Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Síða 10
Hún er ímynd kvenlegrar fegurðar og þokka. Hún er lifandi, ótrúlega vel gefin, hress, skemmtileg, hlý og góð ásamt því að fólk buktar sig og beygir í djúpri lotningu og virðingu fyrir henni, ekki bara karlmenn heldur konur líka. Þannig er Kleo- pötru Kristbjörgu Stefánsdóttur, for- stjóra Gunnars Majoness, lýst af vax- andi aðdáendahópi hennar. „Ég er í grúppu sem ég kalla fjöl- skyldu mína og í henni eru margir af mínum bestu vinum, bæði kon- ur og karlar. Við köllum okkur bræð- ur og systur, stöndum saman eins og fjölskylda og segjumst vera syst- kin, kynnum okkur meira að segja þannig úti um allt. Mér þykir vænt um þau öll,“ segir Kleopatra Krist- björg Stefánsdóttir, forstjóri Gunn- ars Majoness. Kleopatra virðist vera andlegur leiðtogi fjölda fólks, hóps sem hún kallar fjölskylduna sína. Það segja flestir þeir viðmælendur sem DV leitaði til. Meðlimir hópsins, sem telur nokkra tugi einstaklinga og þar á meðal eigendur fyrirtækisins, kalla sig bræður og systur og ganga þeir jafnframt undir gælunöfnun innan hans. Ganga undir gælunöfnum Jón Viðarsson, sem gengur und- ir gælunafninu „Marteinn“ í hópn- um, lýsir Kleopötru sem ákaflega góðri konu. Aðspurður vildi hann lítið ræða um fjölskylduna en viður- kenndi þó að hópurinn hittist reglu- lega. „Ég þekki hana ágætlega og við hittumst af og til. Hún er bara mjög góð kona en ég held að ég fari ekkert nánar út í það,“ segir Jón. Hildur H. Pálsdóttir, sem gengur undir gælunafninu „Branda“ innan hópsins, segir Kleopötru yndislega manneskju í alla staði. Hún segir hana andlegan leiðtoga fjölskyld- unnar. „Við erum öll bræður og syst- ur, fjölskyldan er nokkuð stór en við erum einhverjir tugir sem hittumst reglulega og höfum hist í mörg ár. Það er skyldumæting á fjölskyldu- fundi mánaðarlega. Þá má alveg segja að við séum öll skoð- anabræður og -systur,“ segir Hildur og bætir við: „Maður veit það alveg að hún er mjög andlega þen- kjandi þó hún sjálf vilji lítið tala um það. Það eru margir sem dæma hana rangt og halda að hún sé öðruvísi en hún er. Það er ferlega leiðinlegt því ég veit hvað hún er rosalega góð og hjálpsöm.“ Leiðtogi fjölskyldunnar „Við erum öll á svipaðri línu, gegn þessari neysluhyggju. Kleopatra er náttúrlega bara yndisleg og ekkert slæmt hægt að segja um hana. Það er allt svo gott í kringum hana. Það er ofsalega gott að leita til hennar og maður lyftist upp þegar maður hefur hitt hana. Hún veitir okkur hlýju og andlegan innblástur. Innan hópsins er hún mjög virt og dáð, það er al- veg óhætt að segja að hún sé leiðtogi fjölskyldunnar. Sem leiðtogi veit- ir hún hópnum andlegan innblást- ur, hennar boðskapur og lífsskoðun er eitthvað sem okkur hugnast vel,“ segir Hildur. Dularfull manneskja Kleopatra Krist- björg Stefáns- dóttir fædd- ist árið 1957 á Vopna- firði og þá var móð- ir henn- ar nokk- uð ung eða sextán ára gömul. Í bænum var hún alltaf kölluð Gúa og fara af henni ýmsar dularfull- ar sögur í bæn- um. Einn við- mælenda DV sagði Kleo- pötru Krist- björgu hafa aðhyllst and- leg málefni um nokkurt skeið. Viðmæl- andinn fullyrðir að