Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Qupperneq 18
Hafði milligöngu um kaupin á
Singer og Friedlander
Líklega er eitt besta dæmið um bein-
an stuðning Ólafs og forsetaemb-
ættisins við útrásina þegar hann
hafði milligöngu um að Kaupþing
keypti Singer og Friedlander- bank-
ann í London árið 2004. Guðjón seg-
ir frá þessari aðkomu forsetans í bók
sinni.
Þar lýsir hann því hvernig stjórn-
endum Singer og Friedlander var
boðið til hádegisverðar á Bessastöð-
um ásamt stjórnendum Kaupþings,
væntanlega Sigurði Einarssyni og
Hreiðari Má Sigurðssyni, þar sem
rætt var um kaupin. Guðjón segir að
Ólafur hafi hælt Kaupþingsmönn-
um á fundinum á Bessastöðum og
rökstutt af hverju þeir ættu að selja
bankann til Kaupþings. Guðjón seg-
ir í bókinni að hádegisverðurinn á
Bessastöðum hafi skipt verulegu
máli varðandi þá ákvörðun stjórn-
enda Singer og Friedlander að hefja
viðræður um kaupin við þá Sigurð og
Hreiðar og vitnar meðal annars í orð
Sigurðar þar sem hann þakkaði Ólafi
fyrir að liðka til fyrir kaupunum. Ól-
afur átti síðar, í ársbyrjun 2007, eftir
að sæma Sigurð riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu „fyrir forystu í
útrás íslenskrar fjármálastarfsemi“,
eins og það var orðað í Stjórnartíð-
indum.
Bauð til Bessastaða og bað um
peninga
Einni spurningu um aðkomu Ólafs
Ragnars að útrásinni hefur ekki ver-
ið svarað nægilega vel. Vitað er að
Ólafur studdi við bakið á útrásinni
í ræðu, riti og með beinum aðgerð-
um eins og meðmælabréfum sem
og milligöngu í viðskiptum, líkt og
rætt hefur verið hér að framan. Aft-
ur á móti hefur minna verið rætt um
hvort auðmennirnir hafi launað Ól-
afi stuðninginn með einhverju móti.
Heimildir DV herma að eitt af
því sem Ólafur hafi verið gjarn á að
gera hafi verið að bjóða forstjórum
og helstu stjórnendum íslensku við-
skiptabankanna þriggja í hádegis-
mat á Bessastöðum þar sem erindi
Ólafs var meðal annars að biðja þá
um að styrkja tiltekin innlend og er-
lend verkefni sem hann hafði áhuga
á. Til að mynda var Lárus Welding,
forstjóri Glitnis, nokkrum sinnum
boðaður á fund forsetans á Bessa-
stöðum eftir að hann hafði tekið við
forstjórastarfinu af Bjarna Ármanns-
syni í apríl 2007.
Þessir hádegisverðarfundir Ól-
afs Ragnars og Lárusar voru yfirleitt
boðaðir með mjög skömmum fyr-
irvara og var einungis um tveggja
manna borðhald að ræða. Þeir fóru
þannig fram að Ólafur hringdi í far-
síma Lárusar og bað hann um að
koma til fundar við sig. Á fundun-
um kom Ólafur Ragnar því svo að að
honum þætti vænt um ef Glitnir vildi
styrkja tiltekin verkefni sem hann
lýsti fyrir forstjóranum, meðal ann-
ars ýmis góðgerðarmál. Upphæð-
irnar sem Glitnir gaf í verkefnin sem
Ólafur nefndi voru svo millifærðar
beint á viðkomandi aðila en ekki í
gegnum forsetaembættið.
Ólafur lét Lárus svo vita af því að
hann myndi glaður aðstoða bank-
ann í hans starfi. Þetta gerði Ólafur í
einhverjum tilfellum, meðal annars
þegar útibú Glitnis var opnað í New
York í september 2007.
Þess skal getið að forsetaembætt-
ið neitar að þessir fundir Ólafs og
bankastjórnendanna hafi átt sér stað
með þeim hætti sem lýst er hér að
framan en heimildir DV segja ann-
að.
Stjórnendur allra bankanna
boðaðir
Ólafur mun hafa haldið sams kon-
ar fundi, í sams konar tilgangi, með
stjórnendum hinna bankanna. Með-
al annars Sigurjóni Árnasyni, banka-
stjóra Landsbankans, Hreiðari Má
Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings,
Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni
Kaupþings, og fyrirrennara Lárusar
hjá Glitni, Bjarna Ármannssyni.
Heimildir DV herma að erindi
um þessa hádegisverðarfundi for-
setans og bankastjórnendanna hafi
verið sent til Rannsóknarnefndar
Alþingis fyrir nokkrum mánuðum.
Erfiðlega gæti hins vegar reynst að
sanna að fundirnir og greiðslur frá
Glitni til verkefna Ólafs hafi átt sér
stað, þar sem peningarnir sem bank-
arnir gáfu til þeirra verkefna sem Ól-
afur vildi láta styrkja fóru ekki í gegn-
um forsetaembættið heldur beint til
þeirra verkefna sem Ólafur benti á
að heppilegt væri að styrkja.
Af þessu sést, að hluta, hvernig
samskipti Ólafs Ragnars við útrásar-
víkinganna fóru fram. Ólafur beitti
sér fyrir þá og notaði forsetaembætt-
ið til þess, meðal annars til að kynna
þá fyrir leiðtogum ýmissa landa og
ljá þeim trúverðugleika og virðulegri
blæ. Ólafur mun hins vegar hafa
beðið um stuðning bankanna til að
styrkja sum af þeim málefnum sem
honum voru hugleikin. Ólafur hef-
ur því, samkvæmt þessu, jafnframt
nýtt sér tengsl sín við auð- og banka-
mennina til að
tryggja að
þau verkefni sem hann vildi styðja
fengju fjárhagslegan stuðning frá
bönkunum.
