Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Qupperneq 33
helgarblað 6. nóvember 2009 föstudagur 33 gert. „Það sem lítið hefur verið talað um er að við höfnuðum mörgum slíkum beiðnum og unnum alls ekki allar þær skýrslur sem við vorum beðin um.“ Tryggvi segir að viss misskilningur hafi ríkt um Mishkin-skýrsl- una í seinni tíð. „Því hefur oft verið haldið fram að þessi skýrsla hafi verið gerð korteri fyrir hrun en svo var alls ekki. Hún var gerð eftir áramótin 2005-2006. Rúmu tveimur og hálfu ári áður en hrunið varð. Það var fyrst farið að tala um að gera þessa skýrslu árið 2005.“ Á þeim tíma sem skýrslan kom út segir Tryggvi að íslenska bankakerfið hafi verið mun minna en þeg- ar hrunið varð. „Þá var íslenska bankakerfið 40 prósent af því sem það svo seinna varð. Það stækkaði alveg gífurlega síðasta eina og hálfa árið fyrir hrunið.“ Stækkun kerf- isins var þá verið nefnd sem ein af helstu hættunum sem steðjaði að efnahagskerf- inu ásamt því ef lánsfjármagn til landsins myndi minnka verulega. „Við mátum það hins vegar sem svo að það væri alls ekki lík- legt. Við sáum ekki fyrir lánsfjárkreppuna í Bandaríkjunum sem átti eftir að skella á frekar en önnur ríki heims. Eins og Mish- kin sagði seinna sjálfur: „Fyrst ég sem einn af seðlabankastjórum Bandaríkjanna, sem voru með bestan aðgang að öllum mögu- legum upplýsingum, sáum þetta ekki fyrir, hvernig áttu þá Íslendingar að ge það?“ 11 milljarðar til að gera banka Árið 2006 ákvað Tryggvi að hætta sem for- stöðumaður Hagfræðistofnunarinnar eft- ir að hafa fengið annað atvinnutilboð. „Þá komu að tali við mig fjárfestar og buðu mér að verða bankastjóri fyrir nýjum banka sem átti að fara stofna.“ Bankinn sem um ræðir er fjárfestingabankinn Askar Capital. „Áramótin 2006-2007 sit ég einn við skrif- borð með fyrirtæki sem er með 11 milljarða í eigið fé og er með það verkefni að búa til banka úr því.“ Í fyrstu gekk starfsemi Askar vel. Uppbyggingin var samkvæmt áætlun. „Við fengum fjárfestingabankaleyfi haustið 2007. En þá var þegar farið að kreppa mjög að með lánsfé.“ Tryggvi segir að þrátt fyrir að mikill uppgangur hafi verið árið 2007 þá hafi starfsemi í bankageiranum verið far- in að þyngjast mikið sökum þess hve erf- itt var að fá lánsfé. „Í upphafi árs 2008 var þetta svo orðið mjög erfitt umhverfi. Þeg- ar leið á árið fann maður hvernig þetta var allt að frjósa.“ Þrátt fyrir þessa erfiðleika var andrúmsloftið í bankanum sjálfum nokkuð gott samkvæmt Tryggva sem segir að starfs- menn hans hafi litið á þetta sem hvert ann- að verkefni. „Um sumarið rann það svo upp fyrir manni að sú starfsemi sem Askar hafði ætlað í var ekki að ganga upp út af því um- hverfi sem hafði skapast í fjármálaheimin- um.“ Milestone var á þessum tíma stærsti hluthafi Askar en fyrir Milestone fóru bræð- urnir Karl og Steinargrímur Wernerssyn- ir. Milestone hefur nú verið tekið til gjald- þrotaskipta og því er stærsti kröfuhafi þess félags, skilanefnd Glitnis, nú stærsti hlut- hafi Askar. ráðgjafi forsætisráðherra Í júlí 2008 hafði þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, samband við Tryggva og bað hann um að gerast sérstakur efnahags- ráðgjafi sinn. „Ég hugsaði með mér að þetta væri for- sætisráðherra landsins sem væri að biðja mann um aðstoð og þá íhugar maður það vel. Ég fór svo á fund eigenda og stjórnar Askar og tilkynnti þeim þetta.“ Niðurstaða þess fundar var að Tryggvi myndi yfirgefa bankann og taka að sér starfið. „Þeir mátu það sem svo að það gæti hjálpað bankanum ef ég gæti aðstoðað við að koma efnahags- kerfinu í gang á ný. Því það var allt í frosti og starfsemi Askar ekki eins og lagt hafði verið upp með. Það var því ákveðið að ég myndi fara í sex mánaða leyfi með það í huga að ég gæti snúið aftur í janúar 2009.