Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 147
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 147
ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Uppeldi og menntun
24. árgangur 2. hefti 2015
Uppeldis- og menntunarfræði 40 ára
háskólagrein á Íslandi: Þróun og staða
eftir sameiningu háskólanna
SAMEINING KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS OG
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Við sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands varð Menntavísinda-
svið Háskóla Íslands til með þremur deildum, Kennaradeild, Íþrótta-, tómstunda- og
þroskaþjálfadeild og Uppeldis- og menntunarfræðideild. Kennaraháskólinn hafði
ekki verið skipulagður í deildum, eins og Háskóli Íslands; námið var skipulagt í náms-
brautum og kjörsviðum en kennarar voru einfaldlega ráðnir við Kennaraháskólann
án þess að tilheyra afmörkuðum einingum eins og deildum. Við sameininguna þurfti
því að taka til endurskoðunar innra skipulag skólans og kennarar þurftu að skipta sér
niður á deildir sem oft reyndist flókið þar sem kennsla og rannsóknir gengu gjarnan
þvert á svið og brautir.
Innan hinnar nýju Uppeldis- og menntunarfræðideildar Menntavísindasviðs lenti
stór hluti af því framhaldsnámi sem áður hafði verið við Kennaraháskólann. Þar má
nefna framhaldsnám í menntastjórnun og matsfræði, sérkennslufræði og menntunar-
fræði. Einnig var í deildinni nýstofnað alþjóðlegt nám í menntunarfræði, sem var bæði
á grunn- og framhaldsstigi. Með sameiningunni við Háskóla Íslands bættist við nám
sem hafði verið í uppeldis- og menntunarfræðiskor í Félagsvísindadeild, annars vegar
grunnnám í uppeldis- og menntunarfræði og hins vegar framhaldsnám; ný náms-
braut, Sálfræði í uppeldis- og menntunarfræði, sem Sigrún Aðalbjarnardóttir veitti
forystu, ný námskeið í kynjafræði auk nýrrar námsleiðar, Leiðtogar, nýsköpun og
stjórnun, sem Guðný Guðbjörnsdóttir leiddi, og ný námsleið í matsfræði sem Sigur-
lína Davíðsdóttir fór fyrir.