Þannig má segja að viss gagn-
kvæmni hafi einkennt samskipti Ól-
afs Ragnars og íslensku útrásarvík-
inganna þó svo að Ólafur hafi ekki
hagnast persónulega á þessum sam-
skiptum svo vitað sé. Ólafur liðkaði
til fyrir viðskiptum þeirra, eins og
dæmin sanna, og Ólafur fékk þá til
að styðja verkefni sem honum þótti
þess verð að vera studd.
Flestir gagnrýna forsetann
fyrir útrásartengslin
Tengsl Ólafs Ragnars við útrásina
hafa svo leitt af sér umræðu eftir
hrunið um stöðu hans, líkt og áður
hefur komið fram. Í þeirri umræðu
eru skoðanir manna vitanlega marg-
ar og ólíkar þó segja megi að lang-
flestir gagnrýni Ólaf nokkuð fyrir
að hafa gengið of einarðlega fram í
stuðningi sínum við útrásina. Sumir
telja meira að segja að Ólafi sé ekki
sætt í embætti lengur.
Sigurður Gylfi er einn af þeim:
„Ólafur er búinn; mér finnst að hann
ætti að segja af sér. Forsetaembætt-
inu væri hugsanlega hægt að bjarga
ef hann segði af sér. En ég held að
hann muni sitja, hanga á þessu
eins og hundur á roði, og að í kjöl-
farið verði þetta embætti lagt niður.
Ég byggi þessa skoðun mína á því
að þetta er maður sem var kosinn
á sínum tíma vegna gáfna sinna og
tengsla út í heim. Hann hefur hins
vegar ekki sýnt neitt í embætti sem
bendir til þess að hann sé vel gefinn
og mér finnst hann ekki hafa notað
tengsl sín út í heim mjög vel. Mér
finnst grundvöllur fyrir veru hans á
forsetastóli með öðrum orðum vera
brostinn,“ segir Sigurður Gylfi.
Aðrir eru ekki eins afdráttarlausir
í gagnrýni sinni. Jón Ólafson bendir
á að það sé slæmt að forseti Íslands
sé rúinn virðingu vegna þessa stuðn-
ings við útrásina: „Staða forsetans
er mjög sérkennileg. Fyrir hrunið
þótti tengslanet hans erlendis
vera helsti
styrkleiki hans sem þjóðhöfðingja
og hann lýsti hlutverki sínu beinlín-
is þannig, nú þykir mörgum þessi
tengsl hans vandræðaleg fremur en
hitt. Það er líka athyglisvert að sjá
hvernig hrunið hefur skapað hálfgert
veiðileyfi á forsetann. Andstæðingar
hans sem áður þurftu að halda aftur
af sér leyfa sér nú mjög skefjalausan
talsmáta um embættið og persónu
forsetans. Það skapar undarlegt and-
rúmsloft að þjóðhöfðinginn sé rúinn
virðingu, hvort sem virðingarleysið
er nú sanngjarnt eða ósanngjarnt ...
Þeir sem ekki ráðast á hann með off-
orsi virðast tómlátir um hann, eigin-
konu hans og embættið. Lærdómur-
inn er auðvitað sá að þjóðhöfðingi á
ekki undir nokkrum kringumstæð-
um að gerast sérstakur talsmað-
ur stórfyrirtækja, en sá lærdómur
kemur Ólafi Ragnari varla að gagni
úr þessu. En kannski næsta forseta,“
segir Jón.
Baldur Þórhallsson segir að tengsl
Ólafs við útrásina hafi sett hann í erf-
iða stöðu en að Ólafur sé bardaga-
maður að eðlisfari og muni ekki gefa
embættið eftir svo glatt. „Þetta hefur
sett hann í erfiða stöðu; hann hef-
ur þurft að verja sig. En hann Ólaf-
ur Ragnar berst eins og ljón og það á
enginn neitt inni hjá honum. Það eru
þrjú ár eftir af kjörtímabilinu. Hon-
um verður ekki haggað af Bessastöð-
um og er þannig lagað í ágætis stöðu
þó að gagnrýnin á hann sé hávær,“
segir Baldur en alveg ljóst er að um-
ræðan um Ólaf Ragnar og útrásina
mun halda áfram á næstunni og nýj-
ar staðreyndir um þessi tengsl munu
væntanlega koma fram í dagsljósið.
Einnig verður forvitnilegt að sjá hvað
kemur út úr athugunum Rannsókn-
arnefndar Alþingis á forsetaemb-
ættinu, til að mynda bréfunum sem
hann skrifaði fyrir þá, og eins athug-
uninni á styrkjamálinu sem lýst var
hér að framan.
18 föstudagur 6. nóvember 2009 fréttir
Sameinaðir í útrásinni Ólafur Ragnar var einna nánastur Björgólfi
Thor Björgólfssyni, Sigurði Einarssyni og Bjarna Ármannssyni af
íslensku útrásarvíkingunum. Mikla athygli vakti þegar hann veitti
Sigurði fálkaorðu vegna þátttökunnar í útrásinni í ársbyrjun 2007.
„En ég held að hann muni sitja, hanga á þessu
eins og hundur á roði, og að í kjölfarið verði þetta
embætti lagt niður.“
Jón Ólafson Bendir á að það sé slæmt
að forseti Íslands sé rúinn virðingu vegna
þessa stuðnings við útrásina.
Baldur Þórhallsson Segir að tengsl
Ólafs við útrásina hafi sett hann í erfiða
stöðu.