Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Side 26
Þekkir flesta með nafni Hver í andskotanum er þessi kall og hvern-ig dirfist hann að rústa vinnuaðstæðum mínum á fyrsta degi sínum?“ blótaði ég með sjálfum mér í bræði. Ég rauk beint upp að þessum manni sem hafði troðið sér inn á vinnusvæðið mitt og bað hann um að færa þessar bókahillur sínar eins og skot. Hann bifaðist hins vegar ekki og upphófst daglöng at- burðarás, sem endaði með illdeilum og klögumáli. Þannig byrjuðu samskipti okkar Kjartans Gunnars Kjartans- sonar. Á ritstjórn DV starfar þessi Kjartan Gunnar. Hann er lesendum að góðu kunnur fyrir vandaða og metnaðarfulla ættfræðiumfjöllun á síðum þessa blaðs. Síðustu mánuði hefur hann fært sig upp á skaftið og skrifar nú reglulega kjallaragrein- ar í DV gegn Evrópusambandinu og uppskar heilan Staksteinapistil í Mogganum sér til heiðurs. Kjartan Gunnar er gamaldags Íslendingur sem trúir á þjóðleg gildi, íhaldssemi og umfram allt að Íslendingum sé best borgið með hinn hrokkinhærða ritstjóra Morgunblaðsins við stjórn þjóðarskútunnar. Hann er dyggur sjálfstæðismaður og hefur ekki minnstu samúð með hverskyns félagshyggjukellingum og Evrópusinn- um. Enn fremur er hann sjálfumglaður KR-ingur og uppfullur af Vest- urbæjarstolti. Sjálfur er ég 26 ára Grafarvogsbúi, Fjölnismaður og frekar frjálslyndur í viðhorfum. Ég hef engan áhuga á ættfræði eða á Davíð Oddssyni. Ég er að minnsta kosti helmingi yngri en hann, og það eina sem við eigum sameiginlegt er að við höfum báðir gaman af því að láta skoðanir okkar í ljós og því eru árekstrar okkar á milli óumflýjanlegir. Fyrstu kynni mín af Kjartani Gunnari voru ekki góð. Um miðjan dag fyrir um það bil tveimur árum færði hann allt sitt hafurtask yfir á ritstjórn DV. Eins og sönnum ættfræðingi sæmir fylgja hon-um þrjár mannhæðarháar hillur, troðfullar af ættfræðibókum. Ég var ekki á svæðinu þegar Kjartan Gunnar var að koma sér fyrir. Kjartani Gunnari, eða KGK eins og hann er jafnan kallaður, fannst ekkert sjálf- sagðara en að umkringja borðið mitt með bókahillum sínum, svo það eina sem ég sá út frá borðinu mínu var bakhliðin á bókahillum hans í 70 sentimetra fjarlægð frá nefbroddi mínum. Með tilkomu nýja sessu- nautarins var útsýnið frá sætinu mínu á ritstjórninni skyndilega orðið litlu skárra en í einangrunarklefa. Vinnurými hans var hins vegar orðið eins og íburðarmikil koníaksstofa. Á nokkrum mínútum hafði ættfræð- ingurinn reist virki í kringum borðið mitt án þess að spyrja kóng eða prest. Upp var komin skrítin staða. Ættfræðingurinn neitaði að færa sig og gömlu góðu vinnufélagarnir höfðu skyndilega allir snúist í lið með þessum dularfulla karakter sem þarna hafði ruðst inn. Þeir hlógu í kór framan í mig og sögðu mér að sætta mig bara við þetta. Mér var hins vegar ekki skemmt. Réttara sagt sauð á mér. Ég gafst ekki upp og þrammaði inn á skrifstofu ritstjóra DV og heimtaði að hinn uppivöðslusami sessnautur minn yrði látinn færa draslið sitt eins og skot. Reynir Traustason lýsti sig vanhæfan í deilunni. Það kom þá í hlut Sigurjóns M. Egilssonar, fyrrverandi ritstjóra, að úrskurða. Eftir að hafa skoðað aðstæður mínar tók hann sjónarmið mín gild og gerði KGK að færa draslið sitt. Sigur var unninn. Atburðarásin minnti helst á atriði úr bresku þáttunum The Office. Samskipti okkar hafa þó batnað til mikilla muna eftir byrjunar-erfiðleikana og þrátt fyrir andstæðurnar hefur tekist með okkur ólíklegur kunningsskapur. Byggður á síendurteknum rifrildum um Evrópusambandið og vilja mínum til þess að aðstoða hann í tölvuvandræðum. Hann hefur enn gaman af því að tala sig hásan um leiðtogann dýrðlega, en lítur reyndar sjálfur á að hann sé einungis að sinna mikilvægu fræðsluhlutverki gagnvart ungum villuráfandi manni. Eins og hann orðar það sjálfur: „Stundum þarf maður að gefa pitsukyn- slóðinni góðan fyrirlestur um frjálshyggjuna.“ Ég hef líka gaman af því að grínast í hinum ágæta félaga. Einn dag-inn hafði hann talað óvenjumikið um ættfræði og dásemdir frjáls-hyggjunnar. Svo mikið að það bitnaði á vinnu minni. Til þess að öll ritstjórnin lamað- ist ekki vegna málgleði KGK kom ég fyrir skilti á borðinu hans, þar sem stóð: „Varúð ættfræði!“ Hver er boðskap-urinn með þessari sögu? Ég veit það ekki almennilega. Kannski er hann sá að fyrst ég gat náð saman við gamla, hægrisinn- aða Vesturbæjarættfræðinginn, þá geta allir orðið vinir. Þrátt fyrir illdeilur í upphafi og hrópandi andstæður. Við erum ósammála um allt sem hugsast getur, en líklega erum við félagar ein- mitt þess vegna. Að StArFA með ættFræðingi ValGeir Örn raGnarssOn skrifar HELGARPISTILL „Ég er að vinna með mjög góðu fólki og það er alltaf jafn gaman að vakna á morgnana og fara í vinnuna.“ Paulo Velo, portúgalskur starfs- maður N1 við Ártúnshöfða, kom til Íslands fyrir 12 árum. Hann á tvö börn hér á landi, Gabríelu og Erik, og kann vel við sig, bæði á landinu og í vinnunni, en Paulo hefur slegið í gegn á N1. Hafa ánægðir viðskipta- vinir þrisvar haft samband við neyt- endasíðu DV til að lofa störf hans. Síðasta lofið var einkar ánægju- legt. „Lofið fær starfsmaður á N1 í Ártúnsbrekku, sem er af erlendu bergi brotinn. Viðskiptavinur hafði samband við DV og sagði: „Það kjaftar á honum hver tuska og að lok- um klykkir hann út með: „Takk fyrir, góða ferð og gangi þér vel!“ Virkilega skemmtileg- ur starfsmaður,“ sagði viðskipta- vinurinn. Þegar DV bar að garði til að heilsa upp á Paulo var hann að afgreiða vöru- bílstjóra sem er greinilega fasta- gestur því Paulo þekkti hann með nafni. Töl- uðu þeir lengi saman og fór vel á með þeim. „Ég þekki flesta fastakúnna með nafni,“ segir Paulo og hlær. Reynir að gera meira en venjan er Paulo hefur unnið á N1 í tvö ár en þar á undan var hann í veitingabransanum. „Hér er mjög gott að vera. Ég er að vinna með mjög góðu fólki og það er alltaf jafn gaman að vakna á morgnana og fara í vinnuna. Ég legg þetta þannig upp að ég reyni að senda fólk ánægt út í daginn. Viðskiptavinur sem kem- ur til mín á að fara brosandi út. Ég reyni að gera meira fyrir viðskiptavininn en venjan er, þá er lík- legra að hann komi aftur. Ég vil ekki bara vinna – ég vil gefa aðeins af mér,“ segir þessi skemmtilegi Portúgali og afgreiðir næsta kúnna. Það er stelpa sem er að kaupa frelsi í símann sinn. Paulo spyr hvort hún vilji ekki eitthvað fleira en þegar hún afþakkar segir Paulo: „Þakka þér fyrir og skemmtu þér vel í dag.“ Stúlkan skemmtir sér greinilega vel og fer brosandi út um dyrnar. Allt á uppleið aftur Viðskiptavenjur Íslendinga hafa breyst töluvert eftir hrunið. Nútíma Íslendingur gefur sér meiri tíma til að kaupa inn og spáir í hverja krónu sem hann eyðir. Paulo segist finna fyrir mun þótt hann sé ekki beint mælanlegur. „Íslendingar virtust fara mikið niður fyrst eftir hrunið. En það er að koma upp aft- ur og maður er farinn að sjá meira bros á fólki. Íslenskt fólk er að mín- um dómi betra í að vinna sig út úr svona málum en aðrir í heimin- um. Íslendingar geta alveg bjarg- að sér – ég trúi því,“ segir hann og brosir. Hann virðist brosa mikið og það smitar út frá sér. Líður vel með börnunum sínum Heimaland Paulos, Portúgal, hefur fundið fyrir kreppunni eins og öll önnur lönd. Hann segist þó ekkert fylgjast neitt rosalega mikið með því sem gerist í Portú- gal – fylgist frekar með Íslandi. „Ég hugsa alveg um mömmu og pabba og fjölskyldu mína en samt hef ég mína fjöl- skyldu að hugsa um. Hér líður mér vel. Gabrí- ela er níu ára og Erik er fimm ára og það er gam- an hjá mér.“ Paulo hefur unnið þjónustustörf í Portúgal eins og á Íslandi og seg- ir Íslendinga vera mjög góða viðskipta vini. Betri en Portúgala. „Þar úti er auðvelt að fá fólk inn í búðina því þar búa svo margir. Hér þarf að sinna fólki. Það er dýrt hérna og þá þarf að gefa af sér.“ benni@dv.is Paulo Velo, portúgalskur starfsmaður N1 á Ártúnshöfða, kom til Íslands fyrir 12 árum. Hann hefur slegið í gegn á bensín- stöðinni þar sem hann gefur mikið af sér og óskar öllum velfarnaðar. Þegar mikið er að gera er lengsta röðin alltaf hjá Paulo því viðskiptavinir N1 laðast að jákvæðni hans og smitandi hlátri. 26 fÖstudaGur 6. nóvember 2009 umræða bensínaf- greiðslumanns Fyllt á kælinn Paulo er ánægður í vinnunni. Segir hana fjölbreytta og skemmtilega. myndiR kRistinn mAgnússon gjörðu svo vel! Paulo tekur við greiðslu frá ánægð- um viðskiptavini. Á lagernum Vinnustaðurinn sem Paulo er svo ánægður á er í Ártúnsbrekku – á leið út úr bænum. með dV við hönd Paulo á kaffistofunni með gildi N1 fyr- ir ofan sig. Hann fer eftir þeim. Í einu og öllu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.