Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Page 2
Bogi Jónsson, veitingamaður og
frumkvöðull á Hliði á Álftanesi,
stendur frammi fyrir því að neyðast
til að selja húsið sitt og veitingastað
eftir að kreppan fór hörðum hönd-
um um hann.
Fyrir nokkrum árum lét Bogi
draum sinn rætast og byggði upp
veitingastaðinn á Hliði af mynd-
arskap. Hann segir það auðvitað
svekkjandi að standa frammi fyrir
því að missa allt, en er þó alls ekki
af baki dottinn. „Ég átti 70 prósent í
þessu fyrir bankahrun, nú á maður
varla neitt í þessu,“ segir hann.
Bogi fer ekki leynt með að hann er
í fjárhagsvandræðum. „Ég sé fram á
að selja allt, hitt væri bara að lengja
í snörunni. Spottinn kippir ekki í
heldur bregst maður við með því að
smella í jörðina.“
Grunsamleg grafa
Frægt varð í sumar þegar nágranni
hans á Álftanesi reif niður einbýl-
ishús sitt með gröfu í stað þess að
láta það falla í hendur bankanna.
Áhyggjufullir nágrannar Boga veittu
því athygli á dögunum að stærð-
arinnar grafa var komin fyrir utan
húsið hans. Hann segir að óvenju-
mikil umferð hafi verið við Hlið á
meðan grafan stóð þar, enda ein-
hverjir áhyggjufullir yfir því að hann
ætlaði að feta í fótspor nágranna síns
og rústa Hliði. „Menn voru að koma
og kíkja hvað væri í gangi hérna, eðli-
lega. Einhverjir héldu að ég ætlaði að
beita Álftanesaðferðinni. Manni er
nú trúandi til þess að taka upp á alls
kyns vitleysisgangi, en ekki þessu,“
segir Bogi skellihlæjandi. „Mér þykir
of vænt um húsið til þess að fara að
rústa því, jafnvel þó ég eigi það ekki
er ég samt montinn af því.“ Gröfunni
var þó aldrei ætlað að rústa húsinu,
heldur var Siglingastofnun að gera
sjóvarnargarð fyrir framan húsið.
„Það var nú ekki alvarlegra en það,“
segir Bogi.
„Shit happens“
Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem
Bogi lendir í ógöngum. Hann er hins
vegar bjartsýnismaður að eðlisfari
og er sannfærður um að í hvert skipti
sem einar dyr lokist opnist þúsund
aðrar. „Það er nú með áföll eins og
þetta, að þurfa að láta húsið af hendi,
það bara kemur eitthvað annað í
staðinn. Í síðustu kreppu missti ég
hús sem ég byggði. Það átti að vera
eina húsið sem ég myndi byggja um
ævina. En hefði ég ekki misst það, þá
hefði ég ekki fengið tækifæri til að
láta þennan draum rætast. Ég ætla
ekkert að festast í einhverju þung-
lyndi og sjálfsvorkunnsemi. Það er
ekki til neins. „Shit happens,“ sagði
Forrest Gump.“
Bogi segir að vel hafi gengið fram-
an af með veitingareksturinn á Hliði,
en skömmu eftir bankahrunið hafi
allt gjörbreyst. Síminn hafi varla
hringt nema þegar fólk afboðaði
pantanir fyrir hópa. „Eftir kreppuna
skekktist mórallinn enda margir
búnir að missa vinnuna. Þá ákváðum
við að taka 90 gráðu beygju, hætta
með taílenska matinn og vera þjóð-
ernissinnuð. Við breyttum þessu í
íslenskt kaffihús í sumar og seldum
kjötsúpu en svo fór botninn úr þegar
fór að kólna.“
Seldi smokka með kínarúllum
Bogi segist ekki vita nákvæmlega
hvað hann tekur sér fyrir hendur í
framtíðinni, en hann hefur ekki set-
ið aðgerðalaus hingað til. Hann opn-
aði meðal annars fyrsta taílenska
skyndibitastaðinn á Íslandi. „Síð-
an var ég með Kínarúlluvagninn og
var fyrsti almenni smokkasalinn.
Þá þurfti maður annaðhvort að fara
á Núllið eða í apótekin til að kaupa
smokka. Ég ákvað hins vegar að selja
þá í Kínarúlluvagninum. Það var
mikil umfjöllun um þetta og marg-
ir hneykslaðir, eins og manni finnst
þetta eðlilegt í dag.“
Í ljósi hinnar miklu viðhorfsbreyt-
ingar til smokkasölu á síðustu ára-
tugum, lítur Bogi þá ekki á sig sem
brautryðjanda? „Jú, ég á allavega
erfitt með að fara troðnar slóðir. Við
skulum bara segja það.“
hitt málið
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
„barnalán“ valda usla
Barnalán Glitnis til stofnfjárkaupa í
sparisjóðnum Byr fóru einkum
til barna systkinanna úr Nóa-
túnsfjölskyldunni. Fjárfest-
ingafélag fjölskyldunnar, Sax-
hóll, var stór hluthafi í Glitni
og Byr. Einn bræðranna segir
að þáttur Glitnis megi ekki gleymast og
að hann hefði ekki skuldsett börn sín ef
hann hefði vitað að það væri ólöglegt.
Hann segir að það hafi verið freistandi
að taka lán fyrir börnin þar sem Glitnir
hafi kynnt lánveitingarnar sem áhættu-
lausar. Hann sér ekki siðleysið í því að
skuldsetja börn sín. Í nær öllum tilfell-
um er stofnfjáreign barnanna sú sama:
rúmlega 14 milljónir króna. Öll áttu börnin stofnfjárbréf fyrir stofn-
fjáraukninguna í Byr en höfðu einungis rétt á að kaupa ákveðið magn
bréfa til viðbótar, upp að ákveðinni upphæð, og skýrir það þá stað-
reynd að flest þeirra eiga jafnmikið af stofnfjárbréfum.
björn byggir
Björn Leifsson,
kenndur við World
Class, byggir rúmlega
150
fermetra
sumarbú-
stað við
Þing-
vallavatn.
Bústaðurinn er
skráður á Laugar
ehf. og er í landi
Kárastaða, einu dýr-
asta og vinsælasta
sumarhúsahverfi
landsins. Laugar ehf. tapaði tæpum 300 milljónum árið 2008 en Björn
greiddi sér sex milljóna króna arð fyrir árið. Í ársreikningi Lauga
ehf. kemur fram að áætlað markaðsverðmæti sumarbústaðarins sé
fimmtíu milljónir króna. Iðnaðarmaður sem DV talaði við áætlaði
að kostnaður við byggingu sumarbústaðarins vær eitthvað á milli
hundrað og tvö hundruð milljónir. Nágrannar Björns eru heldur
ekki af verri endanum, forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Guðrún
Pétursdóttir, borgarfulltrúinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og maður
hennar, Sigríður Snævarr, fyrrverandi sendiherra, og maður hennar.
deilt um haga
Hart er deilt um framtíð Haga og þá
einkum eignarhald á félaginu sem
rekur fjölda verslana
hérlendis. Nýja Kaup-
þing hefur gefið Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni og
aðilum honum tengdum
tvo mánuði til að útvega
7,5 milljarða króna í nýtt hluta-
fé. Vilhjálmur Bjarnason, lektor
og formaður Félags fjárfesta, telur
hins vegar eðlilegt að Hagar fari í
almenna gjaldþrotameðferð. Guð-
mundur Franklín Jónsson fjárfestir
segist fara fyrir 100 fjársterkum aðilum sem hyggjast leggja
fram tilboð í 60 prósenta hlut í Högum. Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra sagði í vikunni að ef til mikilla afskrifta kæmi hjá fyrir-
tækjum væri óeðlilegt að fyrri eigendur kæmu að stjórn þeirra.
2
3
1
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Foreldrarnir sjá ekki eFtir barnalánunum:
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ
íTREkAÐ STOPPAÐ AF
dv.is
MÁnudAguR Og þRIÐJudAguR 2. – 3. nóveMBeR 2009 dagBlaðið vísiR 146. tBl.99. áRg. – veRð kR. 395
STEIndI
Á STÖÐ 2
nTók góÐu TILbOÐI
MAJÓNES-
FORSTJÓRI
SLÆR
Í GEGN
FRéTTIR
n „þAÐ ER EkkITIL
gÁFAÐRI kOnA Á
LAndInu“
10
HÆTTUR
Á HEIMILINU
kAnAdíSkuR bLAÐAMAÐuR:
„bLóÐ FYLgIR
ALLTAF HELLS AngELS“
AMERÍSK
UNDANRENNA
FRéTTIR
jón Viðar dæmir
Fjölskylduna:
FRéTTIR
n FLESTIR úRSkuRÐIR FME vORu ógILTIR FRÁ 1998 TIL 2006
SYKRAÐASTI
DRYKKUR
ÍSLANDS
nEYTEnduR
vIÐTAL vIÐ FORELdRI: „ÁkAFLEgA
FREISTAndI AÐTAkA SLík LÁn“
„MEnn TÖLdu EkkI
MIkLA ÁHæTTu í þESSu“
nóATúnSFJÖLSkYLdAn vAR
STóR HLuTHAFI í gLITnI Og bYR
bÖRnIn FEngu STOFnFé uPP
Á 14 MILLJónIR HvERT
NÓATÚNS-
BÖRNIN
VEÐSETT
6 miðvikudagur 4. nóvember 2009
fréttir
Ætlar að standa
í lappirnar
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknarflokks-
ins, spurði Kristján Þór Júlíusson,
þingmann Sjálfstæðisflokksins, á
þingfundi í gær út í afstöðu hans
til frumvarps um ríkisábyrgð
vegna Icesave. „Getur þingmað-
urinn staðfest að hann mun sýna
staðfestu í þessu máli?“ spurði
Sigmundur. Hann vísaði til orða
Lilju Mósesdóttur, þingmanns
vinstri-grænna, sem sagði að
óvissa um afstöðu sjálfstæðis-
manna hefði ruglað suma þing-
menn vinstri-grænna.
Kristján sagðist ekki ætla
að styðja frumvarpið. „Ég mun
standa í lappirnar í þessu máli
og treysti á að þið gerið það líka,
framsóknarmenn,“ sagði hann.
Dómari víkur sæti
Sigríður Ingvarsdóttir, dómari
við Héraðsdóm Reykjavíkur, vík-
ur sæti í máli
Guðmundar
Kristjánsson-
ar gegn Árna
Mathiesen,
fyrrverandi
fjármálaráð-
herra, og ís-
lenska ríkinu.
Guðmundur
sótti um embætti héraðsdóm-
ara við Héraðsdóm Norðurlands
eystra og Héraðsdóm Austur-
lands. Sérstök matsnefnd mat
Guðmund hæfari en Þorstein
Davíðsson, en Þorsteinn var engu
að síður skipaður í embættið.
Guðmundur ákvað því að stefna
íslenska ríkinu og Árna Mathiesen
sem var settur dómsmálaráðherra
við skipunina. Stefndu kröfðust
þess að Sigríður viki sæti vegna
ummæla hennar í útvarpsviðtali
um málið og var á það fallist í gær.
Íslensku gúrkurn-
ar bestar
„Allt þinghúsið myndi rúma um
300 tonn af agúrkum. Þetta er
spurning um
að horfast
í augu við
möguleik-
ana,“ sagði
Árni Johnsen,
þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins, í
þingumræð-
um um hátt raforkuverð til garð-
yrkjubænda. Við þessi orð sín
dró Árni síðan upp agúrku. Hann
sagði miður að við garðyrkju-
bændum blasti að hætta að rækta
agúrkur. „Þær bestu í heiminum,“
eins og Árni komst að orði.
Húsleitir vegna
erlendra korta
Farið var í nítján húsleitir á vegum
efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra í gær. Skattrannsókn-
arstjóri hefur kært til deildar-
innar fjórtán mál þar sem erlend
greiðslukort eru notuð hérlendis
en skuldfærð erlendis, einkum í
Lúxemborg. Með því komast við-
komandi hjá því að greiða skatta
af tekjum sínum. Húsleitirnar
fóru aðallega fram á höfuðborg-
arsvæðinu en ein húsleit var gerð
á Ísafirði og tóku um fimmtíu
manns þátt í þeim.
Jón Ásgeiri Jóhannessyni
Vilhjálmur Bjarnason
Guðmundur Franklín Jónsson
Átök um Haga
„Er ekki eðlilegt að félagið fari í al-
menna gjaldþrotameðferð?“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður Félags fjárfesta, um hvað honum finnist um þær hugmyndir að Jóni Ásgeiri og aðilum honum tengd-
um verði gefinn kostur á að koma með 7,5 milljarða króna hlutafé til að bjarga Högum. Honum finnst eðlilegt að Hagar verði sett í útboð með svip-
uðum hætti og gert var með Árvak-
ur. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér reikninga eignarhaldsfélagsins 1998. Því gæti hann ekki tjáð sig um hvort fé-
lagið væri meira virði en 12,5 milljarða króna.
Annað tilboð
Rúmlega eitt hundrað fjársterkir að-
ilar ætla að gera ríkisbankanum Nýja Kaupþingi tilboð í 60 prósenta hlut í Högum. Miklar umræður hafa verið um málefni fyrirtækisins undanfarna daga. Hagar eru í eigu eignarhalds-
félagsins 1998. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því á sunnudag að áform væru um að Jón Ásgeir Jóhannesson og aðil-
ar honum tengdir fengju að halda 60 prósenta hlut í Högum. Til þess þyrftu þeir að leggja fram 7,5 milljarða króna í nýtt hlutafé innan tveggja mánaða. Nýja Kaupþing myndi síðan eiga 40 prósent í félaginu. Þannig metur Nýja Kaupþing Haga á 12,5 milljarða króna. Margir telja þó að verðmat félagsins liggi nær 18 til 22 milljörðum króna. Skuldirnar við Kaupþing nema hins vegar 48 milljörðum króna.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að ef til mikilla afskrifta kæmi væri óeðlilegt að fyrri eigendur kæmu að stjórn fyrirtækja. Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra sagðist treysta því að bankar og bankasýsla fylgdu verklagsreglum við meðferð fyrir-
tækja.
Milljarða afskriftir
Guðmundur Franklín Jónsson fjárfest-
ir er einn talsmanna hópsins sem ætlar að gera tilboð í 60 prósenta hlut í Hög-
um. Í samtali við DV segir Guðmund-
ur að tilboð hópsins sé nokkuð hærra en það sem Jón Ásgeir og aðilar tengd-
ir honum hyggjast leggja fram. Miðað við að 60 prósenta hlutur fáist fyrir 7,5 milljarða króna metur Kaupþing Haga á 12,5 milljarða króna. „Ríkið ætlar að fella niður 45 milljarða króna skuld Haga. Ég held að Kaupþing viti vart hvað eigi að gera. Í öllu þessu gegn-
sæi er mikil þoka,“ segir Guðmundur Franklín.
Aðspurður hvort verið sé að reyna að láta Jón Ásgeir Jóhannesson fá fyr-
irtækið aftur áður en kröfuhafar yfir-
taka það segir hann að það sé engin spurning. „Það vita það náttúrlega all-
ir að hann hefur ágætis tök inn í Sam-
fylkinguna,“ segir Guðmundur Frank-
lín. Hann segir hópinn vera kominn með upphæðina fyrir hlutnum í Haga en hann segir skynsamlegt að fá sem flesta inn í hópinn til að eignarhlutur-
inn dreifist á sem flesta. Auglýst verð-
ur eftir fleirum í hópinn í blaðaauglýs-
ingu á næstunni.
Varð gjaldþrota
Guðmundur Franklín þekkir það af eigin raun að tapa peningum á fyr-
irtækjarekstri á Íslandi. Árið 1999 aðstoðaði hann Lífeyrissjóð Austur-
lands með því að kaupa verðbréfa-
fyrirtækið Handsal. Var nafni Hand-
sals í kjölfarið breytt í Burnham International. Árið 2001 var starfs-
leyfi verðbréfafyrirtækisins Burnham International á Íslandi afturkallað og í kjölfarið var fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta. Burnham tapaði meðal annars miklu vegna kaupa á hlutafé í bresku netfyrirtæki.
Lífeyrissjóður Austurlands tap-
aði miklum peningum á gjaldþroti Burnham. Þurfti sjóðurinn að skerða lífeyrisréttindi sjóðfélaga vegna taps-
ins. Tryggingarsjóður innstæðueig-
enda varð einnig fyrir tjóni. Voru lýstar 300 milljóna króna kröfur í Tryggingarsjóðinn vegna málefna Burnham. Sjóðurinn borgaði hins vegar einungis 40 milljónir króna. Má segja að þetta sé stærsta tjón Tryggingarsjóðs innstæðueigenda þar til krafan um Icesave kom til. Guðmundur Franklín hefur undan-
farin sjö ár rekið Bellagio-hótelið í Prag en sneri nýverið heim.
30 prósenta eigið fé 2008
Samkvæmt ársreikningi Haga fyrir árið 2007 námu heildareignir félags-
ins þá um 28 milljörðum króna. Skuld-
ir námu 19 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 32 prósent. Hagar áttu á þeim tíma 43 prósent í Húsasmiðj-
unni. Hlutafé Húsasmiðjunnar var fært niður í núll í byrjun október 2009. Í maí 2008 var eignarhaldsfélagið 1998
stofnað. Í byrjun júlí 2008 tilkynnti Baugur um miklar breytingar á starf-
semi sinni. Hagar var þá fært frá Baugi undir félagið Gaum. FL Group breytt-
ist í Stoðir. Þar með hafði Baugur losað sig við allar eignir sínar á Íslandi. 1998 var skráð í 82,3 prósenta eigu Gaums, 8,9 prósent voru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur og 8,8 prósent í eigu fé-
lagsins Bague SA. Eigendur Bague SA eru Hreinn Loftsson, Guðrún Péturs-
dóttir og börn Péturs Björnssonar sem kenndur er við Vífilfell.
Samkvæmt lánabók Kaupþings sem lak á vefsíðuna Wikileaks skuld-
aði félagið 1998 Kaupþingi 260 millj-
ónir evra í lok september 2008. Það eru um 48 milljarðar króna miðað við gengi evrunnar gagnvart krónu. Í dag sitja tveir fulltrúar Nýja Kaupþings í stjórn Haga. Sigurjón Pálsson og Reg-
inn Freyr Mogensen, lögmenn hjá Nýja Kaupþingi, skipa nýja stjórn fé-
lagsins auk Jóhannesar Jónssonar.
Á Jón Ásgeir fjármagn?
Ekki liggur ljóst fyrir hvaðan Jón Ás-
geir og aðilar honum tengdir ætla að fá 7,5 milljarða króna til að setja inn í Haga. Í lok ágúst sagði Jón Ásgeir frá því í viðtali við Viðskiptablaðið að félag í eigu þriggja fjárfesta hefði skrifað undir viljayfirlýsingu um að koma með nýtt hlutafé inn í Haga. Átti það að nema 75 milljónum punda eða 16 milljörðum íslenskra króna. Vonaðist hann til þess að samningur yrði gerður um málið innan nokkurra mánaða. Nokkrum dögum áður hafði hann sagt í viðtali við Morgunblaðið að breskir fjár-
festar kæmu með hlutafé inn í Haga innan tveggja ára.
Í byrjun október tilkynnti Hag-
ar um að samið hefði verið um sjö milljarða króna endurfjármögnun félagsins. Var það háð fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki lánanefnda bankanna. Helstu við-
skiptafélagar Jóns Ásgeirs í Bret-
landi hafa verið þeir Kevin Stanford, Sir Tom Hunter og Don McCarthny, stjórnarformaður House of Fras-
er. Bæði Kevin Stanford og Sir Tom Hunter hafa misst mikið af auði sín-
um. Don McCarthny er þó talinn eiga 90 milljónir punda eða um 18 milljarða íslenskra króna.
AnnAs siGMundsson
blaðamaður skrifar: as @dv.is
Óvíst með fjármagn
Ekki liggur ljóst fyrir hvaðan Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar að fá 7,5 milljarða. króna. Mynd steFÁn KArlsson
Haga í gjaldþrot Vilhjálmur Bjarnason, lektor og formaður Félags fjárfesta,
telur að Hagar eigi að fara í almenna gjaldþrotameðferð. Mynd GunnAr GunnArsson
Vill kaupa Fjárfestirinn Guðmundur Franklín Jónsson er einn talsmanna hóps sem vill kaupa 60 prósenta hlut í Högum.
Mynd rÓBert reynisson
Óvissa með Haga Nýja
Kaupþing hefur gefið Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni og
aðilum honum tengdum
tvo mánuði til að útvega
7,5 milljarða króna í nýtt
hlutafé.
Mynd rÓBert reynisson
2 föstudagur 6. nóvember 2009 fréttir
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Laugavegi 178, 105 Rvk
sími 551-3366 www.misty.is
opið mán-fös 10-18, lau 10-14
Teg. 42228 - mjög fallegur og
léttfylltur í BC skálum á kr. 3.950,-
boxer buxur í stíl á kr. 1.950
Teg. 16944 - létt fylltur og
saumlaus í BC skálum á kr. 3.950,-
boxer buxur í stíl á kr. 1.950
Teg. 11003 - flottur og
haldgóður í CDE skálum á kr.
3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,-
Teg. 42228
Teg.16944
Teg. 11003
2 miðvikudagur 4. nóvember 2009
fréttir
Björn Leifsson, kenndur við líkams-
ræktarveldið World Class, byggir nú
156,1 fermetra sumarbústað á Val-
hallarstíg syðri nr. 8 í landi Kárastaða
á Þingvöllum. Fyrir var þar tæplega
sextíu fermetra sumarhús sem byggt
var árið 1948. Björn lét rífa þann bú-
stað í fyrra að sögn byggingarfulltrúa
Bláskógabyggðar og hófst bygging á
nýja bústaðnum í byrjun þessa árs.
Bústaðurinn er skráður á Laugar ehf.
Eins og fram hefur komið í DV færði
Björn rekstur World Class í það félag
fyrir stuttu sökum greiðsluþrots fyr-
irtækisins. Í viðtali í helgarblaði DV
sagðist Björn óttast gjaldþrot.
Milljóna bústaður
Í ársreikningi Lauga ehf. kemur fram
að áætlað markaðsverðmæti sum-
arbústaðarins sé fimmtíu milljónir
króna. Iðnaðarmaður sem DV talaði
við áætlaði að kostnaður við bygg-
ingu sumarbústaðarins vær eitt-
hvað á milli hundrað og tvö hundruð
milljónir.
Húsið skiptist í 73,3 fermetra kjall-
ara og 88,7 fermetra hæð. Aðeins er
búið að steypa kjallarann. Lóðin er
alls sex þúsund fermetrar.
Á vinnusvæðinu er lítil grafa sem
samkvæmt heimildum DV var keypt
sérstaklega fyrir verkið. Á lóðinni er
einnig prammi sem notaður er til að
ferja byggingarefni yfir vatni sam-
kvæmt heimildum DV.
Á besta stað
Bústaðurinn stendur við Þingvalla-
vatn, inni í sjálfum þjóðgarðinum,
og er útsýnið frá honum vægast sagt
dásamlegt. Stutt er í Vinaskóg sem
Vigdís Finnbogadóttir lagði grunn að
þar sem margir þjóðhöfðingjar hafa
komið og gróðursett tré.
Til að bæta útsýnið enn fremur
verður húsi Björns lyft um um það
bil þrjá metra frá gunnfleti bústað-
arins sem var þar fyrir og lá mjög
lágt í landinu. Neðri hæð bústaðar-
ins verður því að mestu grafin inn
í brekkuna sem húsið stendur í og
er að mestu gluggalaus á þrjá vegu.
Jarðhæðin myndar vinkil utan um
sólpall til að verja bústaðinn og gesti
hans fyrir ríkjandi norðan- og aust-
anáttum.
Arinn og hiti í gólfum
Ljóst er að bústaðurinn verður hinn
glæsilegasti þegar byggingu hans lýk-
ur. Harðviðarklæðning verður á sól-
pallinum og handrið úr hertu gleri.
Þá verða útveggir kjallara og svefn-
álma jarðhæðar klædd með stein-
flísum og úthagatorf verður á þaki
svefnálmu. Gluggar og hurðir verða
með tvöföldu einangrunargleri.
Inni verður munaðurinn ekki
minni. Í stofunni verður arinn tengd-
ur einangruðum reykháf úr ryðfríu
stáli og hiti í gólfum.
Arkitekt bústaðarins er Ari Már
Lúðvíksson, sá hinn sami og hannaði
heilsumiðstöðina Laugar fyrir Björn.
DV hafði samband við Björn til
að spyrjast fyrir um hvort byggingu
sumarbústaðarins yrði hætt sökum
fjárhagserfiðleika Björns. Hann vildi
ekkert tjá sig um málið og taldi skrif
fjölmiðla um hans mál líkjast ofsókn-
um.
Nafntogaðir nágrannar
Land Kárastaða hefur verið geysi-
vinsælt til fjölmargra ára og er þetta
eitt dýrasta sumarbústaðaland sem
finnst á Íslandi. Nágrannar Björns
eru heldur ekki af verri endanum.
Meðal þeirra sem eiga bústað við
Valhallarstíg er eignahlutafélagið
GT2 en þar í stjórn situr Ágúst Guð-
mundsson, kenndur við Bakkavör.
DV sagði frá því seint á síðasta ári að
Audi í Afmælisgjöf
Birgitta Líf, dóttir World
Class-hjónanna Dísu og
Björns, varð sautján ára 19.
október. Í afmælisgjöf frá
foreldrum sínum fékk hún
glæsilega Audi TT-bifreið
af árgerðinni 2004 eins
og kemur fram í nýjasta
tölublaði Séð og Heyrt.
Bíllinn er svartur, tveggja
dyra og 180 hestöfl. Bíllinn
er skráður á Dísu og var
keyptur í september. DV
ræddi við bílasala sem
áætlaði að slíkur bíll kostaði
3,5 milljónir á markaðinum
í dag.
BYggiR BÚsTAÐ
í sKuggA TAPs
LiLjA KAtríN GuNNArsdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
Ágúst Guðmunds-
son, Bakkavarar-
bróðir.
sigríður snævarr og
Kjartan Gunnarsson.
Guðrún Pétursdóttir,
fyrrverandi forseta-
frambjóðandi.
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
borgarfulltrúi og
eiginmaður hennar,
Hallbjörn Karlsson
fjárfestir.
Þorsteinn step-
hensen, forsprakki
iceland Airwaves.
ólafur ísleifsson,
lektor í hagfræði
við Háskólann í
reykjavík.
NágRANNAR BjöRNs á VAlhAllARsTíg:
„Til að bæta útsýnið
enn fremur verður húsi
Björns lyft um sirka þrjá
metra.“
Kjallarinn kominn Sumarbústaðurinn
er í byggingu og er aðeins búið að steypa
kjallarann. MyNd HeiðA HeLGAdóttir
Ferjað yfir vatn Hér sést sérstakur prammi se
m samkvæmt upplýsingum DV er
notaður til að ferja byggingarefni yfir vatn
ið. MyNd HeiðA HeLGAdóttir Ágúst hefði notað þyrlu til að flytja
steypu að grunni 250 milljóna króna
sumarhúss síns við Þingvallavatn.
Vakti þetta mikla gremju meðal gesta
og nágranna hans í þjóðgarðinum.
Aðrir nafntogaðir einstaklingar
sem hafa hreiðrað um sig við Val-
hallarstíg eru forsetaframbjóðand-
inn fyrrverandi Guðrún Pétursdótt-
ir, borgarfulltrúinn Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir og maður hennar, fjár-
festirinn Hallbjörn Karlsson, Sigríður
Snævarr og Kjartan Gunnarsson og
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.
Þá á félagið V86 ehf. bústað í land-
inu en í stjórn þess situr Þorsteinn
Stephensen, forsprakki Iceland Air-
waves-tónlistarhátíðarinnar. Ólafur
Ísleifsson hagfræðingur á einnig bú-
stað í landi Kárastaða sem og Garðar
Gíslason hæstaréttardómari.
fréttir
4. nóvember 2009 miðvikudagur 3
Byggt eftir 300 milljóna tap Að sögn bygg
ingarfulltrúa Bláskógabyggðar hófst bygg
ing á bústaðnum í byrjun árs. Í fyrra tapað
i
Laugar ehf. tæpum þrjú hundruð milljónu
m. mynd Kristinn magnússon
Björn greiddi sér arð
Í ársreikningi Lauga ehf. fyrir árið
2008 kemur fram að tap ársins var
268.527.434 krónur. Þá var óráðstaf-
að eigið fé neikvætt um 240.483.317
krónur. Samt ákvað stjórn félagsins
að úthluta sex milljóna króna arði
á árinu 2008 en Björn situr einn í
stjórn félagsins. Hagnaður ársins á
undan var tæpar ellefu milljónir.
Vilhjálmur Bjarnason, lektor í
viðskiptafræðideild Háskóla Íslands,
segir það brjóta á rétti kröfuhafa að
greiða út arð með óráðstafað eigið
fé í mínus.
„Það gengur ekki. Það gengur á
rétt kröfuhafa og er andstætt við
tólfta kafla hlutafélagalaga. Undir
vissum kringumstæðum getur verið
hægt að greiða arð þrátt fyrir tap
fyrirtækis. Það er hins vegar skilyrði
fyrir arðgreiðslu að fyrirtækið eigi
óráðstafað eigið fé þannig að ef það
er tap eitt árið og hagnaður einhver
ár á undan þá er hægt að nota
hagnað fyrri ára til að greiða arð.
Það er ekki hægt að lækka hlutafé
með því að greiða út arð. Ef skilyrði
hlutafélagalaganna eru fyrir hendi
þá er þetta heimilt.“
Í ársreikningnum kemur einnig
fram að skuldir árið 2008 voru
907.620.616 krónur en 638.937.407
krónur árið 2007. Lán félagsins eru
samtals tæpar átta hundruð millj-
ónir. Þar af eru rúmar 740 milljónir í
erlendum lánum og tæpar fjörutíu
milljónir í verðtryggðum lánum.
Til samanburðar voru lán félagsins
rúmar fimmtíu milljónir árið 2007,
rúmar sextán milljónir í erlendum
lánum og rúmar 36 milljónir í
verðtryggðum lánum.
Ekkert til sparað Eins og sést á teikningunum
verður bústaðurinn með glæsilegasta mó
ti, á besta stað á Þingvöllum.
Keypti gröfu Samkvæmt heimildum DV festi
Björn kaup á gröfunni sem notuð er við b
yggingu bústaðarins í staðinn fyrir að
leigja hana. mynd HEiða HElgadóttir
Engin önnur börn en þau úr Nóa-
túnsfjölskyldunni virðast hafa
fengið lán frá Glitni í desember
árið 2007 til að fjármagna stofn-
fjárkaup sín í sparisjóðnum Byr.
Fjöldinn allur af börnum átti stofn-
fjárhluti í Byr, enda hefur það tíðk-
ast hér á landi í gegnum árin að
foreldrar og aðstandendur barna
gefi þeim stofnfjárhluti í skírnar-
gjöf og við önnur slík tækifæri, og
áttu þar af leiðandi rétt á að taka
þátt í stofnfjáraukningunni.
Heimildir DV herma hins vegar
að einungis foreldrar sjö barna úr
Nóatúnsfjölskyldunni hafi nýtt sér
þann möguleika að taka lán hjá
Glitni fyrir börn sín. Þar á meðal
eru þrjú börn Jóns Þorsteins Jóns-
sonar, stjórnarformanns í Byr, og
tvö af börnum bróður hans, Ein-
ars Arnar Jónssonar, sem og börn
tveggja systkina þeirra. Þessi stað-
reynd setur barnalánsmálið í
Glitni í nokkuð nýtt samhengi.
Fjárfestingafélag systkinanna,
Saxhóll, átti um 7,5 prósenta hlut
í Byr og félag sem var að hluta til
í eigu þess, Saxbygg, keypti 5 pró-
senta hlut í Glitni í apríl 2007 fyrir
um 20 milljarða króna. Systkinin
voru því stórir hluthafar í báðum
fjármálafyrirtækjum og má nánast
fullyrða að Jón Þorsteinn hafi ver-
ið maðurinn á bak við þá ákvörð-
un að leitað var til Glitnis til að
fjármagna stofnfjáraukninguna.
Jón Þorsteinn sendi bréf og
kynnti aukninguna
Stofnfjáreigendur í Byr sem DV
hefur rætt við segja að Jón Þor-
steinn hafi sömuleiðis verið sá
sem kynnti stofnfjáraukninguna
í Byr fyrir öðrum stofnfjáreigend-
um. Þetta gerði Jón Þorsteinn í
bréfi til stofnfjáreigendanna en
stjórn Byrs hafði þetta hlutverk og
var Jón í forsvari fyrir hana.
Í bréfinu sagði Jón meðal ann-
ars að ef stofnfjáreigendurnir
tækju ekki þátt í útboðinu myndi
eign þeirra í sparisjóðnum þynn-
ast út um 86 prósent. Enn fremur
benti hann stofnfjáreigendunum á
að hafa samband við höfuðstöðvar
Glitnis á Kirkjusandi ef þeir þyrftu
að fá lánafyrirgreiðslu fyrir stofn-
fjáraukningunni en búið var að
ganga frá samningum við Glitni
um að bankinn fjármagnaði hana.
Margir af stofnfjáreigendunum
nýttu sér þessa lánafyrirgreiðslu
frá Glitni - meira en 100 þeirra
hyggjast stefna Glitni út af lán-
veitingunum - en hins vegar voru
einungis örfáir þeirra sem einnig
tóku lán fyrir börn sín hjá bank-
anum. Þeir sem tóku lán fyrir börn
sín hjá Glitni voru því einungis,
að því er virðist, foreldrar úr einni
fjölskyldu sem var stór hluthafi í
báðum fjármálafyrirtækjunum og
stýrði stofnfjáraukningunni.
óljóst hvort FmE lækkaði
atkvæðavægið
Sú staðreynd að sjö af börnum
Nóatúnsfjölskyldunnar fengu lán
frá Glitni en engin önnur börn
stofnfjáreigenda, svo vitað sé, vek-
ur upp spurningar um hver ástæð-
an fyrir því sé. Enn sem komið er
hefur enginn úr fjölskyldunni tjáð
sig um það.
Hækkun stofnfjáreignar fjöl-
skyldunnar með barnalánunum
gerði það hins vegar að verkum
að samanlagt áttu börnin stofn-
fjárbréf í Byr fyrir um 100 milljónir
króna því flest þeirra eiga bréf fyrir
meira en 14 milljónir króna. Þetta
hefur því getað aukið atkvæðavægi
fjölskyldunnar á fundum stofnfjár-
eigenda í Byr. Lögum samkvæmt
má einn aðili og tengdir aðilar
ekki vera með meira en 5 prósenta
atkvæðavægi á fundum stofnfjár-
eigenda í sparisjóðum.
Tilgangurinn með þessari reglu
um dreift eignarhald og takmark-
andi atkvæðavægi er að tryggja að
enginn einn stofnfjáraðili geti haft
ráðandi áhrif innan sparisjóða í
landinu. Ef einn aðili ræður yfir
meira en 5 prósentum stofnfjár
ber Fjármálaeftirlitinu að lækka
atkvæðavægi hans á fundum nið-
ur að 5 prósenta markinu.
Að svo stöddu er hins veg-
ar ekki vitað hvort atkvæðavægi
Nóatúnsfjölskyldunnar á stofn-
fjárfundum var meira en 5 pró-
sent eftir stofnfjáraukninguna,
meðal annars út af stofnfjáreign
barnanna, en ef svo var hefði
Fjármálaeftirlitið átt að sjá til
þess að atkvæðavægi hennar væri
minnkað. Ef fáir vissu hins vegar
að börn Nóatúnsfjölskyldunnar
tóku þátt í stofnfjáraukningunni
fyrir tilstuðlan foreldra sinna er
ekki óeðlilegt ef svo hefur ekki
verið
Þau fengu Barnalán hjá
glitni árið 2007:
Börn Jóns Þorsteins Jónssonar = 3
Börn Einars Arnar Jónssonar = 2
Barn Júlíusar Þórs Jónssonar = 1
Barn Rutar Jónsdóttur = 1
Óþekkt = 3
ingi F. VilHJálmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
nÓatÚnsBörnin
fengu ein lán
Potturinn og pannan
Jón Þorsteinn Jónsson,
stjórnarformaður Byrs og
hluthafi í sparisjóðnum
og Glitni, var potturinn
og pannan í stofnfjár-
aukningu Byrs. Hann og
systkini hans virðast hafa
verið einu stofnfjáreigend-
urnir sem tóku lán fyrir
börn sín hjá Glitni.
Bogi Jónsson, veitingamaður á Hliði á Álftanesi,
stendur frammi fyrir því að missa húsið og veitingastaðinn í
hendur bankanna. Stór grafa við húsið vakti athygli nágranna
hans og minntust þeir þess að annar íbúi á Álftanesi rústaði húsi
sínu í stað þess að láta það falla í hendur bankanna.
ÞYKIR OF VÆNT UM
HÚSIÐ TIL AÐ RÚSTA ÞVÍ
„Í síðustu kreppu missti
ég hús sem ég byggði.“
Bogi á Hliði Hefur brasað
ýmislegt í gegnum tíðina og
þrátt fyrir yfirvofandi gjaldþrot
ætlar hann ekki að hengja haus.
valGeir örn raGnarSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Álftanes-aðferðin Einhverjir
höfðu áhyggjur af því að Bogi
ætlaði að rústa húsinu sínu
með gröfu. Það var þó ekki
svo slæmt. Mynd/ BoGi