Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Side 16
16 föstudagur 6. nóvember 2009 fréttir
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, hefur verið gagnrýndur tölu-
vert á opinberum vettvangi eftir
efnahagshrunið vegna tengsla sinna
við íslensku útrásina á liðnum árum.
Gagnrýnin var reyndar komin fram
fyrir hrunið að einhverju leyti en hún
hefur ágerst nokkuð eftir það í því
uppgjöri við útrásina og hrunið sem
átt hefur sér stað í landinu á síðasta
ári. Sem dæmi má nefna að í skoð-
anakönnunum um þessar mundir
segjast mun færri bera traust til for-
setans en fyrir hrun.
Í könnun MMR í september á
þessu ári kemur fram að Ólafur Ragn-
ar Grímsson nýtur mikils trausts hjá
tæplega 23 prósentum Íslendinga
en tæplega 48 prósent segjast bera
lítið traust til hans. Þetta er nokkur
breyting frá því sem var fyrir hrun
en um 80 prósent þjóðarinnar vildu
hafa Ólaf áfram í embætti forseta Ís-
lands sumarið 2008 þegar hann var
sjálfkjörinn til að gegna því áfram til
næstu fjögurra ára þar sem enginn
bauð sig fram á móti honum, líkt og
rakið er í bók Guðjóns Friðrikssonar
sagnfræðings um forsetann.
Frumforsendan í þessari gagn-
rýni á forsetann er sú að þeir auð-
menn sem Ólafur studdi svo við bak-
ið á beri að miklu leyti ábyrgð á því
að íslenskt efnahagslíf hafi hrunið til
grunna. Meginástæðan fyrir þeirri
niðurstöðu er svo aftur að auðmenn-
irnir hafi, í krafti eignarhalds síns yfir
bönkunum og helstu fyrirtækja og
félaga, skuldsett þjóðina til ólífis í út-
löndum.
„Staða Ólafs Ragnars, eins og
þeirra stjórnmálamanna sem voru
við völd fyrir hrun, hefur veikst
mjög. Hins vegar hefur það vakið
athygli mína að ekki hafi verið rætt
meira um þennan þátt Ólafs Ragnars
í útrásinni fyrr en á síðustu vikum.
Að sjálfsögðu hefur verið rætt mik-
ið um tengsl hans við hina svoköll-
uðu útrásarvíkinga og hvernig hann
reyndi að liðka til fyrir viðskiptum
þeirra erlendis en virkilegur mótbyr
í hans garð hefur ekki komið fyrr en
upp á síðkastið. Honum hefur í raun
og veru verið hlíft miðað við hvað
margir stjórnmálamenn hafa mátt
þola í umræðunni,“ segir Baldur Þór-
hallsson, prófessor í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands, þegar hann er
spurður um stöðu Ólafs Ragnars í
dag. Baldur telur því að gagnrýnin
á Ólaf Ragnar vegna útrásartengsl-
anna sé fyrst nú að ná nýjum hæð-
um.
Gagnrýnin á Ólaf Ragnar er
reyndar að verða það hávær að
margir einstaklingar, úr hinum ýmsu
hornum samfélagsins, telja að Ólafi
sé ekki sætt í embætti lengur vegna
þess stuðnings sem hann sýndi ís-
lenskum auðmönnum í orði og ekki
síður á borði. Slíkar skoðanir koma
meðal annars fram í máli sumra
þeirra álitsgjafa sem DV leitaði til.
Aðrir tóku ekki eins djúpt
í árinni.
Einkaþotur og
útrás
Eftir því sem lengri
tími líður frá hrun-
inu bætast fleiri og
fleiri atriði við út-
rásarsögu forset-
ans. Þannig hef-
ur Fréttablaðið að
minnsta kosti í tví-
gang á síðustu
mánuð-
um
sýnt fram á aðkomu forsetans að út-
rásinni.
Í fyrra skiptið greindi blaðið frá því
í mars að Ólafur Ragnar hefði flog-
ið níu sinnum í einkaþotum á veg-
um stórfyrirtækja, eignarhaldsfélaga
og fjármálastofnana á árunum 2005
til 2008. Um var að ræða flugvélar
sem voru í eigu eða í leigu hjá Glitni,
Novator, FL-Group, KB-banka, Acta-
vis og Eimskipafélagi Íslands.
Í seinna skiptið sagði Fréttablaðið
frá því nú í byrjun október að rann-
sóknarnefnd Alþingis hefði sautj-
án bréf sem forsetinn hefði skrifað
í þágu íslensku bankanna á síðustu
árum til rannsóknar. Forsetaemb-
ættið vildi ekki láta blaðið fá bréfin
en gerði þau opinber fyrir skömmu í
kjölfar fréttar blaðsins.
Meðal annars var bréf til Bill
Clintons, fyrrver- andi
Bandaríkjafor-
seta, þar sem
sagði við
hann að
Landsbanki Íslands væri reiðubúinn
að greiða honum hið venjulega upp-
setta verð forsetans fyrrverandi, um
10 milljónir króna, fyrir fyrirlestur á
vegum bankans.
Við lestur bréfanna fær lesand-
inn það því á tilfinninguna að Ólafur
Ragnar hafi í reynd verið eins konar
umboðsmaður íslensku útrásarinn-
ar og fjármálageirans á árunum fyr-
ir hrunið enda eru til fjölmörg dæmi
um stuðning Ólafs við íslenska auð-
menn á liðnum árum.
Auðmenn þjónustaðir
Til að mynda fór forsetinn til Kaup-
mannahafnar til að vera viðstaddur
opnun skrifstofu FL Group þar í landi
árið 2006 og haustið 2007 fór hann
í fræga ferð til New York á vegum
Glitnis þar sem útibú bankans þar í
borg var
opnað.
IngI F. VIlhjálmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
ÓLAFUR RAGNAR
RANNSAKAÐUR
Ólafur Ragnar grímsson, forseti Íslands, aðstoðaði íslensku
auðmennina og naut aðstoðar þeirra á árunum fyrir íslenska
efnahagshrunið. Forsetinn hefur verið gagnrýndur mikið fyrir
aðkomu sína að útrásinni og hefur verið kallaður klappstýra
hennar. Hann flaug í einkaþotum auðmanna og bauð banka-
stjórnendum og ýmsum auðmönnum meðal annars til Bessa-
staða og bað þá um að styrkja ýmis verkefni. Álitsgjafar DV um
forsetann telja að hann hafi beitt sér um of fyrir útrásina og að
hugsanlega sé komið að skuldaskilum Ólafs Ragnars við hana.
Ekki lengur á friðarstóli Alveg ljóst er að Ólafur
Ragnar Grímsson situr ekki lengur á friðarstóli
á Bessastöðum. Ástæðan er sú að tengsl hans
við útrásina þykja of mikil, að margra mati og að
margra mati er honum ekki lengur sætt í embætti.
Beðnir um fé Sigurjón Árnason, Lárus Welding og
Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjórar stóru viðskipta-
bankanna þriggja, voru meðal þeirra sem Ólafur Ragnar
bauð í mat á Bessastaði og bað þá um peninga fyrir
verkefni sem hann hafði áhuga á, innanlands sem utan.