snemma hafi hún safnað í kringum sig að- dáendum sem nokkurs konar andlegur leið- togi. „Þau voru nokk- ur sam- an og lágu á leiðum í kirkjugarðinum. Hópurinn var í einhverju kukli hérna á árum áður,“ segir viðmælandinn. Sjöfn Erlingsdóttir, húsmóðir á Vopnafirði, segir að ýmsar sögur hafi gengið í bænum um Kleopötru Krist- björgu. Þrátt fyrir að sonur Sjafnar og dóttir Kleopötru hafi verið vinir til margra ára kynntust mæðurnar ekkert. „Krakkarnir okkar voru voða góðir vinir. Sonur minn fékk sjaldan að fara inn fyrir hússins dyr hjá vin- konu sinni heldur kom dóttirin til okkar. Sjálf hitti ég konuna aldrei því það var ávallt maðurinn sem kom til dyra eða svaraði símanum. Krakk- arnir hennar eru hins vegar voða góðir krakkar,“ segir Sjöfn. Erfið æska „Það vita mjög fáir nokkuð um þessa dularfullu manneskju. Það er ein- hver söfnuður í kringum hana og í bænum hafa gengið sögur um hana. Bæjarbúar kynntust henni lítið og töluðu um að hún væri dálítið furðu- leg en sjálf kynntist ég henni ekkert allan þennan tíma. Hún virðist vera mjög dularfull,“ bætir Sjöfn við. Kleopatra var í upphafi nefnd Borghildur Kristbjörg Stefánsdótt- ir en amma hennar, sem hún hélt mikið upp á, gaf henni síðar nafnið Kleopatra. Henni til heiðurs ákvað Kleopatra að breyta nafni sínu form- lega árið 1999 og tilkynnti nafna- breytingu til þjóðskrár. Kleopatra á mörg systkini en er ekki í miklu sam- bandi við ættingja sína. Hún viður- kennir að æska hennar hafi verið nokkuð erfið og því vilji hún lítið tala um fortíðina. Aðspurð segist hún lít- ið velta sér upp úr sögum sem um hana ganga, einkum í netheimum. Nákvæmlega sama „Mér er svo nákvæmlega sama um umræðuna um mig. Þjóðarsálin er svo sjúk. Óvildarmenn mínir vilja greinilega hefna sín á mér og það fólk er andlega veikt. Ég er ekki svo hégómleg og vitlaus að hafa áhyggj- ur af því sem aðrir segja og hvað öðrum finnst um mig. Mér er svo nákvæmlega, nákvæmlega sama. Sem betur fer er til rosalega gott fólk í kringum mig og ég er sem betur fer mjög rík af vinum sem ég kalla fjöl- skylduna mína. Ég á fullt, fullt af vin- um,“ segir Kleopatra Kristbjörg. Fyrrverandi starfsmaður fyrir- tækisins bendir á í samtali við DV að forstjórinn sinni lítið daglegum rekstri fyrirtækisins. Á þeim tíma sem hann starfaði þar segist hann hafa tvisvar rekist á Kleopötru. „Ég 10 föstudagur 6. nóvember 2009 fréttir „Ég á fullt, fullt af vinum og er föðmuð alls staðar sem ég kem,“ segir Kleopatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri Gunnars Majoness. Fortíð hennar þykir dularfull og um hana ganga sögur í gamla heimabænum. Kleopatra á dyggan aðdáendahóp sem lítur á hana sem andlegan leiðtoga sinn. Sjálf gerir hún lítið úr áhrifamætti sínum en viðurkennir vinsældirnar. DÝRKUÐ OG DULARFULL MAJÓNESDROTTNING TrauSTi hafSTEiNSSoN blaðamaður skrifar: trausti@dv.is alveg sama Kleopatra blæs á allar kjaftasögur og segist vera nákvæmlega sama um þær sögur sem ganga um hana. Leiðtogi fjölskyldunnar Bræður og systur Kleopötru innan „fjölskyldu Kleopötru“ segja hana veita hlýjan og andlegan innblástur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.