Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Page 20
20 föstudagur 6. nóvember 2009 fréttir Í efnahagsþrengingum eykst hættan á gjald- þrotum og kennitöluflakki fyrirtækja. Þannig eru eignir færðar yfir á nýjar kennitölur og skuldirnar skildar eftir í skel gamla félagsins. Fullyrt er að fjöldi einstaklinga hafi af því at- vinnu að sigla fyrirtækjum í strand og hafa af því persónulegan hag. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, lítur kennitöluflakk mjög alvarlegum augum. BEINN ÞJÓFNAÐUR „Við höfum varað við þessu um ára- bil en því miður fyrir daufum eyrum. Þetta alvarlega vandamál er viðvar- andi og það virðast alltaf vera til stað- ar einstaklingar sem leika sér að því að sigla fyrirtækjum í strand. Þannig má segja að sumir hafi beinlínis af þessu atvinnu,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Veruleg hætta er á stórauknu kennitöluflakki á næstu misserum. Það er mat þeirra sérfræðinga sem DV ræddi við. Fjárhagserfiðleikar blasa við gífurlegum fjölda íslenskra fyrirtækja og hafa sérfræðingarnir af því áhyggjur að margir rekstraraðil- ar kunni að freistast til þess að bjarga verðmætum með því að færa þau yfir á nýjar kennitölur. DV hefur fjallað um mörg tilvik undanfarið þar sem stofnaðar eru nýjar kennitölur undir verðmæti fyrirtækja og miklar skuld- ir skildar eftir í skel gamla félagsins. Alltof algengt „Núna er sérstakt ástand í samfélag- inu og hættan er mikil á að menn grípi til kennitöluflakks í ríkum mæli. Að skipta um kennitölu er ekki glæp- samlegt en um leið og verðmæti eru tekin út lítur dæmið öðruvísi út. Því miður hafa einstaklingar hag af því að keyra fyrirtækin í strand. Við höf- um áhyggjur af þessu því tilvikin eru alltof mörg,“ segir Jón Steindór. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það beinlínis þjófnað að færa verð- mæti vísvitandi undan. Hann ótt- ast að á erfiðum tímum aukist hætt- an á því að rekstraraðilar sæti færis. „Það geta verið margar ástæður fyr- ir kennitölubreytingum og sumar þeirra eðlilegar. Stundum hafa verið teknar einhverjar slæmar ákvarðanir í fyrndinni og menn reyna að bjarga sér frá blóðugum missi vegna þeirra ákvarðana. Þannig er reynt að bjarga sjálfum sér og verðmætunum en slíkt er ekki í samræmi við reglurnar. Það að menn reyni að koma verðmæt- um úr búum áður en þau eru tekin til skipta er auðvitað ekki snyrtilegt,“ segir Þórólfur. Mjög alvarlegt Indriði H. Þorláksson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, er sam- mála. Hann telur mjög skaðlegt fyrir íslenskt samfélag hversu auðvelt það reynist að stunda kennitöluflakk. „Þetta er mjög skaðlegt. Allar reglur og kröfur eru mjög knappar og kraf- ist mjög takmarkaðrar ábyrgðar af hálfu stofnenda félaga. Það er mjög alvarlegt í mínum huga. Þegar menn fara burt úr félögum er ábyrgðin of óljós því skuldasöfnun virðist lifa eft- ir í gömlu félagi á meðan eigendurnir eru lausir allra mála,“ segir Indriði. „Þessu þarf að breyta sem fyrst. Menn eru að leika sér í nafni félaga og geta tekið fé út úr þeim án þess að bera ábyrgðina. Að færa eignir yfir í ný félög og skilja skuldir eftir er óvið- unandi og þetta ætti auðvitað ekki að vera hægt. Sem stendur er erfitt að koma vörnum við þegar skuldirnar eru skildar eftir. Gagnvart kröfuhöf- um og hinu opinbera er brotið mjög alvarlegt.“ Blóðug tilvik Brynjar Níelsson hæstaréttarlög- maður er einnig verulega ósáttur við þá staðreynd að rekstraraðilar stundi kennitöluflakk. Hann bendir á að í sumum tilvikum geti verið um refsivert athæfi að ræða. „Viðskipti af þessu tagi eru óboðleg. Menn eru of mikið í svona brellum. Kennitölu- gjörningum er sem betur fer hægt að rifta aftur í tímann. Stundum gera menn þetta það vísvitandi að hægt er að flokka gjörninginn sem refsi- vert auðgunarbrot. Í einhverjum til- vikum reynist nauðsynlegt að stofna nýtt félag og færa eignir á milli en þá er nauðsynlegt að greiðslur komi á „Menn eru að leika sér í nafni félaga og geta tekið fé út úr þeim án þess að bera ábyrgð- ina. Að færa eignir yfir í ný félög og skilja skuld- ir eftir er óviðunandi og þetta ætti auðvitað ekki að vera hægt.“ TrAusTi hAfsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is ekki snyrtilegt „Það að menn reyni að koma verðmætum úr búum áður en þau eru tekin til skipta er auðvitað ekki snyrtilegt,“ segir Þórólfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.