“ Í kjölfarið á þessu þurfti Tryggvi að gera ýmsar ráðstaf- anir til að ekki væru hagsmunatengsl milli hans og bankans þegar hann gegndi stöðu efnahagsráðgjafa. „Til dæmis þær að ég átti kauprétt á hlutabréfum í Askar. Ég skilaði þeim öllum svo að það væru engin fjárhags- leg tengsl við bankann og passaði að sam- skipti við bankann yrðu í algjöru lágmarki.“ engin kúlulán Þessi kaupréttur Tryggva á hlutabréfum og fjármögnunin á þeim hefur síðar verið nefnt til sögunnar sem eitt af hinum svokölluðu kúlulánum sem voru aðallega áberandi hjá Kaupþingi. Tryggvi segir hins vegar sjálfur að engin tengsl séu þar á milli og að ekki hafi verið um kúlulán að ræða. „Þegar ég ræð mig hjá Askar eru mér boð- in laun sem voru í lægri kantinum miðað við bankastarfsemi. Í staðinn fengi ég kaup- réttinn að bréfum sem ég myndi eignast á þriggja ára tímabili. Hlutabréfin voru inni í félagi sem var skráð á mig en Askar fjár- magnaði alfarið kaupin á þeim. Ég skilaði svo þessum bréfum þar sem ég hafði ekki unnið mér inn réttinn á þeim. Askar tók þau því til baka og gerir upp lán- in sem voru á þeim þegar gjalddagi verð- ur. Askar eignast því bara hlut í sjálfum sér.“ Tryggvi segir allt tal um að lán á hann hafi verið afskrifuð, líkt og var gert í Kaupþingi, sé ekki rétt. „Askar er í fullri starfsemi og er banki með 8,5 milljarða eigið fé. Þetta verð- ur bara greitt eins og hvað annað á ég von á.“ En hvað finnst Tryggva þá um hin raunveru- legu kúlulán? „Eftir á að hyggja var þetta ekki sniðugt. Langt því frá, enda sést það best á því hversu mikið fólki ofbýður þetta. Þetta var partur af þessu rugli sem var í gangi. Þetta voru hættirnir á þessum tíma. Í dag myndi maður segja að þetta væri algjört rugl.“ reyndi að minnka kerfið Það var svo 1. ágúst 2008 sem Tryggvi hóf störf sem efnahagsráðgjafi Geirs. Hann segist ekki hafa áttað sig á því strax í hvað stefndi þó að vissulega hafi hann vitað að staðan væri alvarleg. „Fyrsta vikan fór í að reyna sameina Landsbankann og Glitni. Þá átti sem sagt að sameina bankana en selja norrænu starfsemi Glitnis til Kaupþings sem var tilbúið að kaupa hana. Þá væri kominn stór norrænn banki í kringum FÍH hjá Kaup- þingi. Menn myndu svo reyna að selja þann banka frá Kaupþingi og minnka þar með efnahagsreikning bankans mjög mikið. Reyna svo í leiðinni að minnka umsvif sam- einaðs banka Landsbanka og Glitnis eins hratt og hægt væri.“ Það var því ljóst að minnka þurfti bankakerfið á Íslandi og það með hraði. Því miður tókst það ekki þrátt fyrir að mikið hafi verið reynt, sérstaklega vegna andstöðu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, en Tryggvi segist ekki hafa áttað sig á því að staðan væri grafalvarleg fyrr en um 15. september við fall Lehman-bankans. „Það var líka reynt allt til þess að koma Icesave-reikningum Landsbankans inn í Glitnisnóttin var skelfileg „Ef forsætisráðhErra landsins hEfði stigið fram og sagt þEtta í fjölmiðlum þá hEfðu allir flykkst inn í bankana og tEkið allt út sEm hægt var að taka og klippt hEfði vErið á öll viðskipti við landið á stund- inni. allt hEfði hrunið miklu vErr En það gErði.“ báðum megin við borðið Tryggvi hefur starfað bæði sem bankastjóri og einnig sem ráðgjafi forsætisráðherra. mynd heiða reynslumikill Það er óhætt að segja að Tryggvi hafi upplifað ýmislegt. mynd heiða helgadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.