Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Page 4
SANDKORN n Guðrún Þorgeirsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Ex- ista, sem var ein af þeim sem fengu lán frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í Exista er dóttir Þorgeirs Eyjólfssonar, fyrrverandi forstjóra Lífeyris- sjóðs verslun- armanna. Niðurfell- ing ábyrgða starfs- manna Exista á lánunum er nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Heimildir DV herma að það sé engin tilvilj- un að Guðrún hafi verið ráðin til Exista þar sem slíkt hafi getað hjálpað til við að liðka fyrir samskiptum við lífeyr- issjóðinn sem pabbi hennar stjórnaði. n Guðrún er reyndar ekki eini starfsmaður Exista sem var tengdur stjórnanda í at- vinnu- og fjármálalíf- inu. Annar starfsmaður Exista sem fékk lán til að kaupa hlutabréf í eign- arhalds- félaginu heitir Haraldur Þórðarson og var hann for- stöðumaður hjá félaginu. Sá er sonur Þórðar Friðjóns- sonar, forstjóra Kauphallar Íslands. Þriðji starfsmaðurinn er svo Bjarni Brynjólfsson, sem var yfir eigin viðskipt- um Exista, en hann er sonur Brynjólfs Bjarnasonar, for- stjóra Símans. Ýmsir velta því nú fyrir sér hvort horft hafi verið á eitthvað annað en hæfni fólks þegar ráðið var í störf hjá Exista. n Reyndar þóttu slík vina- og fjölskyldutengsl æskileg í fjár- málalífinu á Íslandi á árunum fyr- ir hrun og mun oft hafa verið horft til þessa þegar fólk var ráð- ið í vinnu. Þannig herma heimildir DV að slíkar tengingar hafi ráðið úrslit- um þegar Karl Pétur Jónsson, tengdasonur Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, var ráð- inn til Askar Capital. Þar þóttu sambönd Ólafs Ragnars á Ind- landi og tengsl Karls Péturs við hann síst spilla fyrir en Askar var á þessum tíma að reyna að hasla sér völl á Indlandi. 4 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 FRÉTTIR Óljósir launaseðlar, tortryggilegur ráðningarsamningur og tengsl slas- aðrar konu við ökumann bílsins sem hún var farþegi í og lenti í árekstri urðu til þess að bótakröfu hennar á hend- ur Tryggingamiðstöðinni var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jolanta Tomaszewska slasaðist þegar hún var farþegi í bíl hjá Jóni Þor- valdi Walterssyni sem lenti í árekstri í miðbæ Reykjavíkur. Jolanta krafðist bóta vegna vinnutaps og beindi kröfu sinni að Tryggingamiðstöðinni. Þeg- ar málið kom til kasta dómstóla var ekki deilt um það fyrir hversu lang- an tíma ætti að bæta launatap heldur hversu há laun hún ætti að fá bætt. Og það hvernig tengslum hennar við öku- mann bílsins var háttað, dóttur hans og föður hafði mikið að segja um nið- urstöðuna. Vafasamir launaseðlar Meðan á málarekstri stóð sagðist Jol- anta hafa verið ráðin í fullt starf hjá fyr- irtækinu Akró ehf. þar sem hún hafði áður verið í hlutastarfi. Tryggingamið- stöðin tortryggði hins vegar ráðningar- samninginn og launaseðla sem áttu að sýna fram á slíkt. Deilan snerist því um hvort greiða ætti henni rúmar 60 þús- und krónur á mánuði í hálft ár miðað við hlutastarf eða hátt í 400 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Trygg- ingafélagið hafði þegar greitt bætur að mestu samkvæmt lægri upphæðinni þegar kom að málaferlum. Lögmaður félagsins benti á að ráðningarsamningurinn hefði ver- ið lagður seint fram og væri dagsettur eins og hann hefði verið undirritað- ur á nýársdag. Þetta þótti honum tor- tryggilegt. Einnig væri ekki nóg með að launaseðlar væru misvísandi held- ur var ekki að sjá að skattur hefði ver- ið greiddur af launum Jolöntu fyrr en hálfu öðru ári of seint og engin um- merki um launagreiðslurnar á banka- reikningi hennar. Taldi lögmaðurinn það til marks um að þetta væri seinni tíma tilbúningur til að styrkja bóta- kröfu konunnar. Afinn, pabbinn og dóttirin Tara Lind Jónsdóttir, forsvarsmaður Akró ehf., útskýrði þetta með því að samningurinn hefði verið undirritað- ur nokkrum dögum fyrir áramót og að uppgjör við skattinn vegna annarra mála skýrði hvers vegna skattgreiðslur hinnar slösuðu konu komu svo seint fram. Það dró hins vegar úr trúverðug- leika vitnisburðar Töru Lindar að hún er dóttir ökumannsins úr bílslysinu. Jafnframt höfðu hún, faðir hennar og Jolanta öll lögheimili á sama stað. Þessu til viðbótar var framvísað leigu- samningi milli Jolöntu og föður Jóns þar sem sagði að draga mætti leiguna af launum hennar hjá fyrirtækinu Akró, sem afadóttirin stýrði. Par eða ekki par Einnig var deilt um tengsl Jóns og Jol- öntu. Læknar sem önnuðust Jolöntu skrifuðu í skýrslur sínar að hún og Jón væru sambýlisfólk eða hjón. Því neit- uðu þau sjálf og sögðust upphaflega varla þekkja hvort annað. Þegar fað- ir Jóns féll frá birtust ættir hans með minningargreinum um hann. Þar var sagt að Jón og Jolanta væru sambýlis- fólk en Jón sagði við málareksturinn að þau væru aðeins góðir vinir. Dómari gaf lítið fyrir það þó að Jón og Jolanta þrættu fyrir sambúð sína og sagði skýringar þeirra „… svo ótrú- verðugar að þær verða að engu haf- andi.“ Og vegna þessara tengsla tók dómari ekki mark á gögnum frá Akró ehf. og sagði að það mætti „… slá því föstu að umræddur ráðningarsamn- ingur hefði einungis verið gerður í því skyni að styðja við kröfur stefnanda.“ Jolanta tapaði því málinu. Fengu gjafsókn Málskostnaður Jolöntu nam 764.133 krónum. Það kemur þó ekki í henn- ar hlut að greiða hann þar sem hún fékk gjafsókn, væntanlega vegna lágra tekna þó að það komi ekki fram í dómnum. Málskostnaður hennar er því greiddur úr ríkissjóði en trygginga- félagið ber sjálft kostnað vegna máls- varnar sinnar. Kona tapaði bótamáli gegn tryggingafélagi. Hún sagðist hafa verið í fullu starfi þegar hún slasaðist og vildi fá greitt í samræmi við það. Skjöl sem konan framvísaði virtust vera seinni tíma tilbúningur. Konan fékk þó gjafsókn frá íslenska ríkinu og slapp við málskostnað. ÓTRÚVERÐUGT PAR TAPAÐI FYRIR DÓMI ... svo ótrúverð-ugar að þær verða að engu hafandi. BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Lögregla að störfum Konan sagði slysið hafa átt sér stað eftir hádegi á föstudegi en samkvæmt lögregluskýrslu varð það snemma kvölds á miðvikudegi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Birkir Skúlason segist hafa komið vikulega á þessu ári í Fjölskylduhjálp Íslands: „Ég lít á þetta sem neyðarbrauð“ „Þetta er neyðarúrræði, ég kæmi ekki hingað annars. Ég lít á þetta sem neyðarbrauð fyrir þá sem eru svo illa staddir að þeir þurfi þess,“ segir Birkir Skúlason, 64 ára gamall öryrki, sem blaðamaður DV ræddi við í biðröðinni sem myndaðist á miðvikudaginn þegar vikuleg mat- arúthlutun Fjölskylduhjálpar Ís- lands fór fram. Birkir hefur verið öryrki í 6 ár en hefur ekki þurft að leita aðstoðar Fjölskylduhjálpar- innar fyrr en síðustu þrjár vikur. Aðspurður hvað hafi breyst segir hann: „Það er ýmislegt sem hef- ur breyst, örorkubæturnar sem ég hef fengið hafa lækkað og svo hafa sjálfsagt allir orðið varir við að vöruverð hefur hækkað. Það er ýmislegt sem helst í hendur. “ Hann segir það standa mjög tæpt í hverjum mánuði að endar nái saman. „Konan mín er nýkom- in til landsins, hún hefur mjög lág- ar atvinnuleysisbætur eða um 40 þúsund krónur á mánuði. Örorku- bæturnar eru 113 þúsund krónur á mánuði og svo er ég að leigja fyrir 66 þúsund krónur á mánuði,“ seg- ir Birkir. Hann áætlar að þegar hann hafi greitt föst útgjöld á mánuði hafi hann á milli 25 og 30 þúsund krónur í ráðstöfunarfé á mánuði. Hann rekur ekki bíl og segist leyfa sér afar lítið. „Þetta bara rétt hang- ir saman, það þýðir reglusemi og hvorki áfengis- né tóbaksneyslu. Það væri þá fljótt að fara það sem eftir er.“ Hann viðurkennir að það sé nauðsynlegt fyrir sig að leita til Fjölskylduhjálpar Íslands og segir mjög vel tekið á móti fólki og það fái ágætlega útilátna matarpoka. Hann vonast hins vegar til þess að rofa muni til á næstu vikum, ef eig- inkona hans fær vinnu. valgeir@dv.is Birkir Skúlason Hefur komið síðustu þrjár vikur í Fjölskylduhjálp Íslands, en hafði fram að því dregið fram lífið á örorkubótum án þess að leita aðstoðar. Hann hefur um 25 þúsund á mánuði í ráðstöfunarfé. MYND/KRISTINN MAGNÚSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.