Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Síða 14
14 föstudagur 6. nóvember 2009 helgarblað „Ég heyrði mikil læti. Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég þyrfti að komast í burtu. Ég datt inn í runna og skreið eftir gangstéttinni á með- an ég heyrði skothríð fyrir aft- an mig,“ segir hinn 26 ára Morten Andersen. Seint um kvöld þann 19. maí á þessu ári kom Morten heim til sín í íbúðina á Rødovrevegi í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hann var við það að opna dyrnar þegar hann sá einhvern fyrir aftan sig. Kvöldið endaði á því að hann var skotinn níu sinnum með níu millimetra byssu. Hann sagði sögu sína í danska sjónvarpsþættinum Krimi5 og er þar með fyrsta fórnar- lamb gengjastríðanna í Danmörku sem stígur fram og tjáir sig. Með kúlu í höfðinu „Það er vont að fá skot í sig. Það er brennandi tilfinning,“ segir Mor- ten. Fyrstu tvær kúlurnar hittu hann í hægri fótlegginn með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Sú þriðja lenti í vinstri handlegg hans sem brotnaði einnig. Fimm kúlur fóru í gegnum bak hans og fóru illa með innri líffæri hans og þarma. Morten hljóp nokkra metra en brotinn fótleggurinn gaf sig og Morten féll til jarðar sem var rauð af blóði. Árásarmaðurinn hafði samt sem áður ekki lokið ætlunar- verki sínu. Hann gekk að Morten þar sem hann lá alvarlega særð- ur og skaut hann tvisvar í höfuðið. Önnur kúlan situr þar enn, á milli heilahvelanna, og þora læknar ekki að fjarlægja hana með uppskurði. Andlega þjakaður Morten lá í dái í fjórtán daga og gáfu læknar honum helmingslík- ur á að lifa af. Þegar hann vaknaði með slöngur í nefi og maga skildi hann að nú væri líf hans breytt. Í dag eru þrír fingur á vinstri hendi lamaðir og hann getur ekki beitt hægri fæti sem skyldi. Versta mein- ið segir hann þó vera andlegt. „Ég fer ekki einn út á kvöldin. Ef ég sé útlending með hettu yfir höfðinu held ég að hann sé vopn- aður og vilji skjóta mig. Ég held að allir vilji skjóta mig. Ég vakna á næturnar því ég heyri skothvelli.“ Ekki óvinur neins Árið 2007 var Morten meðlim- ur stuðningsgrúppu Hells Angels í Danmörku, AK81, og telur lög- reglan árásina vera hluta af gengj- astríði Vítisengla annars vegar og innflytjenda hins vegar. Í skýrslu dönsku lögreglunnar um það sem hún kallar rokkara- klúbba og -gengi voru 113 með- limir í AK81 í árslok 2008. Í fyrra voru 314 ákærur um alvarlega glæpi gefnar út á hendur meðlim- um klúbbsins og 164 dómar féllu. AK81 sér um að sinna skítverkum Vítisengla í stríðinu blóðuga gegn innflytjendum á götum Danmerk- ur. Morten segist hafa sagt skil- ið við grúppuna hálfu ári áður en fyrsta skotið hljóp af í gengjastríð- inu. Hann segist engan þátt eiga í átökum milli Hells Angels og inn- flytjenda en er viss um að árásin hafi tengst AK81. „Ég er ekki óvinur neins. Ég er ekki meðlimur grúppu eða gengis. En ég held að þeir hafi skotið mig því þeir héldu að ég væri meðlim- ur í AK81.“ Kvöldið sem Morten var skotinn sáu vitni mann af erlendu bergi brotinn setjast inn í bifreið með tveimur öðrum. Getur ekki lifað svona Morten telur að yfirvöld hefðu get- Morten Andersen er fyrsta fórnarlamb Hells Angels í Danmörku sem stígur fram. Hann var skotinn níu sinnum í maí og situr ein kúlan enn í höfði hans. Hann segist þjást andlega vegna árásarinnar. Hann sakar yfirvöld um aðgerðarleysi þar sem hann fær ekki þá hjálp sem hann þarf. Eyðilagður Eftir árás VítisEngla LiLjA KAtrín GunnArsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Ég held að allir vilji skjóta mig. Ég vakna á næturnar því ég heyri skothvelli.“ Frumkvöðull Morten er fyrsta fórnarlamb Hells Angels í Danmörku sem tjáir sig undir nafni og í mynd. Flestir þora ekki að stíga fram vegna ótta. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Hver farþegi hefur sinn eigin skjá á sætisbakinu fyrir framan sig. • Fjölbreytt úrval kvikmynda, sjónvarpsþátta og annars efnis í nýju afþreyingarkerfi. • Teppi, koddar og blöð eru án endurgjalds. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 76 46 1 1/ 09

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.