Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 141
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 141
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR
fullorðinna. Mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu þótti að styrkja þá á vettvangi
og í rannsóknum sem hefðu hug á að beita sér fyrir og sinna lífstíðarnámi fullorðinna.
Í starfstengda MA-rannsóknarnáminu (90e) og diplómanáminu (30e) í uppeldis- og
menntunarfræði voru nú sex námsleiðir eða áherslusvið í boði eins og sjá má í töflu
1. Auk MA-rannsóknarnáms í uppeldis- og menntunarfræði (120e) var nú jafnframt
í boði MA-nám í fötlunarfræði sem hægt var að taka annaðhvort sem rannsóknar-
nám (120e) eða starfstengt rannsóknarnám (90e). MA-námið var „ætlað fyrir stjórn-
endur og starfsfólk í þjónustukerfi fatlaðra og aðra sem vilja starfa að stefnumótun
eða öðrum leiðandi störfum í málefnum fatlaðra“. Markmið námsins var „að fólk fái
viðamikla fræðilega og hagnýta þekkingu á málefnum fatlaðra og öðlist færni í rann-
sóknar- og þróunarstörfum með áherslu á að tengja fræði og störf“ (Háskóli Íslands,
2004, bls. 219).
Háskólaárið 2005 –2006. Gefið er gott heildaryfirlit um meistaranámið og diplóma-
námið í uppeldis- og menntunarfræðiskor í kennsluskránni háskólaárið 2005–2006
sem hélst óbreytt þar til skólaárið 2009–2010. Í töflu 2 hér á eftir má sjá þetta yfirlit.
Eins og þar sést var nú í boði í fyrsta sinn að ljúka sérstöku MA-námi í kennslufræði.
Tafla 2. Námsleiðir í boði í framhaldsnámi í uppeldis- og menntunarfræðiskor háskólaárið 2005–2006
sem hélst í meginatriðum óbreytt fram að skiptingu Háskóla Íslands í vísindasvið
MA-nám í uppeldis- og menntunarfræði. Rannsóknarnám (120e)
MA-nám í uppeldis- og menntunarfræði. Starfstengt rannsóknarnán (90e)
Boðið var upp á eftirfarandi svið: 1) Áhættuhegðun og forvarnir, 2) Fræðslustarf og stjórnun, 3)
Fullorðinsfræðsla, 4) Mat og þróunarstarf, 5) Sérskipulagt 90e meistaranám
Diplómanám í uppeldis- og menntunarfræði (30e)
Boðið var upp á eftirfarandi svið: 1) Áhættuhegðun og forvarnir, 2) Fræðslustarf og stjórnun, 3)
Fullorðinsfræðsla, 4) Mat og þróunarstarf
MA-nám í kennslufræði (120e)
MA-nám í kennslufræði ásamt kennsluréttindum (120e)
MA-nám í kennslufræði (síðari hluti) fyrir nemendur sem lokið hafa kennsluréttindanámi (60e)
Diplómanám í kennslufræði til kennsluréttinda (60e)
Diplómanám í kennslufræði til kennsluréttinda (30e)
MA-nám í fötlunarfræði (120e)
MA-nám í fötlunarfræði (90e)
Diplómanám í fötlunarfræði (30e)
Doktorsnám (180e)
(Háskóli Íslands, 2005, bls. 213–217)
Þessi námsskipan var við lýði í megindráttum þar til uppeldis- og menntunarfræði-
skor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands og Kennaraháskóli Íslands sameinuðust
í Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Formlega gerðist það árið 2008 en í reynd 1. júlí
2009. Við þá sameiningu færðist greinin fötlunarfræði í nýja deild, Félags- og mann-
vísindadeild við Félagsvísindasvið.