umhverfis á þátttöku
þess. Í þessari grein er einungis fjallað um mat foreldra á þátttöku og umhverfi barna
sinna í skólanum.