Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 84
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201584
SKÓLAÞÁTTTAKA OG UMHVERFI 8–17 ÁRA GETUMIKILLA BARNA MEÐ EINHVERFU
Loks var reiknuð Pearson r fylgni milli mats foreldra á þörf á breytingu á þátttöku
barnanna og upplifunar þeirra á því hvernig umhverfið hefur áhrif á þátttökuna.
NIÐURSTÖÐUR
Heildarsumma stiga fyrir þátttöku og umhverfi barna í skólanum
Tafla 4. Heildarsumma stiga úr þátttöku- og umhverfishluta matslistans í skólanum: Mat foreldra getu-
mikilla barna með einhverfu og jafnaldra þeirra
Meðaltal (SF)
Heildarsumma stiga Rannsóknar-
hópur
Samanburðar-
hópur
F(p) η²p
Þátttaka: fjöldi athafna % 72,5 (23) 80,4 (24) 3,50 (0,006) 0,34
Þátttaka: tíðni % 60,9 (19) 64 (14) 8,07 (0,145) 0,19
Þátttaka: hlutdeild 3,4 (1,1) 4,2 (0,7) 26,89 (0,001) 0,87
Þátttaka: þörf á breytingu % 54,1 (36) 24,1 (29,2) 14,83 (0,001) 0,92
Umhverfi: áhrif umhverfisþátta % 68,3 (23,2) 90,6 (14,9) 35,22 (0,001) 1,14
Umhverfi: stuðningur og úrræði % 81 (19,1) 93,8 (9,6) 58,30 (0,001) 0,85
Umhverfi: styðjandi alls % 74,7 (18,6) 92,1 (10,9) 39,16 (0,001) 1,14
Alls bárust gildir listar frá foreldrum 95–98 barna í rannsóknarhópi og 216–241 barns
í samanburðarhópi. Áhrifastærðir voru reiknaðar fyrir mun á heildarsummu stiga út
frá óháðu breytunni sem var getumikil börn með einhverfu. Aukastafir voru námund-
aðir í tvo (áhrifastærðin er lítil = 0,20–0,49; miðlungs = 0,50–0,79; mikil = ≥ 0,80).
Samanburður á mati foreldra barna í rannsóknarhópi og samanburðarhópi leiddi
í ljós mun á öllum útreikningum á heildarsummu stiga nema því hversu oft börn
tóku þátt. Börn með einhverfu tóku að meðaltali þátt í hlutfallslega færri athöfnum í
skólanum en jafnaldrar þeirra (η²p = 0,34 ) og foreldrar þeirra mátu hlutdeild þeirra
minni en foreldrar jafnaldra í samanburðarhópi (η²p = 0,87). Fleiri foreldrar barna með
einhverfu töldu þörf á breytingu á þátttöku barna sinna í skólanum (η²p = 0,92) en
foreldrar jafnaldra. Foreldrar barna með einhverfu töldu umhverfi skólans ekki jafn
styðjandi fyrir þátttöku barna sinna (η²p = 1,14) og foreldrar í samanburðarhópi. Þegar
svör yngri (8–11 ára) og eldri (12–17 ára) barna voru borin saman kom fram marktækur
munur á mati foreldra barna í rannsóknarhópi á þörf á breytingu á þátttöku barnanna
í athöfnum í skólanum (t(97) = –2,18, p = 0,032) og samanburðarhópi (t(236) = –2,08,
p = 0,04). Hærra hlutfall foreldra eldri barna taldi þörf á breytingu. Munur reyndist
einnig vera á mati foreldra í rannsóknarhópi þegar svör foreldra drengja og stúlkna
voru borin saman (t(18) = –2,14, p = 0,05). Hærra hlutfall foreldra stúlkna taldi þörf á
breytingu.