Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 56
n Einn efnilegasti leikmaður lands- ins í fótbolta, Guðlaugur Viktor Pálsson sem er á mála hjá Liver- pool, hefur fetað í fótspor svo margra annarra íþróttamanna og er kominn með risahúðflúr á vinstri handlegginn. Er handleggurinn skreyttur með trúarlegu ívafi. Grét- ar Rafn Steinsson, leikmaður Bolton, er annar fótboltamaður sem hefur mikinn áhuga á að skreyta á sér líkamann og er með risakross á bakinu. Trúin flytur svo sannar- lega fjöll en hvort hún komi tuðrunni í netið er annað mál. Er nokkuð svalt að vera á milli tveggja saksóknara? FRÉTTASKOT 512 70 70 DV BORGAR 2.500 KRÓNUR FYRIR FRÉTTASKOT SEM LEIÐIR TIL FRÉTTAR. FYRIR FRÉTTASKOT SEM VERÐUR AÐALFRÉTT Á FORSÍÐU GREIÐAST 25.000 KRÓNUR. FYRIR BESTA FRÉTTASKOT VIKUNNAR GREIÐAST ALLT AÐ 50.000 KRÓNUR. ALLS ERU GREIDDAR 100.000 KRÓNUR FYRIR BESTA FRÉTTASKOT HVERS MÁNAÐAR. „Ég ætla að fara með skiltið á Þjóð- minjasafnið í dag,“ segir Illugi Jökuls- son, rithöfundur og fjölmiðlamaður. Þjóðminjasafnið auglýsti nú nýver- ið eftir minjum úr hinni svokölluðu búsáhaldabyltingu sem fram fór á haustmánuðum 2008 og í upphafi ársins 2009. „Geir er gagnslaus“ er slagorðið sem Illugi setti á skilti sitt í búsáhaldabyltingunni. Hann seg- ir að slagorðið hafi orðið til þegar hann ákvað að taka með sér skilti á mótmælafund sem tónlistarmaður- inn Hörður Torfason hélt á Austur- velli. Það hafi síðan fylgt honum á öllum þeim mótmælafundum sem haldnir voru á laugardögum þar til ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar fór frá í upphafi árs 2009. „Ég tók skiltið hins vegar snögglega úr notkun þegar Geir tilkynnti um sín veikindi. Það hefur síðan safnað ryki heima hjá mér. Ég tími ekki að henda því og þess vegna ætla ég að skella því á Þjóðminjasafnið,“ segir Illugi. Aðspurður hvort hann ætli að mót- mæla eitthvað á næstunni segist Ill- ugi alls ekki vera sáttur við núverandi ástand í þjóðfélaginu. Það hafi ekki þróast í rétta átt. „Ég er ekki frekar en aðrir sáttur við núverandi ástand. Ætli maður bíði ekki og sjái hvað ger- ist á næstu vikum. Það er aldrei að vita hvenær ég fer aftur að mála skilti,“ segir hann. as@dv.is KOMINN MEÐ RISATATTÚ ÚTSÖLUNNI LÝKUR 7. FEBRÚAR ÚTSALA 25-60% GERÐU FRÁBÆR KAUP © I LV A Í s la n d 2 0 10 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 www.ILVA.is laugardagur 10-18 sunnudagur 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 ILVA kaffi: laugardaga 10-17 sunnudaga 12-17 mánudaga-föstudaga 11-18 sendum um allt land Smurt Croissant og kaffi 490,- kaffi Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða Illugi Jökulsson stóð vaktina í mótmælum með slagorðið „Geir er gagnslaus“: SKILTIÐ Á ÞJÓÐMINJASAFNIÐ n Skráning í stefnumótaþáttinn Djúpu laugina sem tekinn verður til sýninga á Skjá einum í febrúar hefur farið gríðarlega vel af stað. Fyrstu vikuna hafa 160 manns skráð sig í von um að finna ástina í sjón- varpssal. Þáttarstýrurnar Ragn- hildur Magnúsdóttir og Þorbjörg Marinós dóttir segja það sitt æðsta markmið að haldið verði Djúpu- laugarbrúðkaup á þessu ári. Auk þess að koma fólki saman munu þær stöllurnar kryfja til mergjar stefnumótamenningu Ís- lendinga og skoða hvað megi bet- ur fara. 160 ÞRÁ ÁSTINA n Sú sérstaka staða er komin upp í íslenska réttarkerfinu að embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Hauks- sonar, er að rannsaka viðskipti son- ar Valtýs Sigurðssonar ríkissak- sóknara. Sérstakur saksóknari gaf það út að hann væri að rannsaka yfirfærslu skuldar og hlutabréfa í félag í eigu annars af tveimur for- stjórum Exista. Þetta er Sigurður Valtýsson, sonur Valtýs ríkissak- sóknara, sem færði eignarhlut sinn í Exista til félagsins Yenvis á eyjunni Tortóla tæpum mánuði fyrir banka- hrunið 2008. Sigurður vildi ekki tala við DV um málið þegar blaðið skrif- aði um það í maí og sagði það vera einkamál. Hætt er við að Sigurður þurfi nú að breyta þessu viðhorfi sínu. FRÁ VALTÝ TIL ÓLAFS Búsáhaldabyltingin Hér má sjá Illuga Jökulsson með skiltið góða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.