Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 85
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 85
GUNNHILDUR JAKOBSDÓTTIR, SNÆFRÍÐUR ÞÓRA EGILSON OG K JARTAN ÓLAFSSON
Þátttaka barna í einstökum athöfnum í skólanum
Við nánari skoðun á einstökum athöfnum reyndust öll börn taka þátt í athöfnum í
kennslustofu. Hins vegar var hlutfall barna sem aldrei tóku þátt í athöfnum í skólan-
um hærra meðal barna með einhverfu en meðal rannsóknarhóps. Mesti munurinn var
á félagsstarfi innan skólans en hátt í þriðjungi fleiri börn með einhverfu tóku aldrei
þátt í slíkum athöfnum en jafnaldrar. Algengast var að börn tækju aldrei þátt í at-
höfnum tengdum ábyrgðarhlutverkum á vegum skólans en yfir 40% barna í báðum
hópum tóku aldrei þátt í slíkum athöfnum.
Vettvangsferðir og
aðrar uppákomur á
skólatíma*
Ábyrgðarhlutverk
á vegum skólans
Athafnir í kennslustofu*
Félagsstarf innan
skólans*
Samskipti við jafnaldra
utan kennslustofunnar*
Rannsóknarhópur Samanburðarhópur
Mynd 1. Meðaltal hlutdeildar barna í athöfnum sem fara fram í skólanum
* p ≤ 0,05
Meðaltíðni þátttöku barna með einhverfu reyndist lægri en hinna í fjórum af fimm
athöfnum í skólanum. Munurinn var þó einungis tölfræðilega marktækur í athöfnum
í kennslustofu (t(129) = –2,75, p = 0,01) og í samskiptum við jafnaldra utan kennslu-
stofunnar (t(98) = –5,33, p = 0,001). Hins vegar mátu foreldrar barna með einhverfu
hlutdeild barna sinna minni en foreldrar jafnaldra í öllum fimm tegundum athafna í
skólanum (mynd 1). Mat foreldra barna með einhverfu var á bilinu 3,4–3,9 en 4–4,5 hjá
samanburðarhópi og reyndist vera munur á fjórum tegundum athafna. Þar af mældist
áhrifastærð fyrir hlutdeild mikil í samskiptum við jafnaldra utan kennslustofu (1,03)
og í athöfnum í kennslustofu (0,8).