Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Síða 8
Sandkorn
n Líflegar umræður hafa spunnist
um þá kenningu Páls Theodórs-
sonar að búseta hér hafi hafist
200 árum áður en almennt hefur
verið talið. Ekki síst á það við um
sagnfræðinga og á heimasíðu og
Facebook-
síðu Stefáns
Pálssonar
sagnfræðings
er mikið rætt
um kenning-
una. Eitt fer
fyrir brjóstið
á Stefáni, sem
virðist ekki
ginnkeyptur fyrir kenningunni, og
það er að honum finnst of mikið
gert úr að menn bindi sig við skrif
Ara fróða. Finnst honum litið
fram hjá alls kyns rannsóknum,
bæði sagnfræðinga og raunvís-
indamanna, og þannig gert lítið
úr þeim sem leyfa sér að efast um
kenninguna.
n Höskuldur Þórhallsson, þing-
maður Framsóknarflokksins,
virðist hafa skotið sig aðeins í
fótinn þegar hann skrifaði grein í
Fréttablaðið á fimmtudag um óbeit
vinstri-grænna og sumra samfylk-
ingarmanna á stórfyrirtækjum og
einkum stóriðju. Hann segir fyrir-
myndirnar vera augljósar því Len-
ín hljómi í eyrum á ný. Sjónvarps-
maðurinn Egill Helgason fann
sig hins vegar knúinn til að svara
Höskuldi á bloggi sínu. Egill, sem
löngum hefur verið áhugasamur
um Sovétríkin benti á að þar eystra
hefði verið lögð gríðarleg áhersla á
stóriðju og margt annað mátt sitja
á hakanum. „Stundum er betra að
lesa söguna áður en maður fer að
flagga henni,“ segir Egill og beinir
orðum sínum til Höskuldar.
n Þingmenn fengu tækifæri til að
bauna á ráðherra í fyrirspurnatíma
á Alþingi á fimmtudag. Þar var
um að ræða
óundirbúnar
fyrirspurn-
ir þar sem
þingmenn
geta spurt
út í stefnu
og afstöðu
ráðherra auk
þess að reyna
á þekkingu þeirra. Athygli vakti
að þegar Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir, þingmaður Samfylking-
arinnar, spurði flokksformann
sinn, Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra, um afstöðuna
til þess að ríkisstjórnin í heild
tæki ákvarðanir í stað einstakra
ráðherra, rýndi Jóhanna um skeið
niðursokkin í blað sem hún hafði
fyrir framan sig. Blaðið hafði hún
með sér í ræðupúlt og leit tvívegis
á það meðan hún svaraði Þórunni.
Spurning hvort hún hafi átt von á
hinni óundirbúnu spurningu eða
einfaldlega verið svo fjölhæf að
geta svarað Þórunni og lesið um
eitthvað allt annað á sama tíma.
8 föstudagur 6. nóvember 2009 fréttir
Jóhannes Jónsson, stjórnarformaður
Haga, verst allra fregna af gangi við-
ræðna eigenda Haga við Kaupþing.
Hann segir í samtali við DV að hann
hafi engu við greinina sem hann
skrifaði í Morgunblaðið á miðviku-
daginn að bæta. Þar greindi hann frá
því að fjölskyldan væri í viðræðum
við Kaupþing um framtíð Haga og að
ekkert óeðlilegt væri við það að bank-
inn ynni með núverandi eigendum
sem þekktu félagið. „Þetta mál er í
vinnslu, við erum með samning við
bankann um að klára þetta innan
ákveðins tímaramma,“ segir hann.
Aðspurður vill hann ekki nefna nein-
ar upphæðir í tengslum við hversu
mikið fé fjölskyldan þurfi að koma
með inn í félagið til þess að halda yf-
irráðum sínum. Þegar hann er spurð-
ur hvort það sé rétt sem kemur fram
í fréttum RÚV að upphæðin sé miklu
hærri en 5–7 milljarðar svarar hann:
„RÚV veit örugglega ekki hver upp-
hæðin er.“
70 milljarða skuldir?
Framtíð eignarhalds á Högum hefur
verið í lausu lofti síðan um mitt síð-
asta ár þegar stefndi í óefni hjá Baugi
Group, sem nú er gjaldþrota. Síð-
asta haust keypti félagið 1998 Haga
frá Baugi að kröfu Kaupþings. Strax
komu upp háværar raddir um riftun
kaupanna. Kaupverðið var 30 millj-
arðar króna og lánaði Kaupþing 25
milljarða fyrir kaupunum. Þar af fóru
10 milljarðar til að borga skuldir við
Kaupþing, 5 milljarðar til Glitnis og
15 milljarðar fóru í að kaupa hluti af
eigendum Baugs, meðal annars af
hjónunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni
og Ingibjörgu Pálmadóttur.
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsr-
ar verslunar, telur að þessi skuld sé
líklega komin upp í 48 til 50 milljarða
króna, enda var um gengistryggt lán
í evrum að ræða. Talið hefur verið að
skuldir Haga nemi í heildina 20 millj-
örðum og því geta skuldirnar í heild
verið allt að 70 milljarðar.
„Þetta merkir að hagnaður Haga
þarf að standa undir bæði skuldum
Haga og líka undir skuldum eigenda
Haga,“ segir Jón. Aðspurður hvort
hann telji að núverandi eigendur
geti haldið yfirráðum í félaginu, án
þess að til verulegra afskrifta komi,
segir Jón: „Mitt mat er að Hagar þurfi
að hagnast ansi vel til að geta staðið
undir þessu. Það er hægt að draga
þá ályktun að bankinn hafi mikl-
ar áhyggjur af stöðunni. Bankinn er
kominn með tvo stjórnarmenn inn í
Haga.“
Nefnir engar tölur
1998 ehf. er að langstærstum hluta
í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
og fjölskyldu hans, eða að 82 pró-
sentum. Félagið ISP sem Ingibjörg
Pálmadóttir á og Bague SA, sem
Hreinn Loftsson stýrir, eiga sín 9 pró-
sentin hvort í 1998.
Skuldir gömlu eigenda Haga við
Kaupþing eru miklu meiri en virði
félagsins og þeir eiga félagið því varla
nema að nafninu til. Þeir hafa hins
vegar sagst vera í viðræðum við er-
lenda fjárfesta um að koma með nýtt
hlutafé inn í Haga og fullyrða að eng-
ar afskriftir verði.
Jóhannes Jónsson vill ekki tjá sig
um hvaða erlendu fjárfesta þeir séu
í viðræðum við eða hversu mikið fé
þeir geti komið með inn í Haga. „Ég
ætla ekki að nefna neinar tölur. Þetta
er í vinnslu og við klárum það ekki í
fjölmiðlum.“ Hann segist hins vegar
vera bjartsýnn á að samningar náist:
„Annars værum við ekki að þessu.“
Brotlegur risi
Hagar er langstærsta verslunarfyr-
irtæki á Íslandi. Félagið rekur mat-
vöruverslanirnar Bónus, Hagkaup,
10-11 og tólf tískuvöruverslanir hér
á landi. Jafnframt eiga Hagar inn-
kaupafyrirtækin Aðföng, Hýsingu,
Banana og Ferskar kjötvörur. Öll fyr-
irtækin undir Högum eru rekin sem
sjálfstæð fyrirtæki en Hagar hafa um-
sjón með því að finna sameiginlega
fleti sem geta leitt til hagræðingar og
aukið samkeppnisstyrk þeirra. Sam-
kvæmt Frjálsri verslun er Hagar 15.
stærsta fyrirtækið á Íslandi með 61
milljarð í ársveltu.
Fyrirtækið varð til þegar Bónus-
feðgar keyptu Hagkaup árið 1998.
Nokkrum árum áður hafði Hagkaup
keypt helmingshlut í Bónus, en með
þessum kaupum, sem voru fjár-
mögnuð af FBA og Kaupþingi, eign-
uðust Bónus-feðgar báðar verslan-
irnar. Félagið hélt síðan áfram næstu
ár að kaupa og stofna verslanir.
Félagið hefur í nokkur skipti gerst
brotlegt við samkeppnislög og verið
sektað um mörg hundruð milljónir.
Fyrr á þessu ári voru Hagar sektaðir
um 20 milljónir eftir að Samkeppnis-
eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu
að samruna Haga og BT í nóvember
á síðasta ári hefði verið hrint af stað
áður en eftirlitinu gafst tækifæri til að
meta áhrif samrunans.
Í desember í fyrra voru Hagar svo
dæmdir til að greiða 315 milljóna
króna sekt fyrir að hafa misnotað
markaðsráðandi stöðu sína. Það mál
snerist um verðstríð á milli Bónuss
og Krónunnar í febrúar 2005. Krónan
hafði þá lækkað verð á helstu nauð-
synjavörum um fjórðung í því skyni
að koma á virkri samkeppni. Bónus
brást við með gríðarlegum verðlækk-
unum, einkum á mjólkurvörum og á
tímabili fékkst lítrinn af mjólk ókeyp-
is.
Skuldir eigenda Haga hafa hækkað gríðarlega frá því þeir keyptu félagið út úr Baugi
Group fyrir 30 milljarða á seinasta ári. Jóhannes í Bónus vill ekkert gefa upp hvaða er-
lendu fjárfesta hann á í viðræðum við, en segist vera bjartsýnn. Baráttan um að halda
yfirráðum í Högum hófst síðasta sumar þegar félaginu var kippt út úr Baugi. Hagar er
15. stærsta félag landsins en 20 fyrirtæki heyra undir það.
Skuldir hækkuðu um
20 milljarða á einu ári
„Mitt mat er að Hagar
þurfi að hagnast ansi
vel til að geta staðið
undir þessu.“
valgeir örN ragNarssoN
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Jóhannes Jónsson „Ég ætla ekki að nefna neinar tölur. Þetta er í vinnslu og við
klárum það ekki í fjölmiðlum.“
verslanir í eigu